Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 25
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
167
Ljóða sig sem túlk, þegar þorparinn alt
í einu leit fram í dómsalinn. Hann hafði
sjeð dauðatákn fjelagsins og hann hætti.
iSvo hnje hann niður í stólinn og reri
fram og aftur, snöktandi og hveinandi.
Enginn megnaði að draga úr honum orð
framar. En atburður þessi hafði haft sín
áhrif. Það virtist ómögulegt að efast um
sök fanganna og það því fremur, sem það
sannaðist að Maruffi hafði leigt búðar-
holu Larubios og lagt á ráðin með
morðið.
Smátt og smátt skýrðist málið í smáu
og stóru og ástæðan fyrir morðinu var
lýðum ljós — allir vissu um starf Don-
ellys í Mafia málinu. Jafnvel Balke, sem
hafði verið mjög svartsýnn í unphafi
málsins varð að viðurkenna að hið ame-
riska rjettarfar hefði sýnt dugnað sinn.
Allan þennan tíma hafði kunningsskap-
ur þeirra Vittoriu haldist óbreyttur. Þær
Oliveta biðu ætíð fullar eftirvæntingar
eftir frjettunum úr rjettarsalnum, en
hún forðaðist að vera ein með honum.
Hann sá alls ekki Myru Nell; hún hafði
alt í einu brugðið sjer í heimsókn til
ættingja í Mokile.
Af öllum þeim sem fylgdu yfirheyrsl-
unum af logandi áhuga, var Bernie Dreux
ef til vill áfjáðastur. Hann talaði ekki um
annað. Þegar sækjandinn hafði staðið sig
vel var hann himinn lifandi glaður, en
Þegar verjandinn fjekk orðið og tók að
Verja sakborningana af snild þá varð
hann mállaus af bræði. Hann tók vörn
hans sem persónulega móðgun.
»Heyrðu, þeir reyna að gera þig að
lygara! Það er ekki tilætlun laganna að
leyfilegt sje að efast um orð heiðurs-
^anna. Ef jeg væri dómarinnn, mundi
leg hætta yfirheyrzlum og láta lögreglu-
stjórann hengja alla hina ákærðu ásamt
verjendum þeirra.«
»Þeir verða ekki látnir lausir.«
Lernie hristi höfuðið þunglyndislega:
»Menn segja, að það sje reynt að múta
kviðdómnum.
»Því get eg tæplega trúað«.
»Jeg et svarið, að þetta er satt«.
Þótt Blake reyndi í lengstu lög að trúa
ekki þessum kviksögum, heyrði hann þær
loks svo oft og frá svo mörgum, að hann
fór að gerast órólegur.
Allur bærinn beið með mestu eftir-
væntingu eftir síðustu yfirheyrslunum og
alt landið fylgdi með athygli þessu máli,
sem smátt og smátt fjekk alþjóðaþýðingu.
Síðasta daginn sátu þeir Bernie og
Blake saman. Þegar sækjandinn hafði
endað ræðu sína, hrópaði Dreux sigri-
hrósandi:
»Nú höfum við sigrað«.
»En þegar verjandinn hafði lokið máli
sínu, sneri litli maðurinn sjer að sessu-
naut sínum og mælti í reiði:
»Guð minn góður! Þeir eru sama sem
lausir. Bara að kviðdómurinn verði nú
ekki lengi að ákveða sig«.
En kviðdómurinn var mjög lengi, þrátt
fyrir það þótt blöðin og almenningsálitið
hefði lýst yfir því, að málið væri einsýnt.
Það var fyrst daginn eftir, sem kvið-
dómurinn ljet þau boð út ganga, að dóm-
urinn væri genginn og rjettarsalurinn
fyltist í skyndi. Sagan um Cæsar Maruffi
— að hann væri tvær persónur — hafði
flogið um alt, allir vissu að hann var
hinn hræðilegi Belisario Cardi og jók
þetta mjög á aðsóknina.
Blake og Bernie voru komnir í sæti
sín löngu áður en fangarnir voru færðir
inn. Allir horfðu í eftirvæntingu á dyr
þær, sem kviðdómurinn átti að ganga inn
um. Það heyrðist vagnskrölt, fótatak ut-
an dyra og svo komu fangarnir ásamt
varðmönnunum. Maruffi gekk á undan,
hnarreistur, en Normando síðastur,
studdur af tveim lögregluþjónum. Hann
var algerlega lamaður af hræðslu; hann
gat varla í fæturna stigið og froðufelti af