Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 8
150
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Þessi ásetningur minn varð til þess, að
jeg bauð henni með mjer í skógarför. Jeg
var nú reyndar hissa á, að mjer skyldi
detta slík fífldirfska í hug, því að fífl-
dirfska var það frá míhií sjónarmiði sieð,
og jeg veit ekki enn, hvernig jeg fór að
stynja þeirri málaleitun upp við Hrefnu.
Jeg gerði það víst meira en í meðaiiagi
klaufalega, því að hún skellihló upp í op-
ið geðið á mjer. En það gerði nú ekkert,
því að hún hjet að koma með mjer.--------
Dagurinn, þegar farið skyldi í skóg-
inn, var runninn upp. Þao var sólskin og
steikjandi hiti. Maður varð löðursveittur
af að labba í hægðum sínum um göturn-
ar. Það lá nærri, að hitinn lamaði eins
mikið nú og veturinn gerði áður. Hús-
veggirnir köstuðu frá sjer brennheitum
sólargeislunum og göturnar voru líkast-
ar bakaraofnum.
Jeg var hinn ánægðasti. Jeg vissi vel,
að utan borgar bljes undurþýður blær
utan af Sundinu, og hann hresti mann og
fjekk mann til að gleyma mollunni og
rykinu inni í húsaþrönginni.
Jeg var merkilega fimur og fjörugur,
þegar við Hrefna stigum út úr eimlest-
inni við Klampenborg og bjuggumst til
að ganga inn í skóginn. Mjer var líkt
innanbrjósts og jeg hefði nú höndlað
hamingjuna fyrir fult og alt, og jeg var
staðráðinn í að láta ekki færið ganga úr
greipum mjer. Hrefna var líka ofur á-
nægjuleg á svipinn. Reyndar virtist mjer
hún nokkuð hrekkjaleg í augunum, en
það gat verið missýning, því að jeg var
svo geysilega tortrygginn.
Skógurinn ljómaði í hinu fegursta vor-
skrúði sínu. Beykilaufið silkimjúkt og
Ijósgrænt, hreyfðist ofurhægt í andvar-
anum. Hingað og þangað stóðu alblóing-
aðir hvítþyrnar og lagði af þeim þægi-
legan ilm, og blóm vorsóleyjanna
þöktu allan skógsvörðinn. Við Hrefna
reikuðum fram og aftur, mösuðum,
hlógum og sögðum hvort öðru sögur
og dáðumst að vorfegurð skógarins. Svo-
mikið hafði jeg aldrei talað við Hrefnu
fyrr, en þetta var líka í fyrsta skifti, sem
við vorum tvö ein, þá stund að nokkru
næmi. Jeg uppgötvaði brátt, að Hrefna
var dálítið rómantísk, og það þótti mjer
ekki amalegt, því að rómantík og skáld-
skapur var hið eina, sem jeg gat talað um
af dálitlu fjöri. Dagurinn leið, og jeg var
engu nær um hug Hrefnu. Hún hló og
flissaði og kom mjer í vandræði alveg
eins og vant var. Að vísu sýndust mjer
augu hennar blossa stundum alleinkenni-
lega, en það gat verið ímyndun. Jeg ætla
ekki að orðlengja það meir, að áður en
okkur varaði var sólin gengin undir og
tekið að skyggja, það er að segja tunglið
sá fyrir nægri birtu, til að rekja götu-
slóðana, sem lágu um skóginn.-------------
— — — Tunglið skein í heiði. Inni í
skógarþykninu var samt niðdimt, nema
þar sem örmjóir silfurhvítir geislar gátu
smogið gegnum blaðasamfellurnar.
Fuglasöngurinn þagnaði smátt og smátt,
og kyrð og friður færðist yfir. i raklend-
um rjóðrum stigu gráhvítir þokumekkir
upp frá jörðunni og lögðust síðan yfir
hana eins og silfurslæða. Það var þægi-
lega svalt. Skógurinn geymdi enn mikið
af sólarylnum frá deginum, svo að næt-
urkulið fanst ekki að marki.
Við Hrefna sátum í grasi vaxinni
brekku skamt frá vatni einu. Tungis-
geislarnir stöfuðu spegillygnan vatnsflöt-
inn, og skógarjaðarinn í kring varpaði
kolsvörtum skuggum inn yfir vatnið.
Þegar litið var yfir að skógarjaðrinum
var sem sæi í órjúfandi varnarmúr og að
baki hans leyndist eitthvað dularfult og
óendanlegt. Síðustu fuglarnir voru þagn-
aðir, en froskarnir kvökuðu ennþá ástar-
ljóð sín á vatnsbökkunum. öðru hvoru
heyrðist skrjáf í grasinu, það minti á, að
alt í kring væri fult af lifandi verum, og