Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 58

Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 58
gætu í einhverjum tilfellum lagt fram skip eða húsnæði sem veð en þá verður að taka mið af því hvað eignin myndi seljast á í nauðungaraðstæðum. Ekki horfa til þess hversu mikils virði eignin er á þeim tíma sem fyrir tækið er í góðum rekstri – heldur hversu auðvelt er að selja frystihús á Siglufirði þegar útgerðin er farin á hausinn og helmingur vinnuafls er að flytja úr bænum. Nokkurs konar brunabóta mat. Veð í erlendum gjaldmiðlum verður að meta sérstaklega sökum gengisáhættu og þar skal lækka verðmat eignarinnar sem nemur áhættu. Flestir lánasamningar í dag gjaldfella lánið ef veðið lækkar niður fyrir ákveðin mörk. Þetta ákvæði (ásamt eignamati) ætti að vera í lögum sem skylda í öllum lánasamningum. 7 Sala eigna. Að sjálfsögðu eiga stjórnir fyrirtækja að geta ráðstafað eignum fyrirtækisins eftir því sem þær telja best fyrir reksturinn. En sökum smæðar markaðarins verður að setja hömlur þar á. Í fyrsta lagi eiga stjórnir ekki að geta selt (eða fært yfir í önnur félög) verðmæti sem nema yfir 20% af eigin fé fyrirtækis nema með samþykki allra hluthafa, allra lánar- drottna sem kunna að eiga veð í fyrirtækinu og tilkynningu í Alþingistíðindum um áætlað söluverð. Það er mikilvægt að þetta viðmið sé eigið fé en ekki eignir. Þetta gerir öllum kleift að tryggja hagsmuni sína áður en salan gengur í gegn og kemur í veg fyrir að fyrirtæki séu seld á undirverði til vina og vandamanna. Þetta kemur líka í veg fyrir að óprúttnir stjórnarmenn séu að hreinsa út eignir úr eignamiklum en skuldsettum félögum (sem hafa lágt eigið fé). Sama þyrfti að eiga við um skuldlaust fyrirtæki í eigu eins aðila (eða ríkisfyrirtæki), þannig að tilkynna þurfi áætlað söluverð í Alþingistíðindum með eðlilegum fyrirvara svo að aðrir geti komið fram og boðið hærra. Auðvitað er seljanda í lófa lagt hvort hann vill fá meiri pening (nema í sölu ríkisfyrirtækja, þar verður að taka hæsta raunverulega tilboði), en þegar viðskipti eiga sér stað fyrir opnum tjöldum er líklegra að þau verði sanngjörn. Tökum sem dæmi að einstaklingur A vilji selja einstaklingi B verslunina sína á 100 milljónir. Þetta er tilkynnt í Alþingistíðindum, og þá kemur fram nýtt tilboð frá einstaklingi C upp á 150 milljónir. A ákveður samt sem áður að selja B verslunina sína – en þar sem allt var fyrir opnum tjöldum er komin upp áhugaverð staða. B þarf nú allt í einu að greiða skatt af 50 milljón króna hagnaði vegna þess að hann keypti fyrirtækið á undirverði. Auðvitað má vera að C hafi verið að blekkja til að skapa vandræði en það er samt B sem þarf að útskýra hvers vegna hann ætti ekki að greiða skatt af hagnaðinum. 8 Skyldur stjórnar. Fyrirtækjalög eru nokkuð góð hvað varðar skyldur og ábyrgð stjórnar en þrátt fyrir það eru ýmis dæmi þar sem stjórnarmenn koma málum í gegn með óprúttnum aðferðum – til dæmis með því að taka mál af dagskrá, sýna ekki allar upplýsingar, bregðast seint við eða koma af stað tilhæfulausum orðrómi. Það er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, að eiga við vandamál sem þessi undir núverandi lögum. Mín tillaga er sú að ef einhver stjórnarmaður telur stjórnina ekki sinna hlutverki og skyldum sínum gagnvart öllum hluthöfum þarf hann fyrst að láta stjórnarformann vita. Ef stjórnar formaður bregst ekki við umkvörtun get- ur stjórnarmaður óskað eftir hlutlausum matsmanni frá Iðnaðar ráðuneyti til að rannsaka málið (þetta væri útvíkkun á 97. gr. 73. gr. laga nr. 2 frá 1995 varðandi sérstakar rann- sóknir. Núverandi lög takmarka þessar rannsóknir við mál sem hafa verið á dagskrá hluthafafundar og hluthafi verður að óska slíkrar rannsóknar á hluthafafundi og njóta sam- þykkis 1/10 hlutafjár). Slíkur matsmaður skal vera veittur samstundis ef umkvörtun stjórnarmanns snýr að vísvitandi verðmætaeyðingu á kostnað sumra hluthafa eða lögbroti. Allar ákvarðanir stjórnar innar, frá og með þeim tíma sem stjórnarmaður tilkynnti stjórninni um þá ætlun sína að óska eftir hlutlausum matsmanni og fram að hluthafafundi, þurfa samþykki matsmanns. Matsmaður skal komast að niðurstöðu innan eins mánaðar, og leggja til hvort stjórnin starfi áfram í óbreyttri mynd, hvort einhverjir stjórnarmenn (eða allir) skuli segja af sér eða hvort einhverjum málum skuli vísað til lögreglu. Matsmaður skal síðan boða til hluthafafundar eins skjótt og auðið er og kynna niðurstöðu sína. Það er síðan undir hluthöfum komið hvort þeir kjósa sömu stjórn yfir sig aftur. Fyrirtækið skal greiða Iðnaðarráðuneyti allan kostnað sem hlýst af. 04/05 kjarninn ÁlIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.