Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 3
Einar Hjörleifsson Kvaran. 1859 — 6. desember — 1929. Ein ei- sú mynd úr íslenzkri náttúru, sem jafnan setur hug- minn og ímyndun- arafl í hreyfingu, þegar eg minnist henn- ar; en það er ám. — Hún á upptök sín einhverstaðar inni á heiðum og óbygðum, rennur þar ef til vill saman af mörgum Eekjum og lindum, drögum og vötnum, svo að uppsprettur hennar verða fleiri en svo, að frá þeim sé hægt að greina, þegar hún kemur fram á brúnir hálendisins fellur hún í þröngu gili, stríð og straum- hörð, reynir kraftana á stuðlabergsklöpp- unum og blágrýtishellunum, fellur fram N.-Kv. XXII. ár. 9,—12. h. af klettum og björgum í flúð og fossi, þar sem grængolandi hringiðan sýður og sog- ar fyrir neðan — en sólarúði og friðar- bogi er yfir hverjum fossi, og í djúpi gilj- anna finnast lygnir hyljir, sem ýmist eru þunglyndisdökkir eða geislumstafaðir..... Og áin fellur áfram, nær dalbotninum, finnur breiðan fai’veg milli gróinna hlíða, líður áfram, áfrani -— hægt og straum- þuhgt, miili eyra og engja með einstöku grunnbroti hér og þar, og faðmar grasi gróna hólma, unz tilvera hennar hverfur, rennur út að ósi í fjörð eða flóa. — Ekki alveg óáþekkur þessari mynd virðist mér oft lífsferill sumra hæfileika- og hamingjumanna: Uppruni þeiri’a er að nokkru leyti þektur, að nokkru ó- þektur, tilvera lífs þeirra mynd- ast af samstreymi ótal lækja og linda frá lífi þjóðarinnar, bernskan líður venjulega, án þess að mikið sé eftir henni tekið. En er æskuár taka við, vill farveg- urinn stundum gerast þröngur, þá ólgar blóðið og kraftarnir reyna sig á hindrun- um og torfærum, og á fyrstu fullorðins- árunum, sem fylgja, stendur oft styrr um manninn — en æskan á líka sínar kyrðar- stundir, stundir myrkar af þunglyndi eða stafaðar björtum geislum drauma og vona, og yfir baráttu og stríði mannsins fyrir hugsjónum sínum eða þjóðarinnar, hvelfist friðarbogi sigra framtíðarinnar. — Og að síðustu færist aldur yfir mann- 19

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.