Kjarninn - 10.04.2014, Page 24

Kjarninn - 10.04.2014, Page 24
20/22 3 Breytingar á veiðigjöldum Innan við mánuði eftir að stefnu- yfirlýsing sitjandi ríkisstjórnar var kynnt í fyrravor ákvað Sigurður Ingi Jóhanns- son sjávarútvegs ráðherra að leggja fram frumvarp um breytingar á veiðigjandi á útgerðir landsins. Í því fólst að gjaldið var lækkað til eins árs en til stendur að breyta því til frambúðar. Málið var eitt það fyrsta sem ríkisstjórnin lagði fram eftir að hún tók við völdum í landinu. Starfshópur var skipaður í kjölfarið og á hann að skila tillögum að breytingum sem leggja á fram sem frumvarp. Það þarf að gerast áður en nýtt fiskveiðiár hefst 1. september næstkomandi. Morgunblaðið hefur greint frá því að verið sé að skoða „verulegar breytingar á útfærslu veiðigjalda“. Nýja frumvarpið var ekki komið fram þegar Kjarninn var stafrænt birtur.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.