Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 17
DV Sport miðvikudagur 11. júlí 2007 17 FH komst örugglega áfram í átta liða úrslit VISA-bikars karla í gærkvöldi. Haukar sigruðu Fram óvænt og Fjölnir sló út Fjarðabyggð eystra. Haukar áfram í átta liða úrslit Í gærkvöldi fóru fram þrír leikir í 16 liða úrslitum VISA bikars karla í knattspyrnu auk þeirra leikja sem fjallað er ítarlega um á síðum DV- sport í dag. Það tók Íslandsmeistara FH voru dálitla stund að hrista Eyjamenn af sér en það tók FH 52 mínútur að skora fyrsta mark liðsins. Það var Matthías Vilhjálmsson, framherjinn knái, sem það gerði. Bjarki Gunn- laugsson, liðsfélagi Matthíasar, bætti svo við öðru marki FH sjö mínútum síðar. Þriðja mark FH kom svo und- ir lok leiksins en það var Tryggvi Guðmundsson sem það gerði á 80. mínútu. Þannig endaði leikurinn og Íslandsmeistarar FH því enn í barátt- unni í bikarnum. Í Hafnarfirðuinum mættust svo Haukar og Fram. Ásgeir Ingólfsson kom Haukum yfir á 7. mínútu en Igor Pesic jafnaði metin fyrir Fram rétt fyrir lok hálfleiksins. Í framleng- ingu skoruðu liðin sitt hvort markið. Alexander Steen skoraði fyrir fram á 109 mínútu en Goran Lukic jafnaði þremur mínútum síðar. Vítaspyrnu- keppni þurfti því til að knýja fram úr- slit í leiknum. Hana sigruðu Haukar 6-5 og eru mjög óvænt komnir í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Á Eskifirði mættust topplið fyrstu deildarinnar Fjarðabyggð og Fjölnir. Bæði lið heyja harða baráttu um sæti í Landsbankadeildinni næsta sumar. Þau voru mörk mörkin sem litu dags- ins ljós fyrir austan eða sjö talsins. Leikurinn fór 4-3 fyrir Fjölni en gest- irnir komust yfir þegar 30 sekúnd- ur voru liðnar af leiknum og héldu forystunni út leikinn. Mörk Fjölnis skoruðu Ólafur Snorrason, Tómas Leifsson og Pétur Markan sem gerði tvö mörk en fyrir Fjarðabyggð voru það Jóhann Jóhannesson, Jón Gunn- ar Eysteinsson og Jóhann Benedikts- son sem skoruðu mörkin. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður að koma liðinu í átta liða úrslit bikarsins. „Þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati. Mér finnst við hafa tök á þessu mest allan tímann. Það er draumur að komast áfram í átta liða úrslit. Mark- miðið var að gera betur í bikarnum en Fjölnir hefur gert áður og það hefur tekist, við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Ásmundur sigurreif- ur í leikslok. 16 ára gamall markvörður ÍA, Trausti Sigurbjörnsson, sá til þess að Skaga- menn eru komnir áfram í VISA-bikar karla. ÍA vann Víking 2-1 á Akranesi í gær þar sem Trausti fór á kostum. Vík- ingar léku lengst um betur úti á vell- inum en það voru Skagamenn sem hrósuðu sigri. Víkingar byrjuðu leik- inn í gær öllu betur og héldu boltan- um vel innan liðsins á meðan Skaga- menn léku stífan varnarleik og biðu átekta. Fyrsta færið leit dagsins ljós á fjórðu mínútu þegar Viðar Guðjóns- son var einn á auðum sjó inná mark- teig Skagamanna en skot hans fór framhjá markinu. ÍA fékk sitt fyrsta færi á 21. mínútu. Þórður Guðjónsson átti þá góða sendingu inn á vítateig Víkinga þar sem Jón Vilhelm Ákason var mættur til að skalla að marki en boltinn fór yfir mark Víkinga. Minnstu munaði að Víkingar næðu forystu átta mínútum síðar. Viðar Guðjónsson átti skalla að marki sem hinn 16 ára gamli Trausti Sigurbjörnsson varði vel í markinu hjá ÍA. Skagamenn náðu frá- kastinu, reyndu að hreinsa frá marki en boltinn fór í leikmann Víkings og yfir mark Skagamanna. Þar skall hurð nærri hælum og heimamenn gátu andað léttar. Það færðist aldeilis fjör í leikinn á lokamínútum fyrri hálfleiks. Á 44. mínútu gerði Hermann Albertsson sig sekan um herfileg mistök í vörn Víkinga þegar hann ætlaði að senda boltann aftur á Milos Glogovac, sam- herja sinn í Víkingsliðinu. Sendingin fór hins vegar beint fyrir fætur Þórðar Guðjónssonar sem slapp einn innfyr- ir vörn gestanna en skot hans fór rétt framhjá. Mínútu síðar slapp Arnar Jón Sig- urgeirsson, leikmaður Víkings, innfyr- ir vörn Skagamanna, lék á einn varn- armann ÍA, skaut að marki þar sem Trausti var vandanum vaxinn og varði mjög vel. Víkingar komust svo yfir rétt áður en Eyjólfur Kristinsson dómari flautaði til loka fyrri hálfleiks. Þor- valdur Sveinn Sveinsson, leikmaður Víkings, átti sendingu inn á vítateig heimamanna þar sem Sinisa Kek- ic skallaði fyrir markið. Þar var Viðar Guðjónsson mættur, skallaði að marki og Trausti varði boltann út í teiginn. Arnar Jón var fyrstur til að átta sig og skoraði. Verðskulduð forysta gestanna í hálfleik. Þeir sóttu meira í fyrri hálf- leik, héldu boltanum vel innan liðsins og eina alvöru færi ÍA kom eftir mis- heppnaða sendingu frá varnarmanni Víkings. Tók Andra þrjár mínútur að jafna Skagamenn gerðu skiptingu í hálf- leik. Bjarni Guðjónsson fór af velli vegna tognunar aftan í læri og Andri Júlíusson kom inná í hans stað. Andri var ekki lengi að minna á sig. Á 48. mínútu komst Þórður Guðjónsson upp að endalínu, sendi boltann fyrir markið þar sem Andri var réttur mað- ur á réttum stað og skoraði með góðu skoti á nærstöngina. 1-1 og leikurinn galopinn. Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi næstu mínúturnar og leikurinn einkenndist af mikilli bar- áttu. Frá því að Andri jafnaði metin og fram á 75. mínútur var leikurinn lítið fyrir augað. Á 75. mínútu fékk Egill Atlason hins vegar ágætt færi þegar hann komst inn á vítateig Skagamanna og skaut framhjá. Tveimur mínútum síðar fékk Andri Júlíusson gott færi þegar hann lagði boltann fyrir sig með hendinni. Dómari leiksins sá hins vegar ekki ástæðu til að dæma og Bjarni Þórð- ur Halldórsson, markvörður Víkinga varði skot Andra. Egill Atlason var aftur á ferðinni skömmu síðar. Arnar Jón átti þá góða sendingu fyrir mark Skagamanna, á kollinn á Agli sem skallaði rétt framhjá markinu. Egill Atlason fékk gullið tækifæri til að skora á 89. mínútu. Milos Glog- ovac átti þá glæsilega sendingu inn- fyrir vörn heimamanna, Egill stakk í sér í gegn, komst einn á móti Trausta markverði sem varði vel. Enn ein mar- kvarslan hjá Trausta og Skagamenn gátu þakkað honum fyrir að halda jöfnu þegar dómarinn flautaði til loka venjulegs leiktíma. Þáttur Jóns Vilhelms Skemmst er frá því að segja að ekk- ert markvert gerðist í fyrri hluta fram- lenginarinnar og hvorugt liðið var ná- lægt því að skora. Jón Vilhelm Ákason, sem lítið sem ekkert hafði sést fyrstu 105 mínútur leiksins, vaknaði aldeil- is til lífsins í síðari hluta hálfleiks- ins.Hann skoraði sigurmark Skaga- manna í leiknum á 114. mínútu. Hann fékk boltann við vítateigshornið, lék á hvern Víkinginn af fætur öðrum og skoraði laglega framhjá Bjarna Þórði í markinu. Glæsilegt mark hjá Jóni Vil- helmi sem verðskuldaði að vera sigur- mark í leiknum. Víkingar lögðu allt í sölurnar á síðustu mínútunum en allt kom fyrir ekki. Skagamenn náðu að halda 2-1 forystu sinni út leiktímann og þeir eru komnir í 8 liða úrslit VISA- bikarsins. Trausti Sigurbjörnsson, 16 ára gamall markvörður ÍA, var maður leiksins. Hann varði oft á tíðum stór- kostlega og bjargaði Skagamönnum hvað eftir annað í leiknum. Þórður Guðjónsson, leikmaður ÍA, var þreyttur og ánægður eftir leik- inn. „Þetta var mjög erfiður leikur. Við byrjuðum ekkert leikinn fyrr en í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var alveg skelfilegur hjá okkur. Svo komumst við aðeins betur inn í leikinn og áttum ágætisleik eftir það. Mér fannst þetta týpískur bikarleikur, færi á báða bóga en stessið mikið í liðum,“ sagði Þórður sem var viðurkenndi að hann hafi ver- ið ansi þreyttur í framlengingunni. „Þetta er það lengsta sem ég hef spilað í langan tíma. Völlurinn var harður og erfiður. En þetta er bara svona, maður bítur sig í gegn- um þetta,“ sagði Þórður og var mjög ánægður með að vera kominn í 8 liða úrslit VISA-bikarsins. „Bikarkeppnin er það sem gefur líf- inu auka lit, í raun og veru. Bikarinn er mjög skemmtileg keppni að taka þátt í. Nú eru þrír leikir í það að geta orðið bikarmeistarar og það er eitthvað sem getur orðið hápunktur sumarsins. FH- ingar eru hvort sem er orðnir bikar- meistarar,“ sagði Þórður að lokum. Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fyrir- liði Víkinga, sagði að úrslitin hafi verið sanngjörn. „Við fengum okkar sénsa og þeir fengu sína. Egill Atla komst tvisvar í gegn og við hefðum kannski átt að klára þetta þá. Við vorum bara þreyttir í lokinn og þeir kláruðu þetta. Hann (Jón Vilhelm) sólaði sig í gegn og menn voru alltof þreyttir. Maður hefur aldrei fengið á sig svona mark,“ sagði Grétar sem var sáttur við spila- mennsku síns liðs. „Ég er ánægður með þetta frá síð- ustu leikjum hjá okkur. Við vorum að gera margt miklu betur, sérstaklega varnarlega. Svo misstu menn bara einbeitinguna í lokinn. Það má ekki gerast í bikarleikjum, þetta er bara úr- slitaleikur,“ sagði Grétar. ÍA verður í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Vík- ingi í framlengdum leik. Leikir kvöLdsins: Fjarðabyggð - Fjölnir 3-4 íBv - FH 0-3 Haukar - Fram 6-5 eftir vítakeppni. kr - valur 1-4 eftir vítakeppni. ía - víkingur r. 2-1 eftir framl. Kom á óvart 2. deildar lið Hauka er komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar. TRAUSTI BJARGAÐI SKAGA- MÖNNUM dAgur sVeinn dAgbJArTsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is Marki fagnað Skagamenn höfðu ástæðu til að gleðjast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.