Kjarninn - 10.04.2014, Side 6

Kjarninn - 10.04.2014, Side 6
05/06 leiðari rannsókna. Spjótin beinast að ábyrgðarmönnum þessara fyrir tækja, sem eru nú margir hverjir að svara til saka frammi fyrir dómara. Vitaskuld er þetta ekki algilt, enda margt hæfileikafólk að störfum í bönkum með mikla al- þjóðlega menntun og reynslu. En heilt á litið er það ekki samkeppnishæfni við útlönd sem skiptir máli fyrir þessar ákvarðanir um hækkun bónusgreiðslna. Alþjóðlegir bankar hafa auk þess verið að draga verulega saman seglin undan- farin misseri vegna hagræðingar. Heimildir til þess að hækka bankabónusa fjórfalt virka í þessu ljósi ekki brýnar. Það verður þó að halda því til haga að þetta ætti ekki að koma svo mikið á óvart af hálfu fjármála- ráðherra sem telur það vera ábyrga ráðstöfun fyrir fimmta skuldugasta ríkissjóð Evrópu að bjóðast til þess að gefa úr honum 80 milljarða af almanna fé til hluta þjóðarinnar, algjörlega án tillits til þess hvort þörf sé á því. Aðeins óábyrgum fjármálaráðherra getur dottið slík vitleysa í hug. Bjarni hefur að vísu ekki gott orð á sér sem rekstrarmaður og ekki reynslu af velgengni á sviði viðskipta. Félagið sem hann fór fyrir sem helsti ábyrgðarmaður í stjórn, BNT og síðar EM 13, var tekið til gjaldþrotaskipta 15. janúar í fyrra og fengust engar eignir upp í 4,3 milljarða króna kröfur samkvæmt Lögbirtingarblaðinu. Ef viðlíka staða væri á ferilskrá fjármálaráðherra í mörgum öðrum ríkjum væru eðlilega uppi efasemdaraddir og alls ekki víst að frami í stjórnmálum hefði yfir höfuð verið mögulegur. Af hverju á almenningur að treysta fjármála ráðherra hjá einum skuldugasta ríkissjóði Evrópu, sem boðar aðhald með annarri hendi en gefur tugi milljarða til einstaklinga næstum handahófskennt úr honum með hinni? Þetta er sanngjörn spurning, ekki síst í ljósi fortíðarinnar úr viðskiptum. sporin hræða Ísland stendur á merkilegum krossgötum þessi misserin eftir að hafa horfst í augu við blekkinguna og bjargað „Ekki er aðkallandi að gera þessar breytingar, þar sem eftirspurn eftir íslenskum banka- mönnum erlendis er hverfandi.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.