Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 50
45/46 Viðtal
hjálpar, því þangað til eru þau hreinlega í lífshættu,“ segir
Lilja. „Ég verð líka oft fokill þegar ég heyri fólk gera lítið
úr þessu þegar verið er að lýsa eftir hinu og þessu barninu.
Þetta séu bara vandræðakrakkar sem eigi ekki að veita þessa
miklu athygli með því að láta lýsa eftir þeim í fjölmiðlum.
Lögreglan lýsir til að mynda oft ekki eftir þessum börnum
fyrr en eftir tvo til þrjá daga, en sá tími fyrir barn í neyslu er
auðvitað lífshættulegur tími. Það skortir verulega á skilning
á því hversu alvarlegri stöðu þessi börn eru í.“
börnin sem verða út undan
Á vef samtakanna, olnbogabornin.is, má finna helstu stefnu-
mál þeirra. Þar er meðal annars kallað eftir því að forvarnar-
starf gegn áhættuhegðun ungmenna verði bætt, unnin verði
sérhæfð vímuefnaúrræði fyrir ungmenni, samvinna við for-
eldra og aðra aðstandendur verði efld til muna, ráðist verði
í þverfaglegt starf vegna ungmenna með áhættuhegðun og
eftirfylgni með ungmennum eftir meðferð verði aukin, sem
og skilvirkni í dómskerfinu og samvinna við barnaverndar-
yfirvöld.
„Við þurfum að huga sérstaklega að geðheilbrigðismálum
þessa hóps. Það skortir verulega á úrræði í þeim efnum fyrir
börnin okkar. Um leið og þau verða átján ára detta þau inn á
geðdeild sem meðhöndlar fíknivandann um leið, en þangað
til eru afar fá áhrifarík úrræði í boði fyrir þau,“ segir Lilja.
„Við völdum þetta nafn á samtökin af því að olnboga-
börnin eru börnin sem detta ofan í glufurnar í kerfinu.
Úrræðin sem þó eru í boði gagnast vissulega sumum, en stór
hópur þarf sérhæfðari úrræði,“ segir Íris. „Olnbogabörnin
eru börnin sem lenda úti á kanti og leita þess vegna oft í
neyslu fíkniefna. Þau passa ekki almennilega inn í hópinn,
hafa jafnvel lent í einhverju, en eru velkomin í heim neysl-
unnar. Þeim er oft ýtt til hliðar, þau hunsuð og vandamál
þeirra ekki viðurkennd.“
Fram undan hjá Olnbogabörnum er að kynna starf sam-
takanna og helstu baráttumál fyrir almenningi. Samtökin
halda úti áðurnefndri heimasíðu og svo hafa þau komið upp