Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 37
AF HAGLEIK LÆKNISHANDA - 35 '
augnsjúkdóm þann er á lcrknamáli er nefndur glaucoma,
sem er mjög algengur hér á landi og alltaf orsakar blindu.
Tók hann þegar með brennandi áhuga að fást við þessa
aðgerð og hefur nú seinasta árið lcehnað augu margra með
upþskurði, sem áður voru taldir ólœknandi
í minningargrein í Óðni stendur ennfremur:
„Síðasta árið, sem Bjöm lifði, hafði hann tekið upp nýja
aðferð, sem upp var fundin af norskum lœkni, við einn af
hinum hœttulegustu og erjiðustu augnsjúkdómum,
’starblindunnar (glaucoma) og gafst sú aðferð vel“[ 12].
Björn greinir frá nokkrum augnslysum, er hann
haíði til meðferðar á Landakoti fyrstu árin.
Þann 16. júlí 1903 segir frá unglingi, sem fékk
járnflís í auga, er hann var aðjárna hest. Haíði flísin
farið inn í augað og augasteininn orðið ógagnsær.
Eina ráðið til að bjarga auganu á þeim tíma var að
fjarlæga augasteininn í þeirri von að flísin leyndist
þar. I þetta skipti reyndist það ekki vera og var
augað því tekið.
Hvellhettusprengingar voru tíðustu alvarlegu
augnslysin um aldamótin. 20. saga greinir frá einu
þeirra. Sprengjubrot fór inn í lituna og festist þar.
Björn bjargaði auganu með því að nema burtu hluta
úr litunni með brotinu í.
Allt frá því að Landakotsspítalinn tók til starfa
hefur þar óslitið verið miðstöð augnskurðlækninga
hér á landi.
I 14. töflu er greint frá þeim læknum er störfuðu
samtímis Birni á Landakoti, en þeir voru fyrstu árin
Guðmundur Björnson og Guðmundur Magnússon.
Arið 1905 bætast þeir Sigurður Magnússon og
Sæmundur Bjarnhéðinsson í hópinn. Matthías
Einarsson byrjar 1906 og Guðmundur Hannesson
árið 1907. Voru flestir þessir læknar kennarar við
læknaskólann með Birni, sem kenndi augnsjúk-
dómafræði frá því hann fluttist til Reykjavíkur. Er
Björn fyrsti kennarinn í þessum fræðum hér á landi.
Fkki er vitað hvemig kennslunni var háttað, en í
reglugerð handa læknaskólanum í Reykjavík frá
1899 segir að lærisveinar skuli sækja augnklinik í
a.m.k. tvö skólamissiri [39]. Auk þess voru haldnir
fyrirlestrar fyrir nemendur.
I fimm ár, 1905-1909, leggur Björn einnig
sjúklinga sína inn á Franskaspítalann. Spítaladag-
bókin sýnir, að hann hefur lagt þar inn 12 sjúklinga
þessi ár:
Einn með skjálg, 5 með drer og 6 með gláku. Gerir
hann aðgerð á þeim öllum. Síðasta árið gerir hann
þar fjögur litustög [40].
Þrátt fyrir spítalaaðstöðu eftir að St. Jósefs-
spítalinn tekur til starfa, gerir Björn enn æði margar
af aðgerðum sínum heima hjásjúklingum. Björn var
vanur að gera aðgerðir við frumstæðar aðstæður og
heldur því áfram þótt sjúkrahús sé risið upp. Ein
aðalástæðan fyrir því er sennilega sú, að efnahagur
fólks leyfði því ekki að leggjast inn á spítala, enda er
áberandi hvað sjúklingar eru íljótt útskrifaðir,
jafnvel eftir meiri háttar aðgerðir. Einnig mun ótti
við sjúkrahús hafa ráðið þar nokkru um.
Lokaorð
Hafa nú verið raktir helztu þættir í starfi Björns
Ólafssonar. Vegna þess hve sjúkraskrár hans eru vel
unnar, er nú vitað hvaða augnsjúkdómar herjuðu
landslýðinn fyrir og eftir aldamótin síðustu, því að
hann var eini lærði augnlæknirinn hérlendis á þessu
tímabili, ef frá er skilinn Guðmundur Hannesson,
sem ásamt héraðs-og sjúkrahússtörfum stundaði
nokkuð augnlækningar, meðan hann var héraðs-
læknir á Akureyri.
Björn mun hafa verið hlédrægurmaðuroglét lítið
til sín taka á opinberum vettvangi. Ritsmíðar hans
eru litlar að vöxtum.
I tímaritinu Eir, sem var ársfjórðungsrit handa
alþýðu um heilbrigðismál, skrifar hann árið 1900
grein um augnveiki, kirtlaveiki og augnbólgu
nýfæddra barna. Mun þetta hafa verið upphaf
greinaflokks um augnsjúkdóma, en því miður gaf
blaðið upp öndina um þær mundir og greinar
Björns urðu ekki fleiri. Segir í greininni að megnið af
augnveiki barna eigi rót sína að rekja til kirtlaveiki.
Telur hann berklabakteríuna vera orsök hennar:
„Lungnalœring og kirllaveiki eru náskyldir sjúkdómar,
þar sem sama bakteríutegund er orsök beggja. Ekki er þó
alll, sem alment er kallað kirtlaveiki af þessari rót
runnið“ [41].
Björn hlaut heiður af lækningum sínum, hæfniog
mannkostum. Við hið sviplega fráfall hans 11. okt.
1909 voru ritaðar minningargreinar um hann í öll
blöð í Reykjavík og í Norðurland á Akureyri. Eru
þær allar skrifaðar af hlýhug og sýna þær bezt
hversu vinsæll hann var og hvað samtíðarmenn
hans mátu hann mikils.
Vanheilsa háði Birni og mun hafa dregið úr
vinnuþreki hans síðustu ár æfinnar:
„Björn var mjög heilsuiœpur um mörg ár, en hann var
frámunalega harðger maður og kvarlaði ekki“,
segir einn kollega hans í Ingólfi [38] og Björn ritstjóri
Isafoldar komst svo að orði:
„ Veikgerða heilsu hafði hann löngum, var aðallega
brjóstveill, en þó alls ekki berklaveikur, sem margir