Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 12
154
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
tel eg það gæfu mína, því nú er mjer
Ijóst, að það hvorki er auður né áhyggju-
leysi, sem gerir það að verkum, að mað-
urinn við enda lífs síns getur litið yfir
það, sem liðið er, með glöðum hug, heldur
er það samvinna heila og handar og með-
vitundin um að hafa verið sjálfum sér
trúr. —
Eg var nærri því tuttugu og tveggja
ára, þegar eg kom heim aftur til Hatch-
stead, og þó eg naumast geti sagt, að eg
hafi tekið miklum framförum í tiginna
manna siðum, þá hafði eg það í fórum
mínum nú, sem vel hefði getað freistað
einhvers spjátrungsins til að óska sér
hins sama í staðinn fyrir fjaðrir sínar og
skraut. — Eg átti nú þrjú þúsund pund
sterling í verksmiðju frænda míns sáluga
í Norwich, og það var nóg til þess að gefa
mér ríkulegar og vissar árlegar tekjur.
Þetta gerði auðvitað Símon Dal talsvert
virðingarverðari og þýðingarmeiri per-
sónu í augum fjölskyldu sinnar og ann-
ara þorpsbúa, en sami Símon hafði verið
þrem árum áður.
Nú gat eg farið til Lundúna; og öll þau
gæði sem hin mikla borg gat látið í té.
lét ímyndunarafl mitt umsvifalaust falla
mér í skaut. Systur mínar aðvöruðu mig
og gáfu mér ótal heilræði í gleði sinni,
móðir mín bar nú ekki áhyggjur út af
neinu öðru en því, að eg mundi láta soll-
inn í borginni koma mér til að gleyma
öllu því góða, sem hún hafði innrætt mér,
og presturinn — hann klóraði sér á nef-
inu og horfði á mig með augum, sem svo
greinilega töluðu um spádóminn hennar
Betty Nasroth, að eg gat ekki stilt mig
um að skellihlægja.
Allir litu á mig með svo mikilli virð-
ingu, að það beinlínis var hætta á að eg
færi að líta stórt á mig, en til þess að af-
stýra þeirri hættu var ekkert ráð betra
en að heimsækja Quinton lávarð, sem þá
bjó heima á gózi sínu. Þegar eg stóð aug-
liti til auglitis við hann, fór allur upp-
þembingur fljótlega úr mér, og eg varð
eins og eg átti að mér. Hjá honum var
eg ekkert stórmenni; og enda þótt lávarð-
ur minn tæki mér fjarska vingjarnlega
að vanda, þá fann eg það, að hann hafði
minna að segja um auðæfi þau, er eg
hafði erft, en um hitt, hversu mjög mér
var áfátt í allri framgöngu. Þó ráðlagði
hann mér að fara til Lundúna, vegna
þess, sagði hann, að þar sem maðurinn
yrði að gefa olnbogaskot og venja sig við
að taka olnbogaskotum allrar veraldar,
lærði hann jafnframt að virða og meta
það manngildi, sem hann ætti sjálfur, og
þá lærði hann þann sannleika, að það,
að teljast mikill maður heima í sinni
sveit, væri stundum harla lítils virði,
þegar út í veröldina kæmi.
Eg var dálítið niðurlútur, þegar eg
þakkaði honum öll þessi heilræði; og svo
herti eg upp hugann og spurði hann,
hvernig mistress Barböru liði. »Henni
líður nú fremur vel«, svai’aði hann bros-
andi — »og hún er orðin mesta hefðar-
mey. Skáld-fíflin em meira að segja far-
in að yrkja um hana kvæði. — En hún er
góð stúlka, Símon«.
»Það er eg líka sannfærður um, lávarð-
ur minn!« hrópaði eg. »Það er fremur
djarfur maður, sem þorir að vera viss
um að nokkur sé það nú á dögum«, svaraði
hann þurlega, »en samt er svo guði fyrir
að þakka, að heiðarlegar manneskjur eru
tih... Líttu á, Símon, hérna er afskrift af
kvæði, sem henni var sent nýlega«. Hann
kastaði pappírsmiða til mín. Eg leit sem
snöggvast á hann og las orð eins og »glær
ís«, »snjór, sem aldrei þiðnar«, »Venus«,
»Díana« — og þar fram eftir götunum.
»Efnið virðist dálítið undarlegt, lá-
varður minn«, mælti eg. »0, já, ekki al-
veg laust við það«, hann hló. »En passaðu
þig nú, Símon, að þú aldrei ritir neitt,
sem er verra!« »Má eg fá þann heiður, að