Kjarninn - 23.01.2014, Síða 71
64/66 tónlist
morgan delt
Morgan Delt heitir ungur
Kaliforníu búi sem sendir frá sér
fyrstu breiðskífu sína í þessum
mánuði og er hún samnefnd kapp-
anum. Á henni framreiðir hann
litríkt og ljúffengt skynvillupopp
(e. psychedelic pop) með þykkum
framtíðarhjúpi. Platan kemur út
hjá Trouble in Mind, sem einnig
gefur út snillinga á borð við Mikal
Cronin, Maston, Fuzz og Jacco
Gardner.
shellac
Naumhyggjulega hávaðarokktríó-
ið Shellac sendir frá sér fimmtu
breiðskífu sína í ár. Ekki er búið
að staðfesta útgáfudag en gítar-
leikarinn og söngvarinn Steve
Albini hefur látið hafa eftir sér að
platan muni líta dagsins ljós í ár.
Miðað við tóndæmi sem finna má á
Youtube eru þeir félagar samir við
sig, þ.e. dýnamískir, háværir, hökt-
andi og taktvissir á sinn sérstaka
hátt. Breiðskífan mun heita „Dude,
Incredible“ og mun koma út hjá
Touch and Go Records eins og flest
annað sem þeir hafa gefið út.
have a nice life
Have a Nice Life er afar áhugavert
tvíeyki frá Connecticut í Bandaríkj-
unum. Tónlist þess er átakanlegur
bræðingur af síðpönki, sveimtón-
list (e. ambient) og skóglápi (e.
shoegaze). Hljómsveitin sendi
frá sér framúrskarandi frumburð
árið 2008 sem heitir „Death-
consciousness“ og er heiti næstu
plötu „The Unnatural World“.
Öll sem hafa ánægju af drunga
hljómsveita á borð við Joy Division,
Nine Inch Nails, Swans og My
Bloody Valentine munu njóta þess
að hlusta á Have a Nice Life.