Kjarninn - 10.04.2014, Side 31

Kjarninn - 10.04.2014, Side 31
26/28 DaNmörk þessum tveim dögum. Þarna, sagði Lars, fékk hann kannski hugmyndina að JYSK. Nokkru síðar sagði Lars upp starfinu hjá H&L og þau Kristine, sem ætíð er kölluð Kris, fluttu til Álaborgar. Hún hafði fengið starf á sjúkrahúsi og Lars fékk vinnu í verslun sem seldi gardínur og gluggatjöld. Árið 1974 fékk hann vinnu hjá annarri verslun sem seldi rúm, rúm- fatnað, gardínur og áklæði. eigin herra – jYsk verður til Árið 1979 ákvað Lars Larsen að nú væri komið að honum sjálfum að ráða ferðinni. Í samvinnu við tvo félaga sína ákvað hann að opna verslun í Árósum. Þeir tóku á leigu 500 fermetra skemmu við Silkeborgvej, svolítið fyrir utan miðbæinn. Hús- næðið var ódýrara en við aðalverslun- argötur bæjarins og þarna voru næg bílastæði. Þeir félagar ákváðu að verslunin skyldi heita Jysk sengetøjs lager. Þeir voru jú allir frá Jótlandi og seinna orðið í nafninu lýsti vörunum en endingin -lager gaf jafnframt til kynna að þetta væri öðruvísi verslun. Nokkrar auglýsingastofur sem þeir leituðu til sögðu að nafnið væri allt of langt og þegar þeir félagar sögðu að þeir vildu hafa gæs og eitthvað sem táknaði rúm sem einkennistákn (logo) verslunarinnar sögðu auglýsingastofurnar nei takk. Ein lítil stofa tók verkefnið að lokum að sér og gerði eins og Lars og félagar vildu, hannaði merkið og jafnframt auglýsingar, sem voru í senn einfaldar og lýsandi. gímald á jótlandi Vöruhús JYSK í Uldum á Jótlandi er talið hið stærsta í Norður-Evrópu. Húsið, sem er um 64.000 fermetrar að stærð, var tekið í notkun árið 2008.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.