Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Qupperneq 6

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Qupperneq 6
148 NÝJAR KVÖLÐVÖKUR Af ritum Einars Kvarans um þessi efni má nefna »Líf og dauði« (1917) og »Trú og sannanir, hugleiðingar um eilífð- armálin« (1919). Auk þess hefir hann snarað á íslenzku bók W. T. Steads »Eftir dauðann, bréf frá Júlíu« (1907). —- Rit- stjóri tímaritsins »Morgunn«, sem fjall- ar um þessi málefni, hefir hann verið síð- an það byrjaði að koma út 1920, og síðan »Sálarrannsóknarfélag íslands« kom á fót 1918, hefir hann verið forseti þess. — Sem brautryðjandi og endurbótamaður andlegra mála og siðferðismála íslenzku þjóðarinnar hefir Einar Kvaran ekki getað 14«ð áfengisbölið fara fram hjá sér afskiftalaust, og liggur eftir hann margra ára verðmætt starf í þarfir bind- indismálsins og Goodtemplarreglunnar hér á landi. Semf fulltrúi Stórstúku ís- lands af alþjóðareglu Goodtemplara átti hann sæti á Hástúkuþingi, sem háð var í Kaupmannahöfn sumarið 1920; eftir ós'k danskra bindindismanna flutti hann þá um þingtímann fyrirlestur um áfengis- bannið á íslandi. Þetta erindi var síðar prentað sem sérstakt rit og kom út í Finnlandi í sænskri þýðingu. — Sömu- leiðis var Kvaran fulltrúi Stórstúkunnar á þingi bindindismanna á Norðurlöndum í Kaupmannahöfn 1921; sama sumar sat hann 16. alþjóðaþing gegn áfengisbölinu í Lausanne sem fulltrúi ríkisstjórnarinn- ar íslenzku. Og um haustið fór hann til Englands í erindum Stórstúku íslands og flutti þá erindi á ýmsum stöðum þar í landi. —- Árið 1922 sat hann enn Há- stúkuþing alþjóðareglu Goodtemplara, er þá var háð í London. — Þetta nægir til að benda störf hans fyrir regluna út á við, en ótalin eru þó störf hans fyrir bindindismálið — eitt af mestu velferð- armálum þjóðarinnar -—• heima fyrir. — Einar Kvaran er tvíkvæntur. Fyrri kona hans, sem hann gekk að eiga í Dan- mörku, hét Maren Mathilde Petersen, frá Marbjerg á Sjálandi. Misti hann hana á- samt tveimur ungum börnum þeirra í Winnipeg. Síðar gekk hann að eiga Gísl- ínu Gísladóttur frá Reykjakoti í Mos- fellssveit og hafa þau eignast 5 börn, eru 4 þeirra á lífi, 1 dóttir og 8 synir, en einn son, sem kominn var í mentaskólann, mistu þau árið 1905. . . Þegar litið er yfir störf Einars Kvarans og það sem liðið er af æfi hans, virðist vera full ástæða til að telja hann hamingjumann. Ekki svo að skilja, að hann hafi farið varhluta af sorg- um, stríði og ýmsum þrengingum, sem samfara eru lífi hvers áhuga- og hugsjónamanns. En hann er nú kominn niður frá hálendinu, þröngu gljúfrunum og fossaföllunum, þegar styr stóð um nafn hans og hann stóð sjálfur á miðjum orustuvelli þjóðmálanna og annara mála. Líf hans virðist hafa fallið inn í hinn breiða farveg sálarþroska og mannlegs skilnings. — Hér á ekki við að vega eða meta hin einstöku skáldverk hans fremur en önnur störf, er hann hefir leyst af hendi. — En það er þó sem skálds, að þjóðin mun minnast hans lengst; og óhætt er að full- yrða það, að fáum hefir auðnast sem hon- um að vinna hylli og vinfe.ngi almennings með verkum sínum, jafnóðum og' þau komu út, og enn færri munu þeir vera, sem hafa fengið óskiftari viðurkenningu jafnt vina sem mótstöðumanna þegar í lifanda lífi. Þær verða ótaldar þær þöglu heillaósk- ir og hlýju hugrenningar, sem honum verða sendar á sjötugsafmælinu. F. Á. B.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.