Kjarninn - 26.09.2013, Side 34
03/06 kjarninn Danmörk
um. Stjórnarformaðurinn benti á sjálfan sig og hann varð
að endingu fyrir valinu.
Þótt Eivind Kolding, sem er 53 ára, hafi setið í
bankastjórninni um árabil var hann ekki bankamaður í
eiginlegum skilningi. Að loknu lögfræðiprófi árið 1983 vann
hann um nokkurra ára skeið á lögmannsstofu en hóf árið
1989 störf hjá A.P. Möller-Mærsk fyrirtækinu. Frá 1. júlí 2006
og þangað til hann settist í bankastjórastólinn var hann
forstjóri Maersk Line, stærsta fragtskipafélags í heimi,
með 25 þúsund starfsmenn. Mörgum þótti einkenni legt að
Kolding skyldi velja að yfirgefa Maersk-skútuna og gerast
banka maður en í viðtölum sagði hann að það væri spennandi
vettvangur og mikil áskorun að takast á við nýtt starf. Það
reyndust orð að sönnu.
Danske Bank hefur verið í miklum vanda staddur síðan í
bankahruninu. Bankinn, sem er sá langstærsti í Danmörku
og hefur lengi verið, tapaði miklu fé í kreppunni og það er
hreint ekki víst að hann hefði lifað hrunið af án aðstoðar
danska ríkisins. Sérfræðingar segja að það hafi einfaldlega
ekki komið til greina að láta bankann rúlla eins og það er
kallað, til þess hafi allt of mikið verið í húfi. Bankinn var, og
er, risavaxinn á danskan mælikvarða og fall hans hefði haft
gríðarleg áhrif í dönsku samfélagi. Nær öruggt er að margir
aðrir danskir bankar hefðu komist í þrot og fjölmörg dönsk
fyrirtæki, bæði stór og smá, hefðu ekki lifað af.
Þegar best lét á fyrsta áratug aldarinnar var heildar-
verðmæti Danske Bank um 170 milljarðar danskra króna,
sem í dag samsvarar yfir 3.700 milljörðum íslenskra króna.
Vorið 2009 hríðféll hins vegar verð á hlutabréfum í bankan-
um og í mars það ár var heildarverðmæti hans 25 milljarðar
danskra króna. Tiltrú umheimsins, og Dana sjálfra, á bank-
anum hafði beðið alvar legan hnekki. Þannig var ástandið
þegar Eivind Kolding settist í bankastjórastólinn. Hans biðu
því mörg og erfið verkefni. Það mikilvægasta, og erfiðasta,
var að efla tiltrú og traust landsmanna á bankanum en nýja
banka stjóranum og samstarfsfólki hans virðast hafa verið
ákaflega mislagðar hendur í þeim efnum.