Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 161 okkar og fengum okkur hressingu. Eg stóð um stund og horfði út og var að hugsa um, hvenær það mundi vera mátu- legt fyrir mig að fara að hátta. En alt í einu snaraðist félagi minn inn til mín og kallaði upp: »Kæri vinur, eg vona að þér hafið einhver föt með yður til skiftanna, því eg er ákveðinn í að byrja nú þegar að uppfylla loforð mitt og kynna yður. Mér hefir verið boðið í samsæti og mér er mjög mikið áhugamál, að þér komið þangað með mér, því þar koma margir, sem þér þurfið að komast í kynni við«. Eg kom auðvitað með ótal afsakanir, en hann kvað aðeins eina afsökun vera gilda og hana gát eg ekki — og vildi ekki — koma með, því að eg hafði keypt mér falleg og fín föt, sem eg ekkert þurfti að skammast mín fyrir; og þegar eg var bú- inn að hafa fataskifti, lýsti Darrell því einnig yfir, að svona búinn gæti eg kom- ið fram hvar sem væri. — »Yður vantar ekkert nema fallegan göngustaf, og hann get eg lánað yður«, sagði hann. »Komið, við verðum að ná í burðarstól, það er orðið talsvert framorðið!« Sá sem hafði boðið okkur á skytning þetta kveld, hét Jermyn og var háttsettur maður við hirðina. Hann tók okkur tveim höndum °g bauð mig velkominn með sérstakri alúð og kurteisi, lét hann sér mjög ant um, að eg skyldi finna sem minst til þess, að eg var þarna einmana og öllum ókunn- Ur- Lét hann mig sitja sjer til vinstri handar, en Darrel sat mér á aðra hönd. Beint á móti okkur sat laglegur maður, sem leit út fyrir að vera rúmlega þrítug- Ur> mér var sagt að það væri Cai-ford jarl. Eg hlustaði nú um stund á samtal manna og sagði eitt og eitt orð líka við °g við, þar sem mér þótti viðeigandi, og eg hat gert það, án þess að láta fáfræði mína koma of berlega í ljós — en hana ■\ai eg fjarska hræddur við. Eg hafði verið kyntur Carford lávarði alveg sér- staklega, en mér til undrunar fann eg að hann tók öllu, sem eg sagði, með bersýni- legum kulda og drambi. Darrel hefir víst líka tekið eftir þessu, því hann hvíslaði hálfhlægjandi að mér, að Carford væri mikill maður, en mestur þó í sínum eigin augum. Eg tók mér því-ekki viðmót hans neitt nærri, en hugsaði mér að reyna að jafiia á honum við tækifæri og kenna honum þá að haga sér kurteislegar. Eft- ir að matur hafði verið tekinn af borðum sátum við enn um stund og dreyptum í vínið. — Carford lávarður, sem auðsjá- anlega var orðinn nokkuð heitur yfir drykknum, byrjaði alt í einu að lasta konunginn, og það með svo hörðum orð- um, að mann gat ekki annað en grunað, að hann hefði um eitthvað sárt. að binda. Mr. Jermyn stríddi honum óspart, og gerði hann brátt svo æstan, að hann gat ekki lengur dulið orsök reiði sinnar. »Hvorki ættgöfgi, vinátta né trú þjón- usta gildir neitt hjá konungk, æpti hanu og barði hnefanum í borðið. »Oss, sem þjónum honum, sýnir hann enga náð til endurgjalds —- alt gengur til kvenna hans — og þær þurfa ekki annað en að óska og fá þá undireins óskir sínar upp- fyltar. Eg nefni sem dæmi, að eg vissi vel, að liðsforingjastaða í lífverðinum var laus. Eg bað konunginn um hana handa frænda mínum, og hann — eins og eg sit hérna — hann lofaði mér því statt og stöðugt. En svo kom Nelly, og Nelly þurfti að fá stöðuna handa einum af vin- um sínum — og auðvitað — Nelly fékk stöðuna og jeg varð að fara tómhentur!« Mér hafði orðið gróflega hverft við, þegar h'ann nefndi Hfvarðarsveitina, og sat nú sem á nálum. Eg tók eftir, að Darrell varð einnig órótt, og hann reyndi að beina talinu í aðra átt. En mr. Jermyn vildi halda efninu áfram: »Hver er sá 21

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.