Kjarninn - 10.04.2014, Side 45

Kjarninn - 10.04.2014, Side 45
39/39 spes kjarninn 10. apríl 2014 39/39 spes spes Furðuleg ummæli forsætisráðherra smáríkis um loftslagsbreytingar vekja athygli sér tækifæri fyrir þjóðina vegna náttúruhamfara u mmæli forsætisráðherra Íslands, smáríkis í Norður- Atlantshafi, í þarlendum fjölmiðlum á dögunum hafa vakið athygli á heimsvísu. Þegar ríkisfjölmiðillinn, RÚV, leitaði viðbragða forsætisráðherrans við nýrri skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að hnattræn hlýnun muni hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir alla jarðarbúa og þá sérstaklega þá allra fátækustu, sagðist forsætisráðherrann sjá tækifæri í hamförunum fyrir þjóð sína. Í yfirvofandi vatns- og fæðuskorti, hækkandi matvælaverði, dýrari orku og aukinni eftirspurn eftir landrými fælust tækifæri fyrir Íslendinga, ekki síst á sviði matvælaframleiðslu. Máli sínu til stuðnings vísaði forsætis- ráðherrann til kenninga um að á meðan ríki við miðbaug myndu glíma við mörg vandamál næstu árin vegna hlýnandi loftslags myndu þjóðir á norðlægum slóðum blómstra. Ummæli forsætisráðherrans vöktu hörð viðbrögð stjórnarandstöðunnar á Íslandi, og ekki síst furðu víða um heim.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.