Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Side 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
155
heimsækja mistress Barböru, lávarður
minn?« spurði eg. »Við sjáum nú til,
þegar þú kemur«, svaraði hann. — »Já,
eg verð að sjá í hvaða félagsskap þú verð-
ur. Segðu mér t. d. hverja aðra þú hefir
hugsað þér að heimsækja, þegar þú kem-
ur til Lundúna?« Hann leit fast á mig og
hnyklaði brýrnar, en bros hans var ekki
óvingjarnlegt. Eg hitnaði allur og fann
að eg roðnaði upp í hársrætur. — »Eg
þekki mjög fáa í Lundúnum, lávarður
minn«, stamaði eg — »og engan sérlega
vel«. »Nei, engan vel«, tók hann upp eft-
ir mér, »það er satt«. Hrukkan milli
brúna hans dýpkaði og brosið hvarf.
Bráðlega brosti hann þó aftur, stóð á fæt-
ur og klappaði mér á öxlina. »Þú ert góð-
ur piltur, Símon«, sagði hann, »jafnvel
þótt góðum Guði hafi þóknast að gera þig
dálítið einfaldan. — En Guð varðveiti
mig — hverjum ætti líka að geta dottið í
hug að unglingar séu spekingar? Farðu
til Lundúna og reyndu að kynnast fleira
fólki — og um fram alt, lærðu að þekkja
þá betur sem þú þekkir. — Farðu ávalt
að ráði þínu eins og sómir heiðarlegum
manni — og mundu það, Símon, að
hvernig sem konungurinn annars kann
að vera, þá er liann þó konungurinn«.
Hann lagði sérstaka áherzlu á þessi
síðustu orð, sem hann sagði urn leið og
hann fylgdi mér til dyranna. »Hvað gat
komið honum til þess að segja þetta um
konunginn ?« sagði eg við sjálfan mig á
leiðinni heim, því þrátt fyrir að allir —
einnig úti um sveitir landsins — vissu
vek að konungurinn lét setja menn í
fangelsi fyrir engar sakir, þá fanst mer,
að lávarðurinn hlyti að hafa haft ein-
hverja sérstaka ástæðu til að aðvara mig.
Og þegar ekki var tekið tillit til þess, sem
Betty gamla hafði rausað — og það gerði
lávarðurinn áreiðanlega ekki — hvað gat
e8 þá haft að gera með það, hvernig eða
hvað kóngurinn var fyrir utan, að hann
var konungur landsins?
Um þessar mundir voru talsverðar æs-
ingar víðsvegar í landinu út af því, að
hinn voldugi ráðherra og fágæti ritsnill-
ingur, Clarendon jarl, hafði verið svift-
ur öllum embættum fyrir ofsóknir fjand-
manna sinna. Veitingahúsið var sam-
komustaður þorpsbúa, og þangað drifu
þeir saman, í hvert skifti, sem von var á
póstinum frá Lundúnum, til þess að ræða
nýjungarnar. Sannast að segja hafði eg
engan áhuga fyrir slíkum málum, en af
hreinu og beinu iðjuleysi gekk eg þó á
fundina með gömlu körlunum, hlustaði á
kappræður þeirra, og undraðist með
sjálfum mjer yfir því, að málefni, scm
ekkert snertu okkur eins og við vorum í
sveit komnir, skyldu geta fylt þá með
hita og ofsa.
Þannig atvikaðist það, að eg einum
tveim dögum eftir að eg hafði talað við
Quniton lávarð, sat mitt á meðal þorps-
búa í veitingahúsinu, »Konungur og kó-
róna«, með ölkrús fyrir framan mig, og
hlýddi á ræður manna; pósturinn kom
þá að dvrunum, sté af hestinum og til
undrunar bæði fyrir sjálfan mig og aðra
kom hann rakleiðis til mín með gríðar-
stórt innsiglað skjal. Nú var það mjög
sjaldgæít, að eg fengi bréf með póstin-
um, en það merkilegasta var þó, að mað-
urinn sagði, að sér bæri ekkert gjald fyr-
ir bréfið, það væri konunglegt embættis-
bréf og því gjaldfrítt. Hann talaði frem-
ur lágt, og hávaði var mikill alt í kring,
en á einhvern hátt náði þó nafn konungs-
ins eyra prestsins. Hann stökk á fætur,
hljóp til mín og hrópaði: »Hvað var hann
að segja um kónginn, Símon?« Hann
sagði, að þetta stóra bréf væri komið til
mín sem konunglegt embættisbréf«, svar-
aði eg, »og að eg þessvegna ætti ekki að
borga neitt fyrir það«. Eg sneri bréfinu
'T
20*