Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 21
Life of Brian er fyndin mynd um Jesúm. Spaugstofan hefur líka gert gott grín að kristni eins og menn muna eftir. Þetta er skemmtilegt. En þetta hlyti að skoðast í öðru ljósi ef Ísland væri á sama tíma að styðja við fjöldamorð á kristnum annars staðar í heiminum og að það væru mjög al- mennir fordómar í garð kristinna hér. Danir hafa frekar grófan og skemmti- legan húmor sem er tæplega markað- ur af pólitískri rétthugsun. En þegar þeir hæðast að múslimum þá sést það í öðru ljósi. Rasismi í Danmörku hefur sjaldan verið meiri og hefur fætt af sér núverandi stuðningsflokk ríkisstjórn- arinnar, Danska þjóðarflokkinn, sem er annálaður rasistaflokkur. Sama rík- isstjórn er einn harðasti bandamað- ur Bandaríkjahers í morðum þeirra í Írak. Gyðingabrandarar geta líka ver- ið fyndnir en varla þegar gæinn sem segir þá er að gefa Hitlerskveðjuna á meðan. Þegar Salman Rushdie, sem er þekktastur fyrir gagnrýni sína á ísl- am, er heiðraður í Bretlandi er það af breska ríkinu með sína löngu ógeð- felldu og blóðugu sögu úr Miðaustur- löndum, stríð þeirra í Írak og hvernig þeir „gáfu“ gyðingum Palestínu í nafni Sameinuðu þjóðanna. Þá sjá múslim- ar það að sjálfsögðu í öðru ljósi. Heiðursmorð, búrkur og umskurður kvenna Ég virði trú fólks ef hún bitnar ekki á öðrum. Gallinn er bara að trú- arbrögð bitna svo oft á öðrum. Þessi Miðausturlandatrúarbrögð eru sýnu verst, kristni, gyðingdómur og íslam. Eingyðistrúarbrögð sem afneita öðru sem falsguðadýrkun sem verður refs- að með logum vítis. Hindúar eru síð- an með eitthvert ógeðslegasta stétta- skiptingakerfi heims sem er réttlætt út frá refsingarramma trúarbragðanna. Þú endurfæðist í neðstu stéttina ef þú varst vondur í fyrra lífi og menn koma fram við þig í samræmi við það. Búddatrú virðist vera einna umburð- arlyndust sem og fjölgyðistrú Norð- urlanda, Afríkuþjóða, Indjána og In- úíta. Svo virðist sem fleiri guðir innan hverra trúarbragða auki umburðar- lyndi fyrir enn einum þótt þeir séu úr öðru trúarkerfi. En af hverju eru múslimar aðalskotspónninn? Þeg- ar við hugsum um íslam þá hugsum við ekki um frjálslyndi Líbanons eða kvennahreyfingar í arabalöndum sem tilbiðja Allah áður en þær vaða í karlremburnar. Við hugsum um heið- ursmorð, búrkur og umskurð kvenna sem órjúfanlegan hluta íslams. Hellandi sjampói í síðusárið á Jesú Þegar við hugsum um kristni þá hugsum við ekki um Her drottins í Úganda sem beitir fyrir sig barnaher- mönnum í fjöldamorðum á sakleys- ingjum. Við hugsum ekki um kristna bandaríska öfgamenn sem sprengja upp fóstureyðingarlækna eða Kú klux klan sem eru með kross í lógóinu af því þau eru kristin samtök. Vand- ræðabarn Evrópusambandsins, kaþ- ólskt Pólland sem bannar Gay Pride göngur og kennurum að útskýra sam- kynhneigð fyrir nemendum sínum. Krossferðirnar og gríðarleg hnign- un sem fylgdi kristnum brottrekstri á múslimum frá Suður-Evrópu mið- alda. Páfanum sem er snargeðveikur og kirkjan hans sem hylmir yfir með barnaníðingum úr prestastétt. Eða ófáum bandarískum ráðamannin- um sem tekur Biblíuskýringar fram yfir vísindi þegar sköpun heimsins er rædd. Nei við hugsum um huggu- lega og umburðarlynda þjóðkirkju- kristni Norðurlandanna. Fólk má alveg vita að hún er ekki svona nota- leg af því hún ákvað að verða það sjálf. Norðurlöndin ákváðu að feta stíg menntunar, lýðræðis, jöfnuðar og upplýsingar. Kirkjan flaut með til þess að mást ekki út á tímum fram- sýni og frjálslyndis. Ef það er fullt af góðu upplýstu fólki sem trúir neyð- ast trúarskarfarnir til að þróast með þar sem lýðræði er. Það er endalaust af góðum múslimum, kristnum, gyð- ingum og svo framvegis sem láta ást á fólki koma fyrst. Svo menn geta virt eða vanvirt trúarbrögð en einelti er ástæðulaust, þau eru öll álíka hlægi- leg. Maður getur gert grín að Jesú í sturtunni fyrir að vera umskorinn, hent í hann svampi og hellt sjampói í síðusárið á honum, togað í skeggið á Móses meðan einhver þeytir skelfisk út í hummusinn hans, teiknað gler- augu og skegg á Múhameð meðan maður laumar svínakótilettu í nest- isboxið hans. Eða þá að menn virði trúarbrögðin til jafns. En ef þú vel- ur það fyrra þá þýðir ekkert að væla þegar grínið kemur að trúarbrögð- unum þínum. DV Umræða miðvikudagur 11. júlí 2007 21 Mávager mávarnir hafa ekki notið mikilla vinsælda í borginni að undanförnu, allra síst hjá borgaryfirvöldum sem vinna nú að því að fækka þeim. Þeir eru þó fjölmargir í reykjavíkurborg. Þangað hafa þeir flogið í leit að æti. DV-MYND STEFÁNmyndin P lús eð a m ínu s Plúsinn að þessu sinni fær kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur. Kvikmyndin Mýrin hlaut fyrstu verðlaun og stóð uppi sem sigurvegari á Karovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi um helgina, en hátíðin er í hæsta gæðaflokki á alþjóðlegum mæli- kvarða. Spurningin „Ég er sjó-maður,“ segir Benedikt Erlingsson, leikari með meiru og sigurvegari grímuhátíðarinnar í ár, þar sem hann var valinn besti leikarinn, leikstjórinn og leikskáldið. Tveir nafnar hans, Benedikt lafleur og Benedikt Hjartarson, hafa reynt að synda yfir Ermarsund. Ferð þú ekki næst í sJóinn? Sandkassinn Menn tala uM að svokölluð gúrkutíð sé í hámæli innan fjöl- miðla í dag. Einhvern tím- ann í fyrndinni sagði reyndari blaðamaður við mig: „Það er ekkert sem heitir gúrkutíð, aðeins léleg blaða- mennska.“ Nóg er að gerast í samfélaginu. Á sama tíma og landsbyggðina hryllir við ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra að fara eftir tilmælum Hafró, æðir brjálaður predikari um verslanamiðstöðvar Íslands og særir illa anda kapítalismans á brott. Að auki las ég stórfrétt um daginn að Lindsay Lohan og Paris Hilton væru orðnar vinkonur aftur. Sögulegar sættir. aðrar Mikilvægar fréttir fyrir lýðræðið er sjósund Benedikt- anna. Annar er með skrýtið franskt eftirnafn og er skáld. Hann ber þó ekki nafn með rentu, enda tókst honum ekki að synda frá Englandi til Frakklands. Sjálfur læt ég mér nægja að synda hundrað metrana - en aðeins á góðum degi. Hinn Benediktinn er Hjaltason. Kannski gengur honum betur en skáldinu. Á svona dögum sakna ég NFS. Hún hefði getað sýnt sjósundið í beinni. Jafnvel slakað hákarli út í - bara svona til þess að skapa samúð með hetjunni. Það er Meira að segja nýyrði komið í umræðuna. Það eru hinar svokölluðu „SMS-hátíðir.“ Þær ganga út á það að unglingar og ungmenni senda fjölda- skeyti sín á milli um það hvar næsta partí verður. Þetta er að sjálfsögðu bagalegt fyrir lögregluna sem veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Enginn sendir þeim skeyti. Morgunblaðið er uppfullt af þessum hrikalegu hátíðum. Á forsíðu blaðsins í dag er fyrir- sögnin: „Hætta ekki að drekka.“ Sumir kunna bara ekki að hætta. sjálfuM Þykir Mér fréttir götunn- ar áhugaverðastar. Hitti góðkunn- ingja um daginn strollandi með barnavagn niður Laugaveginn. Hann sýndi mér frumburðinn og sagði mér að móðurinni heilsað- ist vel. Síðar þennan sama dag hitti ég Breta sem er búsettur hér á landi. Hann vinnur með einhverfum börnum og hefur verið hér í all- nokkur ár. Hann sagði mér að það eina sem hann kynni ekki við hér á landi væri lyktin af vatninu. Ég spurði hvað hann ætti við. Hann sagði mér að þetta væri ekkert svo flókið, það er skítafýla af vatninu, þrátt fyrir að það bragðist vel. Valur Grettisson spáir í spilin vanvirðum alla jafnt Hannes skrifar: Malbikið göturnar á næturnar Mikið óskaplega fer það fyrir brjóstið á mér að ekki sé hægt að mal- bika á næturnar á stórum umferð- aræðum. Ég skil mjög vel að íbúar í hverfum borgarinnar vilji svefnfrið fyrir malbikunarvélunum á næturn- ar. Spurningin er hins vegar af hverju ekki er hægt að gera þetta á þeim tíma þegar umferðin er í lágmarki. Ég átti leið um Lönguhlíðina og Miklubraut- ina á háannatíma. Malbikunarvélarn- ar tepptu umferðina og maður komst varla leiðar sinnar. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessu því um daginn var ég að keyra Miklu- brautina í átt að Kringlunni á þriðju- degi og klukkan var að nálgast fimm. Það var eingöngu hægt að keyra á tveimur akreinum sem hægði mjög mikið á umferðinni. Hefði ekki ver- ið hægt að malbika seint um kvöldið þarna á Miklubrautinni? Þótt verið sé að bæta samgöngur verður Gatna- málastjóri að hafa þetta í huga. LESEndUR erpur eyVindarson tónlistarmaður skrifar „Ég virði trú fólks ef hún bitnar ekki á öðr- um. Gallinn er bara að trúarbrögð bitna svo oft á öðrum. Þessi Miðausturlandatrúar- brögð eru sýnu verst, kristni, gyðingdómur og íslam.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.