Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 10
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flýta
vegaframkvæmdum á ellefu stöðum
á landinu vegna skerðingar á afla-
marki á næsta fiskveiðiári. Sex og
hálfur milljarður króna verður settur
í verkefnin umfram það sem áætlað
var á árunum 2008, 2009 og 2010.
Kristján L. Möller samgönguráð-
herra segir flýtingu vegaframkvæmd-
anna fyrst og fremst til að styrkja
þau sveitarfélög sem verst verða úti
vegna skerðingar þorskkvóta. Um
leið vonast hann til að einhverjir
íbúar þessara sveitarfélaga fáist við
framkvæmdirnar sjálfar en það sé þó
alltaf spurning um hverjir fái verk-
in þegar þau verða boðin út. „Hér er
verið að flytja til og færa verkefni en
ekki að skera niður eða fresta fram-
kvæmdum. Þessar aðgerðir munu
valda byltingu fyrir þessi sveitarfé-
lög enda hefur lengi verið beðið eftir
þessum framkvæmdum,“ segir Kristj-
án. Hann segir vegaframkvæmdirnar
aðeins vera hluta mótvægisaðgerða
ríkisstjórnarinnar, sá hluti er snýr
að samgönguráðuneytinu. Flýtiféð
skiptist þannig að árið 2008 verða
settir 1.530 milljarðar króna til fram-
kvæmdanna, 2.150 milljarðar árið
2009 og 2.820 árið 2010.
Lítill plástur á sárið
„Það er mjög gott að það eigi að
klára Fróðárheiði sem er löngu tíma-
bært enda hálfsvikið loforð frá sam-
einingu sveitarfélaganna árið 1994.
Þetta er samt engin mótvægisað-
gerð heldur ofboðslega lítill plástur
á sárið,“ segir Ásbjörn Óttarsson, for-
seti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, um
hröðun vegaframkvæmdanna.
Ásbjörn segir skerðingu þorsk-
kvótans valda því að sveitarfélagið
missi tvo milljarða króna út úr hag-
kerfinu. „Við erum svo sérhæfð í
veiðum og vinnslu á þorski. Hér eru
fimm fyrirtæki í fiskvinnslu og þar af
eru fjögur þeirra í þorski. Þannig er
það auðséð að sjómönnum fækk-
ar og tekjur útgerða dragast saman,“
segir Ásbjörn. Hann er þess fullviss
að ef ekki fáist störf til sveitarfélags-
ins muni fólk flytjast á brott. „Eitt-
hvert útboð árið 2009 hjálpar ekki
sjómönnum og fiskvinnslufólki í
dag.“
Ásbjörn segist eiga erfitt með
að átta sig á hversu mörg störf fyrir
heimamenn skapist beint við vega-
framkvæmdirnar enda líklegt að
stórfyrirtæki að sunnan taki verkefn-
ið að sér. Þar fyrir utan sé um mjög
sérhæfð störf að ræða og ekki all-
ir sem hafi réttindi til þess að keyra
stóra vörubíla eða stórar vinnuvélar.
Ásbjörn vill sjá fleiri störf í Snæ-
fellsbæ og nefnir hann flutning Haf-
rannsóknastofnunarinnar á Snæ-
fellsnes þar fyrst.
Ætla að leggja einni trillu
Útgerð Kristins Jóns Friðþjófs-
sonar hefur ákveðið að einni trillu
fyrirtækisins verði lagt vegna skerð-
ingar þorskkvótans. Nú eru einn
bátur og þrjár trillur gerðar út á
vegum fyrirtækisins. „Þetta er mik-
ið áfall fyrir okkur. Við erum með
1.200 tonn á ársgrundvelli og það
mun minnka niður í átta til níu
hundruð tonn sem gerir fyrirtækið
næstum órekstrarfært. Við þurfum
ekki svona marga báta fyrir svona
lítinn afla,“ segir Kristinn Jón. Að-
spurður segist hann hreint ekki vita
hvernig bregðast eigi við þessum
samdrætti. Hann segir þó fyrirtæk-
ið ætla að halda áfram og sjá hvað
setur.
„Það er ljóst að fjórir þeirra sem
sækja sjóinn missa vinnuna. Eins
gætu einhverjir þeirra sem vinna
við landvinnsluna misst vinnuna
en við vonum að til þess þurfi ekki
að koma.“ Kristinn segir enn eiga
eftir að koma í ljós hvernig verði
með leigukvóta en segir hætt við að
hann verði mjög dýr og því alls óvíst
að gerlegt verði að leigja kvóta.
Kristinn Jón segir hröðun vega-
framkvæmda ekki koma til með að
hjálpa hans fyrirtæki í erfiðleikun-
um sem fram undan eru. „Vegirnir
eru ekki til trafala eins og þeir eru
Gott til langs tíma litið
„Ég fagna þessu því þetta eru
allt framkvæmdir sem munu koma
sér vel. Þetta eru langtímamarkmið
sem munu styrkja grunnnetið,“ seg-
ir Grímur Atlason, bæjarstjóri Bol-
ungarvíkur. Hann segir þetta skref í
rétta átt en ljóst sé að meira þurfi að
koma til.
„Ég lít ekki á þetta sem störf fyr-
ir heimamenn heldur mun betra
grunnnet sem skilar betri lífsgæð-
um,“ segir Grímur. Eins býst hann
við að þeim framkvæmdum sem ná-
lægt eru byggðakjörnum muni fylgja
aukin velta í þjónustugeiranum.
Sjálfur hefði Grímur viljað sjá farið
fyrir í jarðgangagerð á Hrafnseyri en
veita á einum milljarði í verkið árin
2009 og 2010 þannig að jarðgöngin
verði tilbúin árið 2012 í stað 2014.
„Það þurfa líka að koma til að-
gerðir til skemmri tíma svo fólk fái
vinnu.“ Grímur vill að farið verði í
verkefni sem sveitarfélögin hafi sjálf
ekki komist í eins og húslagfæring-
ar, gatnagerð og hafnargerð, þannig
væri hægt að skapa bæði kvenna-
og karlastörf hratt. „Við eigum það
inni hjá ríkinu sem hefur haldið eft-
ir fjármagnstekjuskatti.“ Ein hug-
mynd Gríms er að strax verði ráð-
ist í byggingu öldrunardeildar og
á meðan sú vinna sé í gangi telur
hann ráð að senda konur og menn
í endurmenntun svo þau geti sinnt
aðhlynningu þegar deildin opnar.
Meðfram þessu segir Grímur nauð-
synlegt að hlúa að nýsköpun frum-
kvöðla og fjárfesta og þar með að
sjálfbærri þróun í stað ölmusu.
miðvikudagur 11. júlí 200710 Fréttir DV
Hjördís rut siGurjónsdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
LítiLL pLástur á sárið
fyrir snæfeLLsbæinga
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flýta vegaframkvæmdum til að mæta skertum þorskkvóta. Útgerðarfyrir-
tæki á Rifi hefur ákveðið að leggja einni trillu sinni vegna skerðingarinnar. Forseti bæjarstjórnar segir
hröðun framkvæmdanna gera lítið fyrir Snæfellsnes. Bæjarstjóra Bolungarvíkur finnst framtakið gott til
styrktar grunnnetinu en segir fleira þurfa að koma til.
„Þetta er mikið áfall fyrir okkur. Við erum
með 1.200 tonn á ársgrundvelli og það mun
minnka niður í átta til níu hundruð tonn sem
gerir fyrirtækið næstum órekstrarfært.“
Strandavegur
djúpvegur-drangSneSvegur
veStfjarðavegur
í þorSkafirði
jarðgöng
arnarfjörður-dýrafjörður
veStfjarðavegur
kjálkafjörður-vatnSfjörður
fróðárheiði
SuðurStrandarvegur
norðauSturvegur
raufarhafnarleið
dettifoSSvegur
dettifoSS-norðauSturvegur
norðauSturvegur
fremrihálS-Sævarland
norðfjarðargöng
axarvegur
hugSanleg flýting framkvæmda
Fiskvinnsla Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjar-
stjórnar Snæfellsbæjar, segir skerðingu aflamarks
koma illa niður á bænum þar sem margir hafi
sérhæft sig í vinnslu og veiðum á þorski.
Á vegum úti ráðist verður í vegalagn-
ingu og jarðgangagerð í ár og næstu tvö
ár til að draga úr neikvæðum efnahags-
áhrifum vegna niðurskurðar á þorskkvóta.