Kjarninn - 23.01.2014, Page 54

Kjarninn - 23.01.2014, Page 54
49/51 pistill landsbyggðinni hefur ekkert verðgildi nema það sé hægt að kasta því. Fjölmiðlar – á RÚV kemur fólk úr menningar- og háskóla- geiranum og talar um hugðarefni sín og sýnir svo húsið sitt í lífsstílsþætti á Stöð 2 um kvöldið en hinir horfa á ÍNN og hringja svo inn í Reykjavík síðdegis til að upplýsa okkur hin um hvernig þeir myndu stjórna landinu. Ef hvalur finnst í fjöru vill annar hópurinn skutla hann á staðnum og helst vera byrjaður að flensa hann fyrir myrkur en hinn hópurinn myndi ýta honum út á sjó og selja svo ferðamönnum upplifunina. Þegar ísbirnir ganga á land vill annar hópurinn skjóta björninn á færi og taka mynd af sér með hræinu en hinn vill eiga samtal við dýrið, biðja það afsökunar á hlýnun heimsins af mannavöldum og ef björninn ræðst á fólk, nú þá er það bara skiljanleg reiði í dýrinu yfir ástandi mála í heiminum í dag. Þetta er að minnsta kosti tilfinningin sem maður fær stundum. Að það sé allt stál í stál og ekkert þar á milli. Þessi uppsetning er vinsæl, fær mikla umferð á netinu og um þetta má rífast fram og til baka. búið í loftbólu En auðvitað er þetta ekki svo einfalt að allt sé svarthvítar andstæður. Flestir skilja það innst inni að það er ekki tekin sérstök ákvörðun um að loka fæðingardeild á lands byggðinni til að styrkja menningarviðburð í staðinn, alveg eins og flestir vilja reyna að ná einhverri góðri sátt í flugvallarmálið, finnst latte gott en geta líka borðað kjöt í raspi. Það fer hins vegar lítið fyrir slíku tali, enda er það ekki spennandi fréttaefni. Deilur eru miklu áhugaverðari. Og það getur verið þægilegt að lifa í loftbólu, umgangast aðal- lega fólk með svipaðar skoðanir og þurfa helst aldrei að ræða augliti til auglitis við þá sem hafa aðra skoðun, nema kannski á tölvuskjánum. Fáir reyna að bera klæði á vopnin. Foringinn í löndunargenginu í Eyjum er alveg örugglega ekki að fara að taka orðið í hádegismatnum á morgun og benda á að hinar skapandi greinar velti heilmiklum fjárhæðum.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.