Kjarninn - 10.04.2014, Side 23

Kjarninn - 10.04.2014, Side 23
19/22 4 skuldaniðurfellingar heimilanna Framsóknarflokkurinn lofaði heimilunum í landinu stórfelldum niðurfellingum á húsnæðislánum ef þau kysu flokkinn til valda, sem tæplega fjórðungur þjóðar- innar gerði. Óljóst er hversu miklum peningum var heitið í þetta verkefni. Margir kjósendur telja að það hafi verið á bilinu 200-300 milljarðar króna en þegar umfang niðurfellinganna var kynnt í nóvember kom í ljós að þær yrðu „aðeins“ 80 milljarðar króna. Auk þess mætti fólk nota séreignarsparnaðinn sinn í að borga niður lán í afmarkaðan tíma. Ef 92 prósent allra sem eiga rétt á að nýta sér þennan kost gera það kostar það um 150 milljarða króna. Heildarumfang aðgerðanna liggur hins vegar ekki fyrir. Frumvörpin hafa verið vægast sagt umdeild og ríkir lítil sátt í samfélaginu um aðgerðirnar sem þau heimila. Í könnun sem MMR gerði í byrjun apríl kom til að mynda í ljós að 65,5 prósent landsmanna teldu að lækkunin myndi hafa engin eða neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.