Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 16
miðvikudagur 11. júlí 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Tvö ÍslandsmeT Í sömu grein íslenska landsliðið í sundi er þessa dagana við keppni á Opna danska meistaramótinu. Tvö íslandsmet litu dagsins ljós í gær. jón Oddur Sigurðsson synti 50 metra bringusund á 28,71 sekúndu og bætti þar með tveggja ára gamalt íslandsmet jakobs jóhanns Sveinssonar um 15 sekúndu- brot. 90 sekúndum síðar keppti jakob jóhann í sömu grein og synti hann á sama tíma og jón Oddur, eða á 28,71 sekúndu. Þeir bættu því báðir íslandsmetið og eru sameigendur þess. malouda Til Chelsea Chelsea hefur gengið frá kaupum á franska landsliðsmanninum Florent malouda frá lyon. malouda flaug til london á mánudaginn og hefur nú bæði náð samkomulagi við Chelsea og staðist læknisskoðun hjá félaginu. malouda skrifaði undir fjögurra ára samning við ensku bikarmeistarana. Hann flaug til Bandaríkjanna í gær þar sem Chelsea-liðið er við æfingar fyrir komandi leiktíð. liverpool og real madrid voru bæði á höttunum eftir malouda. Bellamy Til WesT ham fyrir meTfé Craig Bellamy hefur skrifað undir fimm ára samning við íslendingafélagið West Ham. kaupin gengu í gegn í gær eftir að velski sóknarmaðurinn stóðst læknisskoð- un hjá félaginu. kaupverðið er um 900 milljónir króna, sem er það mesta sem West Ham hefur borgað fyrir leikmann. Bellamy er fjórði leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar. Hinir þrír eru Scott Parker, julien Faubert og richard Wright. „Ég átti frábæran tíma hjá liverpool og ég trúi því að West Ham muni njóta góðs af kröftum mínum, af því að ég veit að ég hef bætt mig sem leikmaður. Ég skrifaði undir fimm ára samning og ég mun vera hér næstu árin. Ég hef flutt mig töluvert um set á undanförnum árum og nú vil ég setjast að hér,“ sagði Bellamy. BianChi Til manChesTer CiTy manchester City hefur komist að samkomulagi við ítalska liðið reggina um kaupverð á sóknarmanninum rolando Bianchi. Búist er við því að endanlega verði gengið frá kaupunum í dag. Bianchi er 24 ára gamall og skoraði 18 mörk fyrir reggina á síðustu leiktíð. „við höfum náð samkomulagi við manchester City um verð upp á 8,8 milljónir punda (1,1 milljarður króna),“ sagði Pasquale Foti, forseti reggina. Talið er að Bianchi hafi frekar viljað fara til atletico madrid en spænska liðið hefur enn ekki lagt inn tilboð í leikmanninn. alBers yfirgefur spyker Formúlu 1 liðið Spyker hefur sagt samningi hollenska ökumannsins Christijan albers upp vegna vandamála við styrktaraðila. albers var á sínu öðru tímabili með Spyker og hefur fallið í skuggann á nýliðanum adrian Sutil. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Christijan var á góðri leið með að finna taktinn, en metnaðarfull þróunarvinna liðsins hefur hlotið skaða vegna skort á greiðslum frá einum af styrktaraðilum hans og við áttum engan annan kost,“ sagði Colin kolles, yfirmaður liðsins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver tekur við af albers. Ljóst er að KR-ingar vinna ekki tit- il á þessari leiktíð en þeir töpuðu á heimavelli fyrir Valsmönnum í sextán liða úrslitum bikarsins. Staðan var 1- 1 eftir venjulegan leiktíma og fram- lengingu en þegar komið var að víta- spyrnukeppni skoraði KR ekki mark á meðan Valsmenn skoruðu úr öllum þremur spyrnunum sem þeir tóku. Kjartan Sturluson markvörður og hetja Vals sagði vítakeppnir alltaf spurningu um heppni. „Ég fékk góða punkta frá góðum mönnum og svo bara heppni. Þetta er allavega heppni hjá mér,“ sagði Kjartan og hló dátt en hann varði tvær spyrnur í keppninni. hafþór Ægir í sjúkrabíl KR-ingar eru að glíma við meiðsli og Ágúst Gylfason og Tryggvi Bjarna- son spiluðu saman í hjarta varnar- innar og áttu báðir fínan leik. Leik- urinn fór heldur rólega af stað en á sjöundu mínútu urðu Valsmenn fyrir áfalli þegar Hafþór Ægir Vilhjálmsson meiddist og fór hann með sjúkrabíl. Eftir rúman stundarfjórðung fór aðeins að lifna yfir leiknum og Vals- menn áttu harða sókn að marki KR- inga. Helgi Sigurðsson fékk gott færi en skot hans fór í hliðarnetið. Strax þar á eftir kom fyrsta markskot heimamanna en þá átti Rúnar Krist- insson skalla sem Kjartan Sturluson náði að verja. Helgi Sigurðsson fékk annað mjög gott færi eftir hálftíma leik. Baldur Aðalsteinsson átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Helga en skalli hans fór naumlega framhjá. Valsmenn voru líklegri í fyrri hálfleik og Guðmundur Reynir Gunnarsson bjargaði á mark- línu skömmu fyrir leikhlé. dramatík í lokin Eftir sjö mínútna leik í seinni hálf- leik fékk Sigmundur Kristjánsson óvænt mjög gott færi, hann skaut hörkuskoti við hægra vítateigshornið en yfir fór boltinn. Tíu mínútum síð- ar skaut Baldur Aðalsteinsson ágætis skot rétt fyrir utan teig sem fór ekki langt framhjá en hann hefði reyndar getað rennt boltanum til vinstri þar sem Helgi var einn. Um stundarfjórðungi fyrir leiks- lok náði Valur verðskuldað forystu en þá tók Guðmundur Benedikts- son aukaspyrnu á vinstri kantinum. Boltinn fór í gegnum allan pakkann í teignum og endaði í netinu. KR-ingum gekk illa að skapa sér alvöru marktækifæri en þegar allt leit út fyrir að Valsmenn væru að sigla í átta liða úrslitin náðu þeir að jafna. Tryggvi Bjarnason skoraði með skalla eftir langa aukaspyrnu frá Stefáni Loga á miðju vallarins á 94. mínútu og tryggðu sér þar með framlengingu. KR komst nær því að skora í fram- lengingunni en þar kom þó ekkert mark og farið í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu yfirburði. sigur fyrir knattspyrnuna „Það var allt opið þarna á fjær. Það var ekkert annað í stöðunni,“ sagði Guðmundur Benediktsson um mark- ið sitt. „Þetta var sigur fyrir knatt- spyrnuna að við skyldum vinna. Þeir bökkuðu niður og það voru einir sex sem aldrei fóru fram yfir miðju nema í föstum leikatriðum. Þeir ætluðu að halda núllinu en við vorum klaufar að fá þetta jöfnunarmark á okkur. En við sýndum karakter og mikla einbeitingu í vítakeppninni. Það er alls ekki auðvelt að fara inn í framlengingu eftir að hafa fengið þetta mark á okkur undir restina. En við komum sterkir til baka, menn voru haltrandi, búnir með allar skiptingar þannig ég er gríðarlega stoltur af mínu liði,“ sagði Guðmundur. Willum Þór Þórsson þjálfari Vals var gríðarlega sáttur með karakterinn sem liðið sýndi. „KR-ingar börðust gríðarlega vel, þeir komu grimmir til leiks. Við miss- um Hafþór af velli snemma leiks og Pálmi sýndi fádæma seiglu. Hann var á annari löppinni vegna þess að skipt- ingar voru búnar, margir tæpir og við þurftum að púsla liðinu saman. Mér fannst við spila ágætlega og við áttum að vetra búnir að klára þennan leik. En svo fáum við markið í andlit- ið. En ég verð að hrósa mínu liði fyri að stíga uppúr þessu höggi sem við fáum á lokasekúndunum, halda út og klára þetta svona. Ég vil bara hrósa báðum liðum fyrir skemmtilegan leik og mikla baráttu,“ sagði Willum. Teitur Þórðason, þjálfari KR, sagð- ist aldrei hafa upplifað annað eins. „Að klúðra þremur vítum í röð í vítaspyrnu- keppni er ótrúlegt,“ sagði Teitur. „Við eigum þetta algjörlega hérna undir restina, eigum að klára þetta í framlengingunni. Færin sem við fáum... það er bara óskiljanlegt að við skulum ekki hafa klárað þetta helvíti. Þegar þetta er komið í vítakeppni þá getur allt gerst,“ bætti Teitur við. Valsarar sigruðu KR-inga í vítaspyrnukeppni í gærkvöldi. kjartan sturluson var hetja Valsmanna í vítakeppninni. VALUR ÁFRAM Í stórsókn Pálmi rafn sækir hér að marki kr. hátt í loft Helgi Sig. og Skúli jón í baráttu um boltann. elvar geir magnússon blaðamaður skrifar: elvargeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.