Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 52
08/08 kjarninn viðmælandi vikunnar
annars í gegnum verkstæðin. Fólk er frekar tilbúið að fresta
endurnýjun og virðist vonast eftir betri tíð eins og málin standa
núna.“
konum er treyst
Fáar konur hér á landi eru með jafn marga þræði í hendi sér í
atvinnulífinu og Erna, en hún hefur sérstaklega verið áberandi
í fjárfestingum og stjórnarstörfum eftir hrun fjármála kerfisins
og uppbyggingu að því loknu. Hún segir of oft gleymast að hér
hafi margt áunnist og endur skipulagning á rekstri fjölmargra
fyrirtækja hafi verið gríðarlega umfangs mikið verk. „Við
Íslendingar erum svolítið sveiflugjarnir. Stundum gleymum við
okkur í svartsýni og stundum í bjartsýni. Ég tel að margt hafi
verið vel gert eftir hrunið og að endurreistu bankarnir hafi í
heildina staðið sig mjög vel í því að viðhalda veltu í hagkerfinu
og láta tannhjólin ekki stöðvast. Það hefði vel verið hægt að
loka fyrir tækjum í stórum stíl, með tilheyrandi atvinnuleysi
og erfið leikum. Vissulega tókst misjafnlega til þegar kom að
endur skipulagningu á rekstri fyrirtækja en ég tel að stóra
myndin sýni að bankarnir hafi oftast nær valið rétta leið.“
Erna telur einnig að stjórnendur fyrirtækja séu tilbúnir að
læra af biturri reynslu og stjórnir fyrirtækja séu vand virkari í
sínum störfum eftir hrunið en þær voru oft á árum áður. Þær
einfaldlega passi sig betur. Þá segist hún fagna því að konum sé
treyst alveg eins og körlum til þess að sinna ábyrgðar störfum,
jafnvel þótt það hljómi sem sjálfsagður hlutur. Ekki megi
gleyma því að Ísland standi flestum öðrum þjóðum mun framar
þegar þessu kemur. „Ég finn ekki fyrir því að konum sé ekki
treyst í atvinnulífinu og tel að við höfum náð miklum árangri
á tiltölulega skömmum tíma. Það má alltaf gera betur, í þessu
eins og öðru. Mín reynsla er sú að um leið og fólk, hvort sem
það er karlar eða konur, áttar sig á því að einstaklingurinn sem
á í hlut veit hvað hann er að tala um, þá er honum treyst. Ég er
líka mjög bjartsýn fyrir hönd okkar kvenna hér á landi, ekki síst
vegna þess hversu duglegar konur hafa verið að mennta sig og
þar með styrkja þekkingu sína á hinum ýmsu sviðum. Tíminn
vinnur með okkur í þessum efnum og framtíðin virðist björt.“
m
yn
d
ir
: a
nt
on
B
rin
k