Kjarninn - 10.04.2014, Síða 75

Kjarninn - 10.04.2014, Síða 75
65/66 kjaftæði sundskóli lífsins Ég held að ég hafi hagað mér dálítið eins og sjálfvirk og dómhörð rennihurð þegar ég fór í sund um daginn. Þar var einstaklingur, sem ég kýs að kalla dverg, með almennum fyrirvara um pólitískan rétttrúnað, en ef orðið dvergur misbýður lesendum skulu þeir héðan í frá skipta því út fyrir „einstak- lingur sem er haldinn brjóskkyrkingi (e. achondroplasia), sem lýsir sér þannig að öll löng bein í líkamanum vaxa ekki á eðli- legum hraða“. Nema hvað. Í sundlauginni var dvergur. Hending réð því að við fórum í gufubað á sama tíma. Ég gat ekki hætt að hugsa um þá staðreynd að þessi maður væri dvergur. (Þið vitið, þessi eyrnaormur: „Hann er dvergur. Hann er dvergur. Hann er dvergur.“) Þetta er örugglega það sem renni- hurðirnar eru að hugsa um hann þegar hann á leið í gegnum þær. Eruð þið ekki svona líka þegar þið sjáið einhvern sem er öðru- vísi? Sjálfur er ég alveg rosalega loðinn á baki og upphandleggjum og ég ímynda mér að aðrir sundlaugargestir dvelji dálítið við þá staðreynd þegar þeir sjá mig í pottinum (og sjálfvirkar rennihurðir þegar ég fer í gegnum þær ber að ofan). Loðnir menn eru blökkumenn heimsins, eins og John Lennon sagði alltaf. Korteri síðar var ég hálfnakinn í karla- klefanum þegar inn gekk stærsti maður sem ég hef séð. Hann var á að giska 220 cm og fyrir mér var það nógu helvíti mikið. Minnimáttarkennd mín var svakaleg. Þetta fundust mér mögnuð skipti, því stuttu áður hafði ég hitt lítinn mann, og nú var ég orðinn eins og hann, af því að yfir mig gnæfði stór maður líkt og ég hafði gnæft yfir hann. Ég var kominn í fótspor andlags hugsana minna. Vísindasamfélagið (ég trúi ekki á almættið) var að „Ég hef aldrei skilið almennilega af hverju teknar eru ljós myndir af hlaupurum í skipu- lögðum víðavangs- hlaupum til opin- berrar birtingar. Þeir sem fara út að hlaupa, sérstaklega langar vega lengdir, eru í mjög við- kvæmu ástandi. Þeir eru gjarnan rauðir og rennsveittir í framan og gretta sig í þeirri von að það minnki sársaukann.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.