Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 52

Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 52
08/08 kjarninn viðmælandi vikunnar annars í gegnum verkstæðin. Fólk er frekar tilbúið að fresta endurnýjun og virðist vonast eftir betri tíð eins og málin standa núna.“ konum er treyst Fáar konur hér á landi eru með jafn marga þræði í hendi sér í atvinnulífinu og Erna, en hún hefur sérstaklega verið áberandi í fjárfestingum og stjórnarstörfum eftir hrun fjármála kerfisins og uppbyggingu að því loknu. Hún segir of oft gleymast að hér hafi margt áunnist og endur skipulagning á rekstri fjölmargra fyrirtækja hafi verið gríðarlega umfangs mikið verk. „Við Íslendingar erum svolítið sveiflugjarnir. Stundum gleymum við okkur í svartsýni og stundum í bjartsýni. Ég tel að margt hafi verið vel gert eftir hrunið og að endurreistu bankarnir hafi í heildina staðið sig mjög vel í því að viðhalda veltu í hagkerfinu og láta tannhjólin ekki stöðvast. Það hefði vel verið hægt að loka fyrir tækjum í stórum stíl, með tilheyrandi atvinnuleysi og erfið leikum. Vissulega tókst misjafnlega til þegar kom að endur skipulagningu á rekstri fyrirtækja en ég tel að stóra myndin sýni að bankarnir hafi oftast nær valið rétta leið.“ Erna telur einnig að stjórnendur fyrirtækja séu tilbúnir að læra af biturri reynslu og stjórnir fyrirtækja séu vand virkari í sínum störfum eftir hrunið en þær voru oft á árum áður. Þær einfaldlega passi sig betur. Þá segist hún fagna því að konum sé treyst alveg eins og körlum til þess að sinna ábyrgðar störfum, jafnvel þótt það hljómi sem sjálfsagður hlutur. Ekki megi gleyma því að Ísland standi flestum öðrum þjóðum mun framar þegar þessu kemur. „Ég finn ekki fyrir því að konum sé ekki treyst í atvinnulífinu og tel að við höfum náð miklum árangri á tiltölulega skömmum tíma. Það má alltaf gera betur, í þessu eins og öðru. Mín reynsla er sú að um leið og fólk, hvort sem það er karlar eða konur, áttar sig á því að einstaklingurinn sem á í hlut veit hvað hann er að tala um, þá er honum treyst. Ég er líka mjög bjartsýn fyrir hönd okkar kvenna hér á landi, ekki síst vegna þess hversu duglegar konur hafa verið að mennta sig og þar með styrkja þekkingu sína á hinum ýmsu sviðum. Tíminn vinnur með okkur í þessum efnum og framtíðin virðist björt.“ m yn d ir : a nt on B rin k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.