Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Page 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
165
sem Darrell skýrði mér frá. Eg sat við
hliðina á honum og hann sagði mér nú
það, sem hann vissi um hana; það var í
raun og veru lítið annað, en hið rétta
nafn hennar; en það nafn var þekt af
allri þjóðinni, það var sungið í vísum og
dregið fram og aftur í þvaðri almenn-
ings. Stundum heyrðist það einnig nefnt
í sambandi við mál, sem mikils vörðuðu
fyrir velferð ríkisins, því á þessum und-
arlegu tímum virtist heimurinn vera eins
og leiksvið í höndum djöfulsins. Voldug
ríki :— já, og heilög kirkja háðu baráttu
sína á bak við slör leikkonunnar, eða tóku
andlit fallegrar stúlku fyrir bandamann.
... Lafði Castlemaine og Nelly Gwyn....
höfðum við ekki öll sömun lesið um þær
og heyrt og hneykslast. — Sjálfur prest-
urinn heima hafði minst á Nelly við mig,
en hann vildi samt ekki dæma hana hart,
því Nelly var mótmælendatrúar. — Af
sömu ástæðum hefði eg getað fyrirgefið
henni mikið, því að undanteknum Darreil
vini mínum, hataði eg páfatrúarmenn
meira en nokkra aðra menn, nema ef
vera skyldi hina ofstækisfullu trúboða....
Já, eg mundi hafa fyrirgefið Nelly Gwyn
alt, dáðst að fegurð hennar, hlegið að
fyndni hennar — eg hafði satt að segja
hugsað mér að fá tækifæri til þess alls,
þegar eg kæmi til borgarjnnar, því eg var
léttúðugur, eins og flestir unglingar, og
mundi ekki hafa forðast leikhúsið. En þá
hafði eg ekki vitað, að eg spriklaði sjálf-
ur í netinu. — En gat eg fyrirgefið henni
nú — reiði mína, og blygðun — hjarta-
sárið mitt, brostna ástardrauma — og
að hún hafði gert mig að undrum í aug-
um manna? Eg gat fyrirgefið henni alt,
það sem ’hún var nú.... En gat eg fyrir-
gefið lienni, að hún hafði einu sinni ver-
ið Cydaria mín?
»Já, úr því sem nú er komið er ekkert
undanfæri, þér verðið að berjast«, mælti
Darrell, »þótt þér hefðuð ekki á réttu að
standa«. Hann tók blíðlega í hendina á
mér og andvarpaði. »Já, eg verð að bei-j-
ast«, sagði eg — »og á eftir — ef það þá
verður nokkuð á eftir — verð eg að fara
til Whitehalk. »Til að taka við stöðunni?«
spurði hann. »Til að afsala mér henni,
mr. Darrelk, svaraði eg dálítið hátíð-
lega. »Þér haldið þó ekki, að eg vilji taka
við henni eftir þetta?«
Hann þrýsti hönd minni og sagði með
innilegu brosi: »Þér eruð úr sveitinni. —
Ekki einn af tíu mundu hafa látið þetta
á sig fá«.
»Já, eg er úr sveitinnk, svaraði eg. —
»Það var í sveitinni, sem eg þekti Cy-
dariu«.
S t ö
I
Heimur mörgum hossa kann
hátt í borgarsölum,
en heilladrýgsta hamingjan
hún býr upp í dölum.
k u r.
Ræða þar við rekk og snót
raddir náttúrunnar,
þar er landsins þrifa rót
þar eru heilsubrunnar.
Jón Jónsson Skagfirðingur.