Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Side 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
149
Æfintýrið í skóginum.
(Saga frá Kaupmannahöfn).
Loksins var veturinn liðinn. Loksinsvar
loftið orðið hlýtt, skógurinn laufgaður og
fuglarnir farnir að kvaka. Loksins hafði
fólkið, sem daglega sást á götunum, kast-
að vetrarklæðunum, þykkum og þung-
lamalegum. Stúlkurnar, sem áður gengu
þar hægt og silalega, klæddar þykkum
loðfeldum, eða með loðkraga upp fyrir
eyru og dökka, þykka hatta, svifu nú urn
göturnar ljettar og limamjúkar á Ijósum
klæðum, sem mintu á vor og æsku, og í
gegnum fötin sáust hinar fögru líkams-
línur. Borgin var orðin sem ný. Vetrar-
loftið grátt og drungalegt þyngdi ekki
lengur skapið. Það hafði grúft yfir manni
allan liðlangan veturinn og lagt hömlur á
alt lífsfjör og kæti. En nú var vorið kom-
ið. Sólin skein í heiði dag eftir dag og
'vakti til lífs og leiks alla þá krafta, sem
veturinn hafði drepið í dróma með
hrammi sínum. En nú var hann loksins
hðinn.
Mikið lifandi skelfing var jeg feginn
Því, að vorið var komið. Jeg liafði þráð
Það síðan á haustnóttum. Mig hafði
úreymt um það og yndi þess nætur og
daga. Veturinn hafði legið á mjer eins og
farg og lamað starfskrafta mína. Hið
eina yndi mitt var að »kúra og dreyma«.
Jeg hafði líka verið ástfanginn í ungri og
fallegri meyju. Jeg sá hana af hendingu
llm jólaleytið, og hún hertók hjarta mitt
ú samri stundu. Síðan sveif jeg milli
Vonar og ótta. Jeg fjekk hjartslátt í hvert
Slnn, er jeg sá hana og átti erfitt með að
Loma upp nokkru orði í návist hennar,
°g fjekk jeg þó annars orð fyrir að vera
heldur málugur. Þetta var líka heppileg-
asta ástandið, til að vinna ástir ungrar
og fjörugrar meyjar. En jeg var svo óg-
urlega vitlaus í þann tíma. Jeg leit á hana
eins og gyðju, og mjer fanst jeg vera
sælastur allra manna, ef hún aðeins leit
á mig svona eins og gengur og gerist, jeg
tala ekki um ósköpin, ef hún brósti. Jeg
hafði hætt mjer til að dansa við hana
nokkrum sinnum á »landamótum«, en jeg
þorði varla að snerta hana; mjer fanst
líkami hennar vera of fíngerður, til þess
að annar eins klunni og jeg mætti hand-
fjallá hann. Hvernig gat staðið á því, að
jeg var svona? Jeg var hissa á því. að
jeg skyldi geta verið svona asnalegur. Og
jeg skelti allri skuldinni á veturinn, Jeg
hugði, að það væri gráa loftið, sagginn
og slydduveðrið, sem drægi svo úr mjer
þróttinn, að jeg þyrði ekki að náígast
takmark helgustu vona minna. Jeg von-
aði því og þráðí, að vorið kæmi, með gró-
andina, sólskinið, sönginn og hfið. Þá
væri færi á að hrinda af mjer drungan-
um og reka af sjer slyðruorðið, og sýna,
að maður þyrði að gera eitthvað.
Jeg hafði komist að rauii um, að
Hrefna Ijet sjer ekki standa á sama um
mig. Að vísu gat það verið, að hú.n vildi
aðeins gera gabb að mjer vegna ófram-
færni minnar. En mjer var sama um það.
Hún hafði gefið mjer svo mikið undir
fótinn, að jeg gerðist öruggari í fram-
göngu en áður var. En maí var líka byrj-
aður, og þá segja menn, að allir örfist til
ásta. í raun réttri var jeg nógu ástfang-
inn áður, en tilfinningar mínar gei-ðust
nú jarðbundnari en fyrr, og jeg einsetti
mjer að gera eitthvað. Þótt það yrði ein-
hver árans vitlevsan, var alt betra en
aðgerðarleysið.