Kjarninn - 05.06.2014, Side 22

Kjarninn - 05.06.2014, Side 22
16/18 viðskipti Nýr hlutabréfamarkaður að mótast Eftir hið ævintýralega hrun hlutabréfamarkaðarins haustið 2008, þegar hann féll nær allur saman samhliða falli Kaup- þings, Glitnis og Landsbankans, hefur orðið til nýr hluta- bréfamarkaður þar sem gjörólíkar áherslur heldur en fyrir hrun einkenna rekstur. Þá var aðgengi að fjármagni gott og mikill þrýstingur frá fjárfestum á vöxt félaga og stækkun efnahagsreiknings, ekki síst með skuldsettum yfirtökum. Nú er öldin önnur. Tryggingafélögin TM, VÍS og Sjóvá hafa til dæmis litla sem enga vaxtarmöguleika hér á landi nema með því að stækka markaðshlutdeild á kostnað hlut deildar samkeppnisaðila. Reyndin hefur verið sú að veigalitlar breytingar hafa orðið á hlutdeild félaganna. Reksturinn er í traustum skorðum og er áhersla fremur á arðgreiðslur til hluthafa. Það sama má segja um N1 og Haga. Vaxtar- möguleikar eru litlir sem engir en stöðugur rekstur sem skilar hluthöfum arði er fyrir hendi. gríðarleg ávöxtun í skjóli fjármagnshafta Frá hruni hefur markaðsvirði skráðra félaga aukist mikið, margfaldast raunar í sumum tilvikum. Þannig var skráningar gengi fyrsta félagsins á markað eftir hrunið, Haga, 13,5 við skráningu á markað en er nú 45,5. Það sama má segja um Icelandair, sem var endurskráð á markað á genginu 2,5 eftir hrunið en gengi félagsins í kauphöllinni bankarnir skipta markaðinum að milli sín að mestu Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Arion banki með mestu hlutdeildina í maímánuði, eða 27,8% (29,6% á árinu), Íslandsbanki með 24,0% (19,9% á árinu), og Landsbankinn með 18,6% (23,4% á árinu). Viðskipti með skuldabréf námu 92 milljörðum í maí, sem samsvarar 4,6 milljarða veltu á dag. Þetta er 2% lækkun frá fyrri mánuði (viðskipti í apríl námu 4,7 milljörðum á dag), og 54% lækkun á milli ára (viðskipti í maí 2013 námu 9,9 milljörðum á dag). Alls námu viðskipti með ríkisbréf 71,9 milljörðum en viðskipti með íbúðabréf námu 17,8 milljörðum, að því er segir í yfirliti Kauphallarinnar. Mest voru viðskipti með RIKB 19 0226, 17,9 milljarðar, RIKS 21 0414, 12,1 milljarður, RIKB 22 1026, 11,2 milljarðar, HFF150224, 10,3 milljarðar, og RIKB 20 0205, 9,7 milljarðar. Á skuldabréfamarkaði var Landsbankinn með mestu hlutdeildina 27,2% (21,5% á árinu), Íslandsbanki með 19,2% (18,5% á árinu) og MP banki með 17,4% (20,0% á árinu).

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.