Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 56

Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 56
Lausn Tökum sem dæmi íslenskt fyrirtæki sem að 5% hluta er í eigu skúffufyrirtækis á Tortólaeyjum (þar sem upplýsingar um eigendur eru ekki opinberar). Mín tillaga er að það væri skilyrði undir íslenskum lögum að skúffufyrirtækið á Tortólaeyjum mætti ekki gerast hluthafi í íslenska fyrir- tækinu nema tilkynna hverjir eru raunverulegir eigendur skúffu fyrirtækisins. Tilkynningaskyldan þyrfti að ná upp allt „eignatréð“, alveg þar til komið er að eigendum sem eru annaðhvort einstaklingar, ríkið, eða fyrirtæki sem er skráð á markað. Sama á við um fasteignir (fasteign er skilgreind sem einhvers konar húsnæði sem Íbúðalánasjóður myndi veita lán fyrir). Það skal vera augljóst hver er eigandi að öllum fasteignum á Íslandi – og opinbert. 2 Takmörkum lánveitingar. Fyrirtæki og bankar ættu aldrei að geta lánað stjórnendum eða hlut- höfum sínum, eða félögum tengdum þeim (við sjáum í #1 hverjir eru tengdir). Ekki einu sinni 50 þúsund króna yfirdrátt. Til viðbótar ættu fyrirtæki aldrei að geta lánað með beinu eða óbeinu veði í sínum eigin hlutabréfum. Hér er rétt að taka fram að lög um fjármálafyrirtæki hafa alla tíð haft ýmsar takmarkanir í þessum efnum, og þau hafa verið uppfærð verulega í rétta átt á síðustu árum (einnig hefur 104. gr. hlutafélagalaga takmarkanir á lánveitingum til hluthafa, stjórnarmanna og framkvæmdastjóra – en þar er stórskemmtileg undanþága sem heimilar „venjuleg viðskiptalán“). Þrátt fyrir ágætis breytingar á undanförnum árum tel ég núverandi lög ekki ganga nægjanlega langt. Núverandi lög takmarka fyrst og fremst hvers konar veð stjórnendur og hluthafar verða að leggja fram, en í lögum er kveðið á um að lánin skuli ekki veitt nema gegn „traustum tryggingum“ og til viðbótar er fjármálafyrirtækjum óheimilt að veita lán sem eru tryggð með veði í hlutabréfum af því. Ég tel að það eigi að banna lán til stjórnenda og hluthafa algerlega, því ef umrædd viðskipti eru hagfræðilega ábatasöm er til nóg af öðrum fjármála- stofnunum sem vilja væntanlega ólm veita þetta lán. Slíkt bann kæmi í veg fyrir árekstra milli hluthafa og stjórnenda. 3 Slíta á eignaflækjur og eignarhaldsfélög. Fyrir tækjum ætti að vera bannað að fjárfesta í óskyldum rekstri og bannað að fjárfesta í samkeppnis aðilum – nema um yfirtöku sé að ræða. Að sjálfsögðu þurfa fyrirtæki að ávaxta hagnað og lausafé en það eru margar leiðir til þess. Fyrst og fremst eiga fyrirtæki að fjárfesta í eigin starfsemi en ef slík fjárfesting er ekki talin arðbær geta fyrirtæki keypt ríkisskuldabréf eða sett pening í sjóð sem er stjórnað af fagaðilum. Ef stjórn eða hluthafar telja tiltekið fyrirtæki í óskyldum rekstri vera betri fjárfestingarkost en að fjárfesta í eigin starfsemi, eða sjóðum getur stjórnin alltaf greitt út arð til hluthafa og hluthafarnir geta fjárfest á eigin vegum. Að sama skapi þarf að banna eignarhaldsfélög sem eru að halda utan um fyrirtæki í óskyldum rekstri. Eignarhalds félög eru gjarnan stofnuð til að fela tap, hagnað eða hvar raunveruleg verðmæti liggja. Fjárfestingarsjóðir mættu vera undan- tekning frá þessari reglu en þeir mættu ekki vera í neinni annarri starfsemi. Til viðbótar mættu fjárfestingarsjóðir ekki eiga yfir 5% í einstöku fyrirtæki (sem er metið út frá endan- legum eiganda fjárfestingarsjóðsins. Ef til dæmis banki rekur 10 fjárfestingarsjóði mega sjóðirnir ekki eiga meira en 5% samanlagt í einu tilteknu fyrirtæki). Á þessu mætti þó gera þá undanþágu, til að koma í veg fyrir að fjármagn liggj dautt, að fjárfestingarsjóðir sem eignuðust meira en 5% í einstöku fyrirtæki fengju einungis atkvæðarétt á hluthafafundum sem þeir væru 5% eigendur. Fjárfestingarsjóðurinn nýtur arðs (í gegnum hækkun hlutafjár, og arðgreiðslur) en getur ekki tekið yfir stjórnun félagsins. Hér gæti þó þurft að skoða aðrar reglur fyrir lítil fyrirtæki og áhættufjárfestingarsjóði en þegar fyrirtækin stækka þurfa þau (og eigendur þeirra) að laga sig að þessum reglum. 4 Fjölmiðlar. Enginn einstaklingur sem á yfir 20% í einu af 500 stærstu fyrirtækjum landsins mætti eiga meira en 10% hlutafjár í einstökum fjölmiðli. Fyrirtæki ættu ekki að geta verið hluthafar í fjöl- miðlum. Til viðbótar er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi auknar upplýsingaskyldur og reksturinn sé hlutlaus. Til að mynda ættu tveir fulltrúar blaðamanna að fá að sitja alla stjórnarfundi og hafa aðgang að öllum upplýsingum líkt og stjórnarmenn. Allir fjölmiðlar verða að gefa út ársfjórðungs- uppgjör til almennings (hvort sem þeir eru skráðir á markað eða ekki) og þurfa að sjálfsögðu (eins og öll önnur fyrirtæki) að fylgja reglu #1 að ofan. 5 Lífeyrissjóðir. Það eru tvö stór vandamál sem tengjast lífeyrissjóðum; starfsskyldur og fjár- festingarstefna (ávöxtunarkrafa). Q Starfsskyldur lífeyrissjóða eru nokkuð ljósar í lögum nr. 129 frá 1997. Þar segir í 20. gr. ásamt tilvísun í 1. gr: „Lífeyrissjóður skal ekki hafa með höndum aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná þeim tilgangi [að veita] viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli til æviloka... [eða til að sjá um] móttöku, varð- veislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Iðgjöld … skal ávaxta sameiginlega með innlánum í bönkum og sparisjóðum eða í framseljanlegum verðbréfum á grund- velli áhættudreifingar samkvæmt fyrir fram kunngerðri fjárfestingarstefnu.“ Með öðrum orðum er ólöglegt að lífeyrissjóðir stýri fyrirtækjum beint eða óbeint. Lífeyris- sjóðir eru ekki fjárfestingarsjóðir í hefðbundnum skiln- ingi, og þeir voru ekki byggðir upp í þeim tilgangi að leggja til önnur verðmæti en fjármagn. Lífeyrissjóðir eiga að vera hlutlausir fjárfestar sem njóta ávöxtunar – en eiga að standa fyrir utan stefnumótun og rekstur fjár- festinga sinna. Þó að í 29. gr. sömu laga sé ákvæði um að 02/05 kjarninn ÁlIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.