Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 19
DV Heimili
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson er 53 ára
prófessor í stjórnmála-
fræði við Háskóla
Íslands
Hver er þinn uppáhaldsstóll?
„Ég held að minn eftirlætisstóll sé vinnustóllinn á
skrifstofu minni þar sem ég sit í þessum töluðu orð-
um. Ég uni mér reglulega vel í ró og næði hér á skrif-
stofu minni í Háskólanum.“
Hvað hefur þessi stóll fram yfir aðra?
„Hann er nú til dæmis breytanlegur, það má breyta
stærðinni og stilla hann á ýmsa vegu eins og á mörg-
um vinnustólum. Reyndar er hann orðinn nokk-
uð slitinn, ég hugsa að ég verði að skipta honum út
fljótlega. Ég hef notað hann mjög mikið undanfarin
ár og hann er reglulega þægilegur.“
Til hvers notar þú hann helst?
„Ég nota hann til allrar almennrar vinnu. Ég bæði
les í stólnum og skrifa á tölvu.“
Mega aðrir setjast í stólinn?
„Jájá, það er alveg sjálfsagt. Ég hef ekkert á móti því
að skrifstofan sé notuð þegar ég er erlendis. Ég hef
oft fengið aðstoðarmenn mína til að vinna á skrif-
stofunni þegar ég er í fríi. Þessi stóll hefur aðallega
praktískt gildi fyrir mig.“
Hvernig og hvenær eignaðist þú hann?
„Ég eignaðist hann aldrei. Hann var látinn mér í té
eins og annað á þessari skrifstofu og er því ekki í
minni eigu.“
Muntu sjá eftir honum?
„Nei, í rauninni ekki. Ég er ósköp praktískur og
mynda engin tilfinningatengsl við stóla. Það kemur
ábyggilega annar jafn góður eða betri í staðinn.“
Logi Ólafsson er 52 ára
knattspyrnuþjálfari
Hver er þinn uppáhaldsstóll?„Minn uppáhaldsstóll er tveggja sæta og kallast því líklega sófi. Það er fölgrænn amerískur sófi í stofunni minni sem ég nota mikið. Mjúkur og fínn.“
Hvað hefur þessi stóll fram yfir aðra?„Hann hefur það fram yfir aðra stóla að hann er þægi-legur, bæði til að sitja í og liggja. Hann er þeim eigin-leikum gæddur að hann skilar manni endurnærðum upp úr honum aftur.“
Til hvers notar þú hann helst?„Ég nota hann til sjónvarpsáhorfs, afslöppunar og lesturs góðra bóka.“
Mega aðrir setjast í stólinn?
„Það hafa aðilar fengið afnot af honum, en bara í stutt-an tíma í einu. Menn geta við ákveðin tilefni fengið að tylla sér í sófann, en ekki til langdvalar.“
Hvernig og hvenær eignaðist þú hann?„Ég keypti hann í húsgagnaverslun árið 1998 eða 99.“
Muntu sjá eftir honum?
„Ég mun sjá mikið eftir honum. Þótt sófinn skori ekki hátt í fagurfræðinni, þá mun reynast virkilega erfitt að finna eitthvað sem er ámóta. Sófinn hefur einstaklega róandi yfirbragð.“
EINFALT OG LÁTLAUST FORM
stólum, sem margir telja frægustu
stóla heims.
„Það er auðvitað stranglega
bannað að kópíera Eggið og Svan-
inn en því miður eru alltaf til menn
sem láta sig hafa það að líkja eft-
ir verkum annarra. Nærtækasta
dæmið um það er ítalskur barstóll,
Bombo. Fimm verslanir seldu kópí-
ur af honum fyrir tveimur árum. Ég
fékk framleiðslufyrirtækið til að fá
sér lögfræðing sem sendi bréf til
þeirra sem versluðu með stólana.
Þeir brugðust vel við og hættu að
selja stólana, allir nema einn sem
fékk dóm. Fólki finnst eðlilegt að
verja höfundarrétt rithöfunda og
tónlistarmanna en hönnun hefur
ekki fengið sama skilning. Annars
er viðhorfið að breytast og það er af
hinu góða; það verður engin þróun
í hönnun ef ekkert er að gert. Skiln-
ingur á þessu er að aukast með
tilkomu Listaháskólans og und-
irbúningsdeilda í Iðnskólunum í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Ekki bara fyrir augað
Eyjólfur neitar því að stólarnir
séu bara fyrir augað og fullyrðir að
þeir séu mjög þægilegir. Enda séu
þeir vinsælir bæði hjá ungum og
öldnum.
„Aldur skiptir ekki máli þeg-
ar kemur að vinsældum þessara
tveggja stóla. Þessir stólar ganga í
erfðir og margir finna gamla stóla
og láta klæða þá upp á nýtt. Eggið
og Svanurinn eru í rauninni góð
fjárfesting því gamlir leðurklæddir
stólar af þeirri tegund, og reyndar
fleiri stólar Arnes Jakobsen, seljast
jafnvel á meira en nývirði og það
er ekki óalgengt að finna þá á upp-
boðum í Kaupmannahöfn,“ segir
Eyjólfur að lokum.
Eggið Arne Jakobsen hannaði þessa
stóla árið 1958 til notkunar á hóteli í
Kaupmannahöfn.
Ármúla 23 • Reykjavík
Sími: 510 0000
Mi›ási 7 • Egilsstö›um
Sími: 470 0000
Brekkustíg 39 • Njar›vík
Sími: 420 0000
Grundargötu 61 • Grundarfir›i
Sími: 430 0000
- hrein fagmennska!
HREINIR OG
FÍNIR BÍLAR
Xtreme BÍLASÁPA
Framúrskarandi sápa fyrir
bílinn.
GLERÚÐI
Frábær glerú›i sem má
einnig nota á mælabor›.
Tilbo›i› gildir til 15. ágúst e›a
á me›an birg›ir endast.
20% afsláttur
af toppgræjum í bílaþ
vottinn
FELGUBURSTI
Sérstaklega hentugur til a› fjarlægja
erfi›u óhreinindin af álfelgunum.
MÆLABORÐSBURSTI
Mjúkur bursti til a› fjarlægja ryk og óhreinindi
af mælabor›um, tökkum, skífum og mi›stö›var-
opum. fiennan fjölhæfa bursta má einnig nota
á skrifstofunni e›a á heimilinu til fless a›
hreinsa lyklabor› og a›ra fleti sem erfitt er
a› fjarlægja ryk af.
BÍLAÞVARA
Til a› skafa bleytuna af bílnum
eftir flvott. Mjúkt gúmmíi› fer vel
me› málningu og glugga. fivöruna
má festa á Vikan skaft sem er
fáanlegt í ‡msum stær›um.
BÍLAKÚSTUR
Vikan bílakústur. Sveig› lögun
tryggir stö›uga snertingu vi› hvern
flöt á bílnum. Kústurinn er me› gúmmíbrún
og öflugu og endurbættu vatnsflæ›i.
Kústinn má festa á Vikan skaft sem er
fáanlegt í ‡msum stær›um.
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
28
42
6