Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Side 4
146
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
inn, hann er þá búinn að ná fullum
þroska og víðfaðma skilningi á lífi sínu
og eðli starfa sinna, þá hægist rásin, yf-
irborðið verður lygnara, farvegur lífsins
jafn og breiður, stundum getur enn brot-
ið á grjóteyrum stríðsins, en að öðru leyti
er nú sem hvíli líf og gróður í faðmi hins
aldraða manns, — það er gróður velunn-
inna verka og í því felst hamingja lífsins.
Ef eg ætti að lýsa lífi þess manns, sem
er tilefni þessara lína, gæti eg ekki fund-
ið aðra mynd betri að líkja því við....
...Einar Hjörleifsson Kvaran skáld er
fæddur í Vallanesi í Suður-Múlasýslu þ.
6. desember 1859. Foreldrar hans voru
þau Hjörleifur prófastur Einarsson og
fyrri kona hans, Guðlaug Eyjólfsdóttir
bónda Jónssonar frá Gíslastöðum
Sumarið 1860 fluttust foreldrar hans
að Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu og
þar ólst hann upp til 10 ára aldurs, en þá
fékk síra Hjörleifur Goðdali í Skaga-
firði og' fluttist þangað árið 1870, þar var
svo heimili Einars unz hann fór í lærða
skólann í Reykjavík árið 1875; þaðan út-
skrifaðist hann 1881 og samsumars sigidi
hann til háskólans í Kaupmannahöfn;
þar tók hann próf í heimspekilegum for-
spjallsvísindum 1882, en að öðru leyti
lagði hann stund á stjórnfræði.
Sumarið 1885 yfirgaf hann háskólann
og fór þá vestur um haf til Ameríku og
dvaldi þar 10 næstu ár. — í ársbyrjun
1888 var blaðið »Lögberg« stofnað í
Winnipeg, var Einar Kvaran einn af
stofnendum þess, og ritstjóri þess var
hann alt þar til hann hvarf heim aftur
til islands að undanskildum einum þiem
vikum.
Vorið 1895 lagði hann af stað heim-
leiðis aftur til íslands eftir hér um bil
14 ára útivist. Þá gerðist hann meðrit-
stjóri »Isafoldar«, sem Björn Jónsson,
síðar ráðherra, gaf út, því starfi hélt
hann til hausts 1901 að undanskildum
vetrinum 1896—97, sem hann dvaldi í
Ajaccio á Corsica sér til heilsubótar.
Haustið 1901 var blaðið »Norðurland«
stofnað á Akureyri og fluttist Einar
Kvaran þá þangað og tók við ritstjórn
þess. Ritstjóri »Norðurlands« var hann í
8 ár, þá fluttist hann aftur til Reykjavík-
ur og tók við ritstjórn »Fjallkonunnar«,
sem hann hafði á hendi í tvö ár. — Að
þeim tíma liðnum tók hann fyrst til fulls
að snúa sér að annarskonar ritstörfum. —
í sambandi við blaðamannsstörf Kvarans
má einnig nefna tímaritið »Verðand.i«,
sem þeir gáfu út í Kaupmannahöfn Bertil
O. Þorleifsson, Gestur Pálsson, Hanues
Hafstein og Einar H. Kvaran árið 1882.
Þar birtist m. a. saga Einars »Upp og
niður«. -— Tímarit þetta er að því leyti
merkilegt, að það boðar stefnuhvörf þau
í bókmentum vorum, er þá voru í vænd-
um og síðar verður bent á.
Á meðan Einar dvaldi í Winnipeg,
höfðu komið út eftir hann tvö lítil rit,
»Vonir, söguþáttur frá Vesturheimi«
(1890), og »Ljóðmæli« (1898). Áður
hafði þó birst eftir hann sagan, »Hvern
eiðinn á eg að rjúfa« (1880). Árið 1903
komu út þrjár sögur, »Vestan hafs og
austan«, 1908 fyrsta langa skáldsagan
»Ofurefli« og sama ár »Smælingjar,
fimm sögur«« (prentaðar í Winnipeg),
1911 kom framhald »Ofureflis«, sagan
»Gull«, 1913 »Frá ýmsum hliðum, fimm
sögur« og leikritið »Lénharður fógeti«,
1915 leikritið »Syndir annara«, 1916
»Sálin vaknar, þáttur úr sögu æsku-
manns«, 1918 »Sambýli, saga«, 1919
»Sögur Rannveigar I.«, 1922 »Sögur
Rannveigar II.«, 1923 »Sveitasögur
gamlar og nýjar« og 1924 »Stuttar sög-
ur« (endurprentun. af »!Smælingjar« og
»Frá ýmsum hliðum«). Margt af þessum
sögum hefir verið þýtt á erlend tungu-
mál. — Þýtt hefir og Einar Kvaran ým-
islegt af erlendum skáldskap og úr