Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Síða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Síða 32
30 - AF HAGLEIK LÆKNISHANDA byrjar á slíkum deyfingum [34]. Tekur Björn fram að þessi deyfing hafi reynzt vel. Algengast var þó, að aðgerðir sem þessar væru gerðar í kloroform- svæfingu [14.01.99]. Við innhverfingu augnaloks notaði hann Gaillard’s saum eins og tíðkaðist í þá daga [13.07.97]. Athyglisverð er 15. saga, sem segir frá sjúklingi með ýmsa meðfædda ágalla, svo sem æxli á mótum glæru og hvítu, skarð í augnaloki, vanskapnað á eyrum og nefi. Gerir Björn við augnalokið og nemur æxlin burt. Er hér mjög nákvæm lýsing á Goldenhar’s einkennaflokki (oculoauricular dys- plasia), sem fyrst var lýst árið 1952 [35]. Er þetta mjög sjaldgæfur sjúkdómur, og má merkilegt teljast að þessum kvilla er lýst hér á Islandi hálfri öld áður en honum er gefið nafn. Björn segir frá viðgerðum á augnalokssigi og aðgerð við augnglufuþrengslum [25.03.06, 23. 10.95]. Væng - (pterygium) - aðgerð gerir hann á svipaðan hátt og gert er í dag, en þessum kvilla lýsir hann sjaldan í dagbókum sínum [04.08.99]. Skapnaðaraðgerðir Björns á augnalokum, sem lýst er í sjúkrasögum hans, voru á þeim tíma tiltölulega nýjar al' nálinni. Eru þær kenndar við lækna þá er fyrst innleiddu þær, svo sem Frick, Dieffenbach, Jascke, Arlt, Hotz, Wharton Jones, Watson, Gayet, Flarer, von Graefe og Krause, eins og kemur fram í sjúkrasögunum. Hinn síðastnefndi, Fedor Krause, var þýskur skurðlæknir í Berlín fæddur 1857. Var hann brautryðjandi á sviði húðfiutninga og við hann er kenndur húðlappi til flutnings, sem er fitulaus og nær í gegnum öll löghúðarinnar (sjásögur 13 og 14). John R. Wolfe (1824-1904), skozkur augnlæknir varð fyrstur til að flytja húð í fullri þykkt við augnaloksaðgerðir. Gerði hann fyrsta húðflutning sinn við úthverfing augnaloks árið 1875. Er það í fyrsta skipti, sem tekst að græða skinnbót, sem flutt er á annan stað á líkamann [34]. I 15. töflu eru skráðar aðgerðir á augnklinik Edmund Jensens í Kaupmannahöfn árið 1902 og 1903. Er fjölbreytni aðgerða svipuð og hjá Birni Ólafssyni, að því undanskildu að á þessari klinik í Höfn voru ekki gerðar lýtaaðgerðir á augnalokum. Brautryðjandi glákulækninga Vafalítið er, að Björn Ólafsson greinir hægfara gláku (glaucoma simplex) fyrstur lækna hérá landi. Mun hann fljótt hafa séð, hvílíkur skaðvaldur þessi sjúkdómur er og langtíðasti blinduvaldurinn. Greining hægfara gláku á tímum Björns var torveld og lítt mögulegt að þekkja sjúkdóminn fyrr en á lokastigum hans. Augnþrýstingsmæli fékk hann ekki fyrr en missiri áður en hann féll frá, er gerði kleift að greina sjúkdóminn áður en augljós einkenni koma í ljós. Aðalgreiningartækið til þess tíma var augnspegillinn, en með honum sást hvort glákuskemmd var komin í sjóntaugina. Sjón- víddarpróf voru ekki nákvæm. Þrýstingur augans var prófaður með því að þrýsta með fingurgómunum á auga. Er vart hægt með þessari aðferð að meta hvort þrýstingur er hækkaður, nema hann sé mjög hár, eða að verulegur þrýstingsmunur sé á augum. Aldamótalæknar þurftu í ríkari mæli en læknar nú á dögum að beita athyglisgáfu sinni og gegnir furðu hversu langt þeir náðu í sjúkdómsgreiningum með frumstæðum tækjakosti. Þegar Björn hefur störf er þekking á gláku skammt á veg komin. Er hann samtímamaður margra þeirra lækna er drýgstan skerf lögðu til frumrannsókna á þessum torræða sjúkdómaflokki. Skipting Björns á gláku er ekki ósvipuð og er enn í dag. Hann greinir bráðagláku (glaucoma acutum) og hægfara gláku, er hann nefnir ýmist glaucoma simplex, chronicum eða congestivum chronicum og glákublindu (glaucoma absolutum) og einnig fylgigláku (glaucoma secundarium). Af 439 glákusjúklingum Björns eru aðeins þrír skráðir með bráðagláku. Fyrsti bráðaglákusjúklingur hans er 70 ára kona í Reykjavík, er leitar til hans 1. október 1894. Er sjúkdómslýsingin greinargóð og lítill vafi að rétt sé greint. Sjúkdómurinn byrjar með verk og roða í auga. Ljósopið er þanið, framhólfið grunnt og bjúgur í glæruvef, augnþrýstingurermjöghárog augnbotn sést óglöggt vegna bjúgs í glæru. Björn ráðleggur lituhögg, sem enn í dag er eina lækningin við bráðagláku, en kastið líður hjá með eseringjöf án aðgerðar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Að tveimur vikum liðnum fær hún glákukast á ný með sömu einkennum og áður og er nú gert lituhögg þann 16. okt. 1894 með góðum árangri, en drer myndaðist siðar og var það fjarlægt. Þann 13. apríl 1897 segir frá öðrum sjúklingi með bráðagláku og er gert lituhögg. Sjá 16. sögu. Þriðji sjúklingurinn fær eserinmeðferð (13. febrúar 1907). Allir bráðaglákusjúklingarnir eru konur og búa í Reykjavík. Þar sem augnlæknir er á næstu grösum leita þær lljótt til hans eftir að augnverkur og sjóndepra byrjar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.