Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 18
160
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
og mjög fáar hennar líkar í siðprýði«. Eg
flýtti mér þá að láta þess getið, að eg
þekti Barböru frá fornu fari og væri vin-
ur hennar. Hann hló og svaraðí: »Ef það
er tilætlun yðar að verða eitthvað meira
en vinur hennar, þá verðið þér að hraða
yður, því hana vantar ekki háttstandandi
biðla — sem stendur er hér einn mjög
tiginn herramaður, sem andvarpar eftir
ástum hennar svo hátt, að það heyrist yf-
ir alla borgina!« Eg hlustaði á þessi tíð-
indi með athygli. Eg var stoltur hennar
vegna, en fann þó talsvert til afbrýðisemi,
þó eg léti ekki á neinu bera og var í þann
veginn að spyrja félaga minn, hvort hann
hefði aldrei heyrt getið um neina, sem
héti Cydaria, þegar hann alveg óvænt
sneri samtalinu í aðra átt og spurði
kæruleysislega: »Eg býst við, að þér telj-
ið yður til meðlima ensku kirkjunnar?«
»Auðvitað!« svaraði eg brosandi og dá-
lítið undrandi. »Þér haldið þó ekki, að eg
sé annaðhvort prédikari eða páfatrúar?«
»Afsakið, afsakið, ef spurning mín hefir
móðgað yður«, mælti hann hlægjandi, »en
það eru svo margir, sem hafa undarlegar
skoðanir á trúarlegum efnum nú á dög-
um«. »Því miður«, svaraði eg alvarlega,
»landið hefir líka fengið að kenna á því«.
»Já, og líklega fær það að kenna á því
enn«, sagði hann eins og dreymandi. Eft-
ir stundarþögn fór hann svo að lýsa líf-
inu, eins og það gekk í lífvarðarsveit
konungsins, þar sem eg átti að vera, og
að lokum mælti hann: »Afsakið forvitni
mína, en hver hjálpaði yður til að kom-
ast að? Á þessum tímum er það svo sjald-
gæft að tillit sé tekið til verðleika manns-
ins sjálfs einvörðungu«.
Eg var í þann veginn að segja honum
upp alla söguna, en eg hætti við það, fyr-
irvarð mig einhvernveginn ósjálfrátt —
þá vissi eg ekki, hversu margir menn áttu
upphefð sína konum eingöngu að þakka.
Eg sagði honum því sögu um vin, sem
ekki vildi láta nafns síns getið; og eftir
að við enn um stund höfðum rætt um ó-
viðkomandi efni, notaði eg dálitla þögn,
sem varð, til þes að koma fram með hina
mikilvægustu spurningu mína: »Ekkí
vænti eg að þér hafið heyrt getið um
stúlku, sem gengur undir nafninu Cy-
daria?« — Eg er hræddur um að eg hafi
roðnað. »Cydaria? Hvar hefi eg nú heyrt
það nafn? Nei, eg þekki enga — en þó...«
hann þagnaði við, svo skelti hann á lærið
og hrópaði: »Jú, nú veit eg — eg var viss
um að eg hefði heyrt það áður. Það er úr
leikriti — já, úr »Keisarinn á Indlandi«.
Eg ímynda mér að þessi stúlka yðar hafi
gengið undir dulnefni«. »Mér hefir dottið
það í hug líka«, sagði eg og reyndi að
leyna vonbrigðum mínum. Hann leit
snöggvast forvitnis- og rannsóknaraug-
um til mín. En hann reyndi ekki til að
hafa neitt meira upp úr mér.
Við fórum nú að nálgast Joörgina og
hugur minn fyltist svo af öllu, sem fyrir
augun bar, og því sem eg mundi eiga 1
vændum, að það var ekki einu sinni rúm
fyrir Cydariu. Það þýðir ekkert að reyna
til að lýsa slíku. Hver og einn hlýtur að
muna þær undarlegu tilfinningar, sem.
gagntóku hann, þegar hann í fyrsta sinn
á æfinni sá stórborg, — þessar endalausu
húsaraðir og fólksstraumurinn á götun-
um. — Það gerði mig þögulan — og eg
gleymdi félaga mínum, þangað til mér
varð litið á hann og sá, að hann virtí
undrun mína fyrir sér með ánægjubrosi;
svo fór hann að benda mér á og nefna
hús og staði, sem við fórum fram hjá,
sýndi mér hverfin, sem eldsvoðinn mikli
hafði herjað og benti mér á, hversu
skjótlega þau voru bygð upp aftur, en
undrun mín og aðdáun uxu stöðugt.
»Já«, mælti hann, »þessi borg hefir
marga fjársjóði að geyma fyrir þann, er
finnur lykilinn að þeim«.
Bráðlega náðum við gestgjafahúsi