Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 10
152
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
og Hrefna þagði líka og hvíldi hreifing-
arlaus í örmum mínum. Uglumar voru
þagnaðar og skógurinn var kyr og hljóð-
ur sem fyr. Hjartað barðist ákaft í
brjósti mjer. Jeg var sælli en því verði
með orðum lýst. En eitthvað varð jeg að
segja þótt mjer virtist næstum synd að
rjúfa þögnina.
— Hrefna, stundi jeg loksins upp, ertu
reið við mig?
— Reið, hversvegna ætti jeg að vera
það?
— Ja, mjer datt svona í hug, að þú
hefðir reiðst, af því að jeg kysti þig.
— Og þú heldur að jeg hefði ekki látið
það í Ijós á nokkurn hátt. Blessað barn
getur þú verið. Hún sagði þetta. hálfögr-
andi, og mjer varð samstundis ljóst, að
hún hafði þráð þessa stund ekki síður en
jeg, en óframfærni mín hafði fram að
þessu verið sá múrveggur, er hindraði alt
samband okkar í milli. En nú var hann
hruninn. Nú var marki vona minna náð.
Loksins hafði djarfasti draumurinn minn
rætst.
En eitt var undarlegt. Nú fanst mjer
miklu minna til um hlutina en áður.
Sælutilfinningin hvarf að miklu leyti við
orð Hrefnu. Mjer virtist hinn rómantiski
blær næturinnar minka og alt verða svo
ítar blendin eiga kjör
undir hendingunni;
oft við strendur kurlast knör —
kannske í lendingunni.
undur óskáldlegt. Nú skildi jeg það, að
ástin er ekki englasöngur einhvers staðar
úti í Ijósvakanum, heldur hvatir og til-
finningar jarðneskra vera.
Við dvöldum þama lengi. Alt í einu
tókum við eftir því, að farið var að birta,
og fuglarnir hófu morgunsöng sinn. Rá-
dýr og hirtir komu fram úr skógarþykn-
inni en stukku brott aftur, er þau urðu
okkar vör. Við stóðum upp. Hrefna
studdi sig við arm minn. Þannig leidd-
umst við inn til borgarinnar og komum
þangað náiægt fótaferðartíma.
Ár eru liðin. Hrefna er nú kaupmanns-
frú einhvers staðar á Norðurlandi, en jeg
er enn í Höfn og fæst við ýmsa hluti.
Ástaræfintýrin mín eru orðin býsna
mörg, ef til vill fleiri en vert er að hafa
orð á, en mörg þeirra eru líka gleymd og
grafin sem betur fer. En í hvert sinn,
sem skógurin fer að grænka, og maísólin
hellir geislaflóði sínu yfir borgina, vakna
hjá mjer gamlar minningar. Þá dreymir
mig stundum um fyrsta, og ef til vill hug-
ljúfasta æfintýrið mitt, — æfintýrið í
skóginum.
St. Steindórsson
frá HlöðuTn.
Bezt mun þýða og létta lund,
lífs þó stríð sé blandið:
rækta í hlíð og græða á grund
grein sem prýði landið.
Jón Jónsson Skagfirðingur.
Lausar vísur.