Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 60

Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 60
N ýlega tilkynnti Icelandair mikla stækkun á leiðakerfi sínu. Ætlar félagið að hefja flug á þrjá nýja áfangastaði og enn fremur að auka tíðni ferða til núverandi áfangastaða. Sam- kvæmt tilkynningu frá félaginu verður næsta ár það stærsta með tilliti til tíðni fluga og fjölda áfangastaða. Icelandair var stofnað árið 1973 þegar Flugfélag Íslands og Loftleiðir sameinuðust, en saga þeirra félaga nær 76 ár aftur í tímann. Sameiningin gekk ekki þrautalaust, en deilur um starfskjör flugmanna gömlu félaganna settu nokkurn svip á breytingarnar. Reksturinn gekk einnig erfiðlega fyrsta áratug félagsins en upp úr 1985 gengu bjartari tímar í garð og á fyrstu árum tíunda áratugarins var sú mynd komin á félagið sem við þekkjum í dag. Segja má að það hafi verið ákveðinn vendipuntkur þegar félagið tók upp hið svokallaða „hub-and-spoke“-kerfi með Keflavík sem miðpunkt, eins og nánar verður fjallað um hér á eftir. Á sama tíma komu nýjar og sparneytnari flugvélar inn í flotann í stað þeirra eldri, sem voru mjög óhagkvæmar með tilliti til rekstrar, viðhalds og eldsneytiseyðslu. Þessar nýju vélar voru af gerðinni Boeing 757, sem enn eru í notkun, og Boeing 737, sem hafa nú horfið úr flotanum. Þessar breytingar gjörbyltu rekstri Icelandair og mynduðu grunninn að því flugfélagi sem það er í dag. Tilkoma Boeing 757 olli straumhvörfum Stór þáttur í því hversu vel hefur gengið undanfarin ár er flugfloti Icelandair. Boeing 757 hentar ákaflega vel inn í leiðakerfi Icelandair. Vélarnar eru ekki of stórar né of litlar og geta flogið tiltölulega langa vegalengd. Með þeim hefur Icelandair gefist kostur á að fljúga til áfangastaða milli Evrópu og Bandaríkjanna sem hafa annars litla umferð far- þega. Floti Icelandair samanstendur nú af átján Boeing 757-flugvélum, þar af eru sautján af gerðinni 757-200 og ein af gerðinni 757-300. Flotinn hefur aldrei verið stærri, en hann hefur vaxið um 80% frá árinu 2008 þegar vélarnar voru aðeins tíu. Segja má að vélarnar séu sérhannaðar fyrir leiða- kerfi félagsins. Til dæmis hentar 200-gerðin af 757-týpunni ákaflega vel í flug félagsins til Seattle. Þar nýtist að vélin er nægilega stór og flugdrægi hennar er mikið. Icelandair bíða fjölmörg spennandi tækifæri í náinni framtíð, sérstaklega þegar félagið tekur í notkun nýjasta útspil Boeing-verksmiðjanna, Boeing 737 MAX. Er vélin svar Boeing við þeirri miklu samkeppni sem nú ríkir við Airbus. Vélin verður tæknivæddasta flugvél Boeing-verksmiðjanna. Sparar hún, samanborið við Boeing 757, meira en 20% á hvert sæti. Samkvæmt áætlunum félagsins mun Icelandair fá samtals sextán vélar, með kauprétt á átta til viðbótar, sem gerir níu Boeing 737 MAX 8 sem taka 153 farþega hver og sjö Boeing 737 MAX 9 sem taka 172 farþega hver. Til saman- burðar tekur Boeing 757-200 vél Icelandair 183 farþega. Þetta mun því gefa Icelandair mikil tækifæri til frekari vaxtar eins og stjórnendur félagsins gera ráð fyrir. Vélarnar eru tilvaldar til flugs á minni staði og með þeim getur Icelandair hafið flug á áður óþekkta áfangastaði, einfaldlega vegna þess að þær eru mun hagkvæmari í rekstri og stærð þeirra hentar betur að fara til minni borga. Einnig getur félagið flogið oftar til þeirra áfangastaða sem það flýgur til í dag sem og í náinni framtíð. Auk þess geta vélarnar drifið lengra en forverar þessarar gerðar flugvéla. Fá flugfélög í heiminum hafa stækkað jafn ört og Icelandair, sérstaklega í ljósi þess að heimamarkaðurinn telur einungis um 320.000 manns og enn fremur í þeirri samkeppni sem nú ríkir á helsta markaði félagsins. Það er svokallaður via-hluti, flutningur farþega yfir Atlantshafið með millilendingu á Íslandi. Þó að rekstur flugfélaga á borð við Icelandair snúist í hnotskurn um að fljúga með farþega frá A til B þarf fjöl- margt að virka svo að farþeginn annars vegar fljúgi með flug félaginu í fyrsta sinn og hins vegar fljúgi aftur með því. Fjölmargir þættir spila inn í ákvörðun viðskiptavinarins. Eru þeir í grófum dráttum eftirfarandi (í engri sérstakri röð): Q Fargjaldið er hagstætt Q Góð afþreying og þjónusta er í boði Q Brottfarar- og komutímar henta viðskiptavininum Q Áreiðanleiki og stundvísi flugfélagsins Q Flugöryggi – hefur flugfélagið lent í flugóhöppum? Q Saga og vörumerki „Hub-and-spoke“ er lykillinn Val á áfangastöðum er lykilákvörðun í rekstri flugfélaga. Undanfari þess að taka þá ákvörðun að hefja flug til nýs áfangastaðar er viðamikill og veltur á ýmsu. Við vinnuna er mikilvægt að hinar mismunandi deildir félagsins vinni að henni saman. En þótt fjölmargir aðilar og mismunandi deildir innan félagsins komi að ákvörðuninni liggur hún endan lega hjá æðstu stjórnendum. Ýmislegt þarf að greina áður en ákvörðun um hvort hefja eigi flug á viðkomandi flugleið er tekin. Hér að neðan gefur að líta nokkra þætti sem hafa mikið vægi við þá ákvörðunartöku: Q Finna lægsta verðið, svo að flugleiðin sé hagkvæm, og kanna hvert verður framtíðarmeðalverðið Q Greina hver eftirspurnin er á flugleiðinni Q Er grundvöllurinn fyrir fraktflutningum á leiðinni? Q Hentar núverandi floti fyrir þessa tilteknu flugleið með tilliti til flugdrægi? Q Hentar brottfarar- og komutími? Q Hvaða flugfélög fljúga á eftirfarandi flugleið? Hver er þjónustan um borð, er afþreyingarkerfi í flugvélunum og svo framvegis. Leiðakerfi Icelandair byggist á fyrrnefndu „hub-and- spoke“-kerfi, þar sem félagið notar Ísland sem tengistöð fyrir farþega sem fljúga milli Evrópu og Norður-Ameríku. Kerfið byggist þannig á því að öll flug tengjast miðpunktinum (e. hub). Upprunalega er hugmyndin tekin frá Loftleiðum, á gullaldarárum félagsins, þegar félagið flaug með fullar vélar til og frá Evrópu, aðallega frá Lúxemburg og til New York. Með „hub-and-spoke“-kerfinu er hægt að sækja farþega frá smærri áfangastöðum sem ella þyrftu að millilenda á 1-2 stöðum því með legu Keflavíkur minnkar ferðatíminn og fé- lagið hefur fleiri áfangastaði til að velja úr í Norður-Ameríku og Evrópu. Framtíðartækifæri Icelandair Álit Snorri Björn Gunnarsson nemi í rekstrarverkfræði Icelandair tilkynnir umfangsmikinn vöxt Flugáætlunin fyrir sumarið 2014 verður 18% umfangs- meiri en síðasta sumar. Að meðaltali hefur flugáætlunin stækkað um 16% á árunum 2011-2014 (2011: 17%, 2012: 13%, 2013: 15%, 2014: 18%) Icelandair Group og Boeing ganga frá samningum um kaup á 737 MAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.