Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 28
170
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
að vilja hennar — eins og jeg í dag ætla
að fara að vilja fólksins«.
»Vilja fólksins! Þú veist að það hefir
engah vilja. Það gerir það sem leiðtogar
þess segja að það skuli gera«.
»Nafn mitt stendur undir ávarpinu.
Mjer þykir leitt, að jeg get ekki uppfylt
bæn þína«.
»Ætlar þú að láta skjóta þá eins og ó-
argadýr í búri?«
»Þessir ellefu menn eru ekki lengur
menn. Þeir eru sjúkur blettur á þjóðlík-
amanum, uppspretta smitunar, sem verð-
ur að útrýma. Þeir eru lagaleysi og of-
beldi; að gefa þeim frelsi væri glæpur,
að fá þeim vopn í hendur væri sama og
að auka að nýju á glæpaverk þeirra«.
»Það er barn meðal þeirra, viltu líka
hafa dauða þess á samvisku þinni?«
»Jeg lofaði Gino, að honum skyldi ekki
verða gert neitt ilt, og það loforð skal jeg
með Guðs hjálp efna«.
»Hvernig dettur þjer í hug, að þú get-
ir stöðvað tryltan múginn og fengið hann
til að þyrma lífi eins fórnardýrsins?«
Hann ypti öxlum. »Þú mátt ekki taka
þátt í þessari slátrun«, hrópaði hún. »Þú
gerir það fyrir mig!«
»Og jeg get ekki gert það sem þú biður
um«.
Hún horfði á hann mjög æst. Hún var
náhvít í framan. »Þú hefir sagt að þú
elskaðir mig. Geturðu ekki gert þetta fyr-
ir mig? Jeg er aðeins kona, jeg get ekki
þolað að hugsa til þess, að þú takir þátt
í þessu hræðilega blóðbaðk.
»Margherita!« hrópaði hann. »Geturðu
ekki sjeð, að jeg á einskis úrkosta? Jeg
get ekki gefið eftir þótt í húfi værir þú
sjálf og ást þín«.
»Jeg gæti ekki snert þá hendi, sem
blettuð væri af blóði varnarlausra manna
— ekki einu sinni í vinsemd, skilurðu?«
»Jeg skil!« Hann var náfölur.
Hún skalf af æsingi og fálmaði eftir
dyrunum, en hann stóð eins og steinn og
horfði á eftir henni.
»Vertu sæl!« sagði hann.
»Vertu sæll!« mælti hún hljóðlega. »Jeg
hefi gert það sem jeg gat. Þú ert maður,
og verður að gera það sem þjer finst
rjettast. En Guð varðveiti þig fyrir þess-
um blóðsúthellingum«.
Löngu áður en tíminn kom, fyltust
nærliggjandi götur við líkneskjuna af
fólki. Allir menn gengu fram hjá skrif-
stofum sínum og búðum var lokað. öll
umferð hætti umhverfis líkneskjuna og
gluggar, veggsvalir og þök húsanna voru
full af fólki.
Það var indæll morgunn; brennheitt
sólskin, og blóm og runnar ilmuðu.
Mannfjöldinn virtist heldur eigi vera í
því skapi, að hann hefði blóðsúthellingar
í hyggju. Aðallega voru þarna löghlýðnir
borgarar, sem heilsuðu hver öðrum mjög
vinalega. í alvarlegum, gáfulegum andlit-
um þeirra var eigi unt að sjá grimd eða
villimensku. Þegar klukkan sló 10, sáust
nokkrir menn brjóta sjer braut að líkn-
eskjunni og var þeim hvarvetna tekið
með hrópum. Var Norvin Blake einn af
þeim.
Þegar einn af mönnum þessum steig
upp á fótstall líkneskjunnar og fór að
tala, datt alt í dúnalogn. Það var Black-
,mar dómari og heyrðist til hans yfir alt
torgið.
Hann rakti ástæðurnar fyrir þessum
fundi og sagði sögu La Mafia í New Or-
leans.
»Svo langt er nú komið«, mælti hann
»að við erum neyddir til að verja okkur
sjálfir. Þegar lögin bregðast verður al-
menningur að grípa til sinna ráða. Fólk-
ið hefir verið kallað saman ekki í leynd
og fyrir lokuðum dyrum, heldur í hjarta
bæjarins um hábjartan dag, til þess að
ákveða hvað við sem heiðarlegir menn
eigum að gera til þess að frelsa líf vort og