Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 9

Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 9
04/06 kjarninn Húsnæðismál Ósáttir íbúar í Grindavík Íbúar sem keyptu búseturétt af Búmönnum í nokkrum íbúðum í Víðigerði í Grindavík skömmu fyrir hrun tóku höndum saman fyrr á þessu ári. Þeir vilja geta sagt upp bú- setusamningum sínum og fengið búseturéttargjald sem þeir greiddu, oft 20 prósent af byggingakostnaði fasteignarinnar, endurgreitt. Guðlaug Gunnarsdóttir, sem farið hefur fyrir hópnum, sendi ábyrgðarbréf til Búmanna hinn 26. febrúar 2013. Í því kom fram að hún segði sig úr félaginu og segði um leið upp búsetusamningi sínum. Skilningur Guðlaugar var sá að uppsögnin tæki gildi sex mánuðum síðar, eins og lög um húsnæðissamvinnufélög gerðu ráð fyrir. Hún taldi auk þess að búsetturéttargjald sem hún hefði greitt, um 3,6 milljónir króna, hefði einungis verið trygging fyrir skilvísri greiðslu af mánaðarlegum afborgunum. Guðlaug taldi auk þess að hún ætti að fá þessa upphæð endurgreidda með verðbótum að uppsögn lokinni. Guðlaug heldur því líka fram Miklir rekstrarerfiðleikar Búmenn eiga í töluverðum rekstrarerfiðleikum. Þeir stafa fyrst og síðast af því að félagið ákvað að byggja mikið af íbúðum á suðurnesjum og í Hvera- gerði, þar sem húsnæðismarkaðurinn hefur verið afleitur eftir hrun. Alls eru tæplega 38 prósent íbúða Búmanna á þessum slóðum. Í fundargerð aðalfundar félagsins, sem haldinn var í júní, segir meðal annars að „það hefur komið félaginu um koll að vera landsfélag. Við höfum að jafnaði verið með 30 auðar íbúðir undanfarin misseri sem af ýmsum ástæðum hefur verið erfitt að koma í notkun. Um helmingur þeirra íbúða er í Hveragerði og um helm- ingur á suðurnesjum. á sama hátt hefur það verið mjög íþyngjandi fyrir félagið að búa við kaupskyldu á íbúðum félagsins. Um 65 prósent íbúða félagsins eru í þessu kerfi[...] Í tvö og hálft ár greiddi félagið af öllum auðum íbúðum úr eigin varasjóðum[...]það var síðan um mitt ár 2011 að félagið fékk heimild hjá Íbúðalánasjóði til að frysta lán í allt að 3 ár[...] eftir að hafa notið þess að fá frystingu á auðum íbúðum í eitt og hálft ár var umsókn um áfram- haldandi frystingu sett á bið oh hefur enn ekki hlotið afgreiðslu“. Búmenn hafa einnig átt í langvarandi við- ræðum við forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs um að fá að fara 110 prósent leiðina, þar sem skuldir eru færðar niður að 110 prósentum af markaðsvirði íbúða, án árangurs. „Við vonumst eftir því að þessi mál fari að skýrast svo að við vitum hvar við stöndum í þessum málum,“ segir í fundargerðinni. Þar segir enn fremur: „nú hafa Framsóknar- flokkur og sjálfstæðisflokkur myndað ríkisstjórn og standa því miklar væntingar til þess að efnd verði loforð um niðurfærslu íbúðalána eins og ráð- herrarnir hafa lýst að væru í farvatninu en ætti eftir að útfæra nánar [...]Þegar tekin verður ákvörðun um að færa niður höfuðstóla lána þá verða Búmenn að sitja við sama borð og þeir sem skráðir eru eigendur sinna íbúða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.