Kjarninn - 10.04.2014, Side 68

Kjarninn - 10.04.2014, Side 68
59/63 ÍÞróttir havelange-hneykslið Brasilíumaðurinn Joao Havelange var forseti FIFA á árunum 1974 til 1998, í hart nær aldarfjórðung. Hann tók við stöð- unni af Stanley Rous, en Sepp Blatter er arftaki Havelange. Brasilíu maðurinn var gerður að heiðursforseta FIFA þegar hann lét af störfum sem forseti Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, en hann átti sæti í Alþjóða Ólympíunefndinni á árunum 1963 til 2011. Havelange sagði af sér sem heiðursforseti FIFA í apríl í fyrra, eftir að upp komst um hneyksli sem hann var viðriðinn. Samkvæmt skýrslu sem rannsóknarnefnd á vegum FIFA vann, og var afhent fjölmiðlum á síðasta ári, kemur fram að Havelange og Ricardo Teixeira, fyrrverandi forseti brasilíska knattspyrnusambandsins og stjórnarmaður hjá FIFA, hafi þegið um 41 milljón Bandaríkjadala í mútugreiðslur frá markaðsfyrirtækinu ISL vegna markaðs- setningar á heimsmeistaramótunum í knattspyrnu. Teixeira er jafnframt fyrr- verandi tengdasonur Havelange. Umrædd skýrsla var í raun tveggja ára gömul og átti rætur að rekja til dómsmáls í Sviss árið 2008 þar sem Havelange og Teixeira voru ákærðir fyrir spillingu í tengslum við ISL. Tvímenn- ingarnir komu sér undan dómi með því að greiða skaðabætur sem hljóðuðu upp á um 740 milljónir íslenskra króna. Markaðsfyrirtækið ISL var í miklu samstarfi við FIFA á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið sá um markaðssetningu heimsmeistaramótanna, en dæmi eru um að fyrirtækinu hafi verið úthlutuð markaðssetning á heimsmeistaramóti án þess að tilboð þess væri það hagstæð- asta fyrir FIFA. ISL varð gjaldþrota árið 2001. Havelange er sagður hafa verið lykilmaður í því að Brasilía varð fyrir valinu vegna HM í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1999 sögðu fjölmiðlar frá því að Havelange hefði „Markaðsfyrirtækið ISL var í miklu samstarfi við FIFA á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fyrir tækið sá um markaðs setningu heimsmeistara mótanna, en dæmi eru um að fyrirtækinu hafi verið úthlutuð markaðs- setning á heimsmeistaramóti án þess að tilboð þess væri það hagstæðasta fyrir FIFA.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.