Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
173
dyrnar. En eikardyrnar stóðust árásirn-
ar og eftir stutta ráðstöfun fóru þeir að
litlum hliðardyrum, sem voi’u á múrnum
beint á móti þar sem stúlkurnar voru.
Þær voru alls ekki eins traustar eins og
stærri dyrnar og þótt þeim væri loka með
slagbröndum og lásum, ljetu þær undan
og einn af öðrum hurfu mennirnir inn.
Aðeins tveir urðu eftir og sneru baki að
dyrunum til þess að hindra að múgurinn
træðist inn.
»Komdu, við skulum fara. Við erum
búnar að sjá nóg«, hrópaði Vittoria og
reyndi að draga Olivetu með sjer ,inn í
húsið. En hún vildi ekki fara, og virtist
alls ekki heyra, að við hana væri talað,
hún horfði starandi hræðsluaugum á hin-
ar brotnu dyr. Hún hvíslaði í sífellu ó-
skiljanlegum orðum og fingur hennar
þrifu um pilana í grindunum eins og
járnklær.
»Komdu!« stundi Vittoria. »Við fórum
ekki hingað til að sjá þessa hræðilegu
sjón! Oliveta, hlífðu sjálfri þjer!« f kyrð
þeirri sem nú var orðin, varð rödd herin-
ar svo há og skerandi, að menn á næ-tu
veggsvölum sneru sjer við og horfðu for-
vitnislega á hana.
Nokkur stund leið í grafarþöng, svo
beyrðust högg frá fangelsinu. MilJi
þeirra heyrðust ópin í föngunum.
Einhver sagði:
»Nú eru þeir í göngunum. Hitt tekur
ekki langan tíma«.
Stuttu síðar heyrðust drunur eins og
af neðanjarðarsprengingu og endurtók
þetta sig hvað eftir annað.
Við skothríð þessa þyrptist múgurinn
^neð hásum gleðihrópum að hinum þrönga
inngangi, en þar eð vörðurinn hindraði
mngöngu, ljetu menn sjer lynda að æpa
gleðióp við hvert skot. Allar götur um-
bverfis fangelsið voru eins og bylgjandi
haf. Menn sveifluðu handleggjunum og
septu og konur og börn grjetu af æsingi
og eftirvæntingu, veífuðu svuntum og
höttum.
Meðan á þessum hræðilegu, ómannúð-
legu látum stóð, megnuðu stúlkurnar ekki
að hreyfa legg nje lið.
Norvin Blake var ef til vill sá eini,
sem gert hafði sjer Ijóst hve langt æstur
múgur manna getur gengið og fjekk hon-
um það mikillar áhyggju. Þessvegna skip-
aði hann sjer í brjóst fylkingar, til þess
að geta sefað æsing fjelaga sinna.
Bernie Dreux hafði með ræðu sinni
losað hann við að taka að sjer leiðtoga-
starfið og var hann honum mjög þakk-
látur. Hann hafði fylgt vini sínum til
þess að vernda hann og hjálpa honum ef
á þyrfti að halda, en litli maðurinn
reyndist ágætlega hæfur til að spjara sig
sjálfur. Það var hann sem fyrstur fór
yfir þröskuld fangelsisins og gerði sig
þannig að skotspæni ef til hefði komið.
Blake hafði elt hann og komið að honum
með skammbyssuna við enni fangavarð-
arins, kúgandi hann til að láta lykla dyfl-
issunnar af hendi.
Inni í fangelsinu mætti þeim aftur ný
hindrun — járnslegnar dyr ■— og meðan
þeir fengust við að brjóta þær upp,
heyrðu þeir hurðaskelli, fótatak flýjandi
manna og hræðsluhróp, sem var sönnun
þess, að föngunum hafði verið slept laus-
um, svo þeir gætu forðað sjer eins og best
þeir gætu á þessari hættustundu.
Glundroðinn var enn meiri innan dyra
en utan. Það voru ekki einasta Sikiley-
ingarnir sem báðu hástöfum fyrir frelsi
sálar sinnar, heldur einnág hinir fang-
arnir, sem nú hjeldu að dagur hefndar-
innar væri kominn og æptu og kveinuðu.
Menn og konur, blámenn og hvítir, þutu
fram og aftur um gangana í leit eftir ör-
uggum felustöðum.
Hræðsla er smitandi; öll byggingin
sauð og logaði af ofsafenginni hræðslu.
Sumir fjellu á knje og báðust fyrir og