Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 6
Að loknu togararalli Hafrannsókna- stofnunarinnar í vor fengust þær nið- urstöður að stofnvísitala þorsksins hefði lækkað um 17 prósent. Fyrir vikið mælti veiðiráðgjafasvið stofnunarinn- ar með því að þorskkvóti yrði lækkað- ur úr 180 þúsund tonnum í 130 þús- und tonn, um þriðjung aflaheimilda frá árinu áður. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað að fara al- gjörlega eftir ráðgjöf sérfræðinga Haf- rannsóknastofnunarinnar. Stofnmælingar Hafrannsókna- stofnunarinnar hafa verið gagnrýndar í gegnum tíðina og þær sagðar á köfl- um úr takti við aflabrögð sjómanna. Í ár var togað á 550 rallstöðvum í kring- um landið og tóku fimm skip þátt í rall- inu. Niðurstöður rallsins benda til þess að ungir árgangar þorsksins séu slakir og meðalþyngd veiðistofnsins mældist ívið lægri en áður. Útgerðarmenn búa sig undir mikla tekjuskerðingu á næstu árum og skipu- leggja breytta veiðitaktík. Margir þeirra héldu að botninum hefði áður verið náð í kvótaskerðingu. Vitum hvað við erum að gera Björn Ævarr Steinarsson, sviðstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsókna- stofnunarinnar, segir ljóst að grípa hafi þurft til aðgerða. Hann telur mikilvægt að fjölga fiskum í hverjum árgangi og ná upp aldri hrygningarstofnins. „Meginástæðan fyrir okkar ráð- gjöf nú er að inn eru að koma lélegir árgangar sem koma til með að halda uppi veiðinni á næstu árum. Fiskarnir eru fáir í árgöngunum og meðalþyngd þeirra nærri því lágmarki sem mælst hefur. Fiskurinn er að vaxa tiltölulega hægt núna þannig að hver nýliði gefur verr af sér. Þeir eru hins vegar í ágæt- is holdum en lágmark meðalþyngdar- innar hefur að sjálfsögðu einnig áhrif á ráðgjöfina,“ segir Björn. „Minna fæðu- framboð og breyttar umhverfisaðstæð- ur hafa eðlilega áhrif á meðalþyngd- ina. Meðalþyngdin getur aftur stjórnað stofnstærð um 20-30 prósent. Við það stækkar stofninn og ráðgjöfin miðast við að halda meðalþyngdinni. Í okk- ar huga er mikilvægast að auka fjölda fiska í hverjum árgangi ásamt því að ná aldri fiska í hrygningarstofninum upp á við.“ Kolröng aðferð Jón Kristjánsson fiskifræðingur er aftur á móti undrandi yfir veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Hann segir eina vitið í stöðunni að auka veið- ar á þorski. „Aflaráðgjöf Hafró ber vott um fádæma skort á fagmennsku og sjálfsgagnrýni. Við stofnmat er mest tekið tillit til togararallsins og lítið tek- ið tillit til annarra þátta, svo sem afla- bragða og reynslu sjómanna. Hafró fór í rall í mars eins og venjan er, í vitlausu veðri og niðurstaðan í takt við það,“ segir Jón. „Mikilvægt er að gera sér grein fyr- ir því að stofnmat rallsins byggist á því sem veiðist. Fiskur sem ekki veiðist, er til dæmis uppi í sjó eða annars stað- ar, hann vigtar ekkert inn í niðurstöð- una. Stofnmat rallsins er því alltaf lág- markstala. Fiskur inni í fjörðum, uppi í fjörum og mestur hluti vertíðarfisksins telst ekki með í stofnmælingunum.“ Best í heimi Aðspurður hafnar Björn alfarið gagnrýni á stofnmælingar stofnun- arinnar. Þvert á móti segir hann að- ferðirnar veita afar nákvæma mynd af stofnstærðum. „Við vitum nákvæm- lega hvað við erum að gera og höfum í gegnum tíðina náð að leggja gott mat á þá stofna sem bera uppi veiðina. Mæl- ingar okkar skila góðri vissu og það hika ég ekki við að fullyrða. Við þekkj- um vel stærðir árganganna og á þeirri þekkingu byggjum við okkar ráð- gjöf. Mælingar okkar hafa verið fram- kvæmdar með sama hætti síðustu 20 ár og það hefur einfaldlega sýnt sig að þær reynast vel,“ segir Björn. „Við trúum okkar aðferðum og treystum. Togararall er notað mjög víða í heiminum og er viðurkennd að- ferðafræði. Rallið er hins vegar hvergi í heiminum framkvæmt eins vel og hér á landi enda hefur árangur okkar á síð- ustu 20 árum verið góður,“ segir Björn. „Öll gagnrýni á togararallið er einfald- miðvikudagur 11. júlí 20076 Fréttir DV TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Útgerðarmenn búa sig undir tekjuskerðingu næstu árin í kjölfar kvótaskerðingar á þorskveiðar. Jón Kristjánsson fiskifræðingur gagnrýnir veiði- ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar harðlega. Björn Ævarr steinarsson, sviðstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsókna- stofnunarinnar, segir stofnmælingar Íslend- inga þær bestu í heiminum. Gamlar beljur bjarGa stofninum hafró Sérfræðing- ar Hafrannsókna- stofnunarinnar telja sig hafa mjög góða þekkingu á stofnstærðum á íslandsmiðum. Ef eitthvað segja þeir mæliaðferðir á stofnunum of nákvæmar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.