Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Page 32

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Page 32
174 NÝJAR KVÖLDVÖKUR gengu aðrir yfir þá; þeir stóðu upp til þess með blæðandi höndum að berja á læstar hurðir og eftir því sem dauða-ang- ist þeirra jókst og hróp þeirra urðu há- værari heyrðu þeir brothljóðið í trje og málmi, hærra og hærra, nær og nær. Að flýja var eigi mögulegt, að vera kyr var brjálæði, en felustaðir mjög fáir. Hefnararnir komu þjótandi inn i minna fangelsið og fótatak þeirra glumdi í tómum göngunum. Þeir þutu út í opinn garðinn og út á svalirnar kringum hann. Þeir rannsökuðu klefana á leið sinni og drógu fangana fram úr krókum og kym- um. En klefinn, sem geymt hafði fórnar- dýr þeirra var tómur, svo þeir staðnæmd- ust og vissu eigi upp nje niður, en úr öll- um áttum heyrðust stunur og hálfkæfð hræðsluóp. Alt í einu hrópaði einn þeirra: »Þarna eru þeir!« og benti á efstu svalirnar. All- ir þutu af stað en efst undir þaki hindr- aði járnrimlahurð frá því að komast leiðar sinnar. Milli rimanna sáu þeir Salvatore di Marco, Giordano Bolla og eldri Cressi hnipra sig bak við múrsteins- súlu. Einn mannanna barði í grindurnar ng þutu þá hinir óttaslegnu fangar á fætur og báðust líknar, en um leið og þeir sá- ust var skotið og di Marco fjell dauður. Fjelagar hans þutu æðisgengnir fram og aftur, en þeir komust hvergi í skjól. Enn var skotið og Cressi fjell og ioks Bolla. Hann greip blóðugum höndunum um járnrimlana og andlit hans afskræmdist í dauðateygjunum. Svo gengu menn þeir, er sjálfir höfðu gert sig að dómurum niður tröppurnar og meðal þeirra Bernie Dreux gefaiidi fyrirskipanir. Byssa hans var heit og öxl hans aum, því hann hafði langa stund eigi hreift skotvopn. Svo hófst nákvæm leit þeim megin er karlmennirnir voru, en enginn nýr fanst, nema hinar almennu fangar, sem næstumi voru mállausir af ótta. »Hvar eru hinir?« spurði einhver og einn fanganna svaraði: »Hjá kvenföngunum«. Leitarmennimir fóru eftir leiðbeining- unni. Sex Sikileyingar fundust strax og: voru reknir út í garðinn og dyrunum lok- að eftir þeim. Mótstaða var árangurs'aus, Þeir fjellu á knje og báðust miskunnar. Þeir grjetu, æptu og engdust sundur og saman, en böðlar þeirra veittu eigi grið. Þegar einn hafði skotið kom annar í hans stað. .Húsið nötraði af hávaðanum; voru veslingarnir skotnir í tætlur með hinni látlausu skothríð. Þegar allir voru dauðir fóru nokkrir og sneru líkunum með heitum byssu- hlaupunum, til þess að vita hverjir þar væru. Larubio hafði reynt að komast undan með brögðum. Þegar skothríðin hætti, reis hann upp úr dyngjunni alblóðugur og flakandi í sárum, en varla hafði hann staðið upp er hann var skotinn til bana með 6 kúlum. Níu mennirnir höfðu fengið refsingu sína og vantaði aðeins tvo. Normando og Maruffi. Fanst Normando nærri strax og var rekinn út og fenginn í hendur skríln- um á götunni, sem reif hann í tætlur eins og úlfur lamb. Norvin Blake hafði aðeins verið vitni að grimd þessari, en það sem hann sá, hafði hrætt hann og jafnframt styrkt hann í því áformi að finna Gino Cressi.. Hann var ekki viti sínu fjær af blóð- þorsta eins og fjelagar hans, hann óskaði þess eins að þessu lyki sem fyrst og að hann gæti gleymt því, sem hann hafði verið sjónarvottur að. Hann hefði flúið, hefði hann ekki ætlað sjer að bjarga drengnum. Hann leitaði gang af gangi, leit undir muni og í öll hom og króka og fylgdu fjelagar hans í fótspor hans.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.