Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 74
03/06 kjarninn Tækni
án efa mál Birgittu Jónsdóttur, núverandi alþingismanns
Pírata, en hún ritaði árið 2011 grein í The Guardian þar sem
hún segir frá því „Hvernig bandaríska dómsmála ráðuneytið
‘hakkaði’ Twitter-reikninginn minn löglega“. Þetta er sérstak-
lega umhugsunarvert því Birgitta er gamalreyndur net-
notandi með góða þekkingu á málinu, en í greininni viður-
kennir hún að hafa, rétt eins og við hin, hakað við skilmálana
án þess að átta sig á að með því hefði hún afsalað sér rétti til
einkalífs gagnvart erlendum stjórnvöldum. Birgitta tapaði
dómsmáli fyrir bandarískum stjórnvöldum þar sem hún
reyndi að verja rétt sinn til einkalífs, og forráðamenn Twitter
létu af hendi allar upplýsingar sem þeir höfðu um hana.
En málið er grafalvarlegt og fordæmisgefandi, þar sem
Birgitta hefði samkvæmt alþjóðlegum diplómatískum
hefðum átt að njóta aukinna réttinda sem íslenskur þing-
maður. Síðar áttu uppljóstranir Edwards Snowden þátt í að
sýna að rafrænt eftirlit erlendra ríkisstjórna er enn umfangs-
meira og aðgangsharðara en flestir höfðu þorað að ímynda
sér.
Gildi notendaskilmála
Ein stærsta spurningin um rafræna skilmála er hvaða gildi
notendasamningar hafi í raun og veru – hvort hver sem er
geti sett upp skilmála á nánast hvað sem er um nánast hvað
sem er og ætlast til þess að þeim sé framfylgt lagalega.
Notendaskilmálar eiga við um nær alla notkun okkar
á rafrænum þjónustum, öppum, verslun og notkun heima-
síðna á internetinu. Algengustu form slíkra samninga
eru þjónustu skilmálar (TOS), notkunarskilmálar (TOU),
leyfis skilmálar (EULA) og persónuverndarákvæði (Privacy
Policies), en í grunninn er um einhliða samningaferli að
ræða þar sem veitandi þjónustunnar setur reglurnar og val
notandans stendur á milli þess að samþykkja skilmálana
ellegar sleppa því að nota þjónustuna eða kaupa vöruna.
Kjarninn ræddi við fjölmarga lögmenn við vinnslu
þessarar greinar sem allir báðust undan því að tjá sig undir
nafni en voru sammála um að málaflokkurinn væri flókinn