Kjarninn - 05.06.2014, Page 59

Kjarninn - 05.06.2014, Page 59
50/51 áLit afglæpun, lögleiðing og pennastrik Mikið fer fyrir að ekki sé gerður munur á afglæpun og lögleiðingu þegar umræðan fer inn á þessa braut. Í sem skemmstu máli felur afglæpun í sér að einkaneysla fólks sé ekki ólögleg en að sala og dreifing efna sé enn ólögleg. Lög- leiðing felur hins vegar í sér að ríkið taki yfir kaup og sölu á eiturlyfjum. Þessu er iðulega blandað saman í umræðunni hér. Það fer ekki heldur mikið fyrir umfangi þess að breyta stefnu í fíkniefnamálum heldur er þetta látið hljóma eins og um eitt pennastrik í lagabálknum sé að ræða. hugmyndafræði samfélags Í Portúgal hefur afglæpun eiturlyfja gengið hvað lengst. Öll eiturlyf hafa verið afglæpavædd og þar með er einkaneysla á öllum eiturlyfjum leyfileg. Þetta er þó ýmsum ann mörkum háð, þar sem markmið stefnunnar er skaðaminnkun. Það er að segja, þetta byggir á mannúðar- sjónarmiðum en ekki frelsi einstaklingsins til að fá sér eiturlyf þegar hann lystir. Í Portúgal ríkti ófremdarástand og var far- aldur í heróín neyslu sem dró fólk til dauða auk þess sem smitum HIV fjölgaði gífurlega. Það tók yfirvöld tíu ár að þróa stefnu til þess að takast á við þennan vanda. Mannúðar- sjónarmið og skaðaminnkandi nálgun eru leiðarstef afglæpunarinnar. Öflugt velferðar- kerfi hefur verið byggt upp og öryggisnet fyrir einstaklinga sem á hjálp þurfa að halda. Áherslan er einnig á að fólk fari í meðferð, komist í viðeigandi úrræði að meðferð lokinni eða að fólk haldi neyslu sinni áfram en fái aðstoð við að halda skaða hennar í lágmarki. Hugmyndin er endurhæfing til að gera fólk kleift að taka þátt í samfélaginu. vandinn á íslandi Hér er tölum fleygt fram um að svo og svo margir neyti eiturlyfja og að þetta gangi ekki og það þurfi að breyta „Í Portúgal hefur afglæpun eitur- lyfja gengið hvað lengst. Öll eiturlyf hafa verið afglæpa- vædd og þar með er einkaneysla á öllum eitur- lyfjum leyfileg.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.