Kjarninn - 23.01.2014, Page 78
70/70 bílar
lausnir leiða af sér ný vandamál
Að þessu upptöldu verður ekki hjá því komist að minnast á
hugsanlega galla við notkun sjálfrennireiða. Sem dæmi má
nefna:
Hugsanlegar deilur um ábyrgð – hver ber ábyrgðina
þegar sjálfrennireið telst vera valdur að
umferðaróhappi eða slysi? Ekki er hægt
að gera ráð fyrir að þetta verði í öllum
tilvikum svart á hvítu.
Áreiðanleiki og öryggi tölvu búnaðar
– alkunna er að það sem getur bilað
mun bila, fyrr eða síðar. Mikilvægt er
að sjálfrennireiðin geti greint bilanir í
eigin kerfum og brugðist við þannig að
ekki hljótist skaði af.
Tölvur eru mannanna verk og því
einnig á færi manna að brjótast inn í
þær. Eins og dæmin sanna er enginn
tölvu búnaður fullkomlega öruggur fyrir
árás tölvuþrjóta, hver sem tilgangur með
slíku innbroti gæti verið.
Lélegri bílstjórar – þar sem hinn
almenni ökumaður hefur litla eða enga þörf til að stjórna
bifreið í daglegu lífi leiðir það að sér að hann er óreyndur
öku maður þegar á reynir. Slík tilvik gætu verið akstur
utan almenns vegakerfis, akstur þegar sjálfstýringar- og
umferðar kerfi bila og svo framvegis.
Atvinnuleysi – eftirspurn eftir atvinnubílstjórum
minnkar, jafnvel hraðar en þeir hverfa sjálfviljugir af vinnu-
markaði.
Framtíðin
Ekki er gott að spá um hversu hraðfara þessi bylting verður í
samgöngum manna. Áhugi fjölda bílaframleiðanda og mikið
fjármagn frá bæði þeim og ýmsum stofnunum til verkefna af
þessu tagi er góð vísbending um að iðnaðurinn sé að búa sig
undir breytingar, fyrr en síðar.
google á fullri ferð í sjálfstýringu
Toyota Prius-bifreið Google ekur sjálf með
aðstoð fjölmargra skynjara og GPS-tækja.