Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Qupperneq 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Qupperneq 13
AF HAGLEIK LÆKNISHANDA -11 Tómas Hallgrímsson, lœknaskólakennari Hans Schierbeck, landlœknir að leita sér lækninga út úr landinu, en flestum var það ofvaxið og margir drógu það svo lengi að í ótíma var komið, þegar þeir loksins tóku það ráð. Ekki var bati tryggður þótt til útlanda væri leitað. I bók Finns Sigmundssonar, fyrrverandi landsbóka- varðar, um skrifarann á Stapa, er lýsing á því, er Bjarni amtmaður Þorsteinsson fór til Kaupmanna- hafnar haustið 1847 til þess að fá bót við sjóndepru, sem stöðugt ágerðist og varð alblindur skömmu eftir að hann kom út. [55]. I bréfi sem Finnur sonur amtmannsins ritar Páli skrifara á Stapa stendur: „ Withausen lœknir hefur verið nokkrum sinnum hjá honum (þ.e. Bjarna) og hefur barasta brúkað einhver meðul, sem hafa þá verkun, að hann gelur betur se'ð hið innra ástand augnanna. Hann hefur ekki úlþrykkilega viljað segja neitt um það, hann hefur barasla sagt, aðþað vceri ekki sú „graa Stœr“heldurhefurhann látið íIjós, á huldu þó, að hann muni vera með organiska veiklun í augunum “ [55]. Eftir þessari lýsingu að dæma er sennilegt að Bjarni hafi haft glákublindu og sat hann í myrkri rúmlega 29 ár. A þeim tíma var um enga lækningu að ræða við hægfara gláku. Fyrstu gleraugun Ekki er höfundi kunnugt um hvenær innflutning- ur á gleraugum hefst, en það hefur verið tiltölulega snemma. Skúli Magnússon landfógeti segir í Lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu í töflu um „innfluttar, seldar og notaðar erlendar vörur á hinum 5 höfnum í Gullbringusýslu frá ársbyrjun 1777 til ársloka 1781“ hafi verið flutt inn 64 pör gleraugna í leðurhulstri á 19 skildinga og 78 pör gleraugna í tréhulstri á 7 skildinga, sem svarar til um 30 á ári [56]. I „Samlinger til Handels Magazin for Island“ segir að árið 1786 hafi verið flutt inn til allra 25 hafna landsins 24 pör af gleraugum í leðurhulstri á 14 skildinga og 28 pör í tréhulstri á 5 skildinga og árið 1787 27 pör af gleraugum í leðurhulstri og 30 í tréhulstri [58]. Talið er að fyrstu gleraugun hafi verið smíðuð í Feneyjum á árunum 1270-1280, en þar varmiðstöð gleriðjunnar á þessum tíma. A fjórtándu öld voru gleraugu enn mjögsjaldgæfogdýrog í fárraeigu, en við tilkomu prentlistarinnar á 15. öld jókst notkun þeirra þó ekki yrðu þau útbreidd meðal almennings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.