Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Page 36
.178
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Það var komið rökkur þegar Margher-
ita Ginini var búin að búa niður farang-
ur sinn. Dagstofan var alveg húsgagna-
laus og ekkert í henni nema kassar og
kofort dreifð um gólfið.
Margherita gekk út að glugganum og
leit út á götuna. Hún hugsaði með sorg
um það, að nú þegar Oliveta færi heim,
mundi líf sitt verða lokað innan þröngra,
kaldra og grárra klaustursmúra; hún
mundi aðeins sjá sjúkdóm og raunir
kringum sig. — Klukka ein í nærliggj-
andi klaustri tók að slá og fanst henni þá
sem kæmi kökkur í háls sjer. Hún fór ó-
sjálfrátt að skjálfa. Raddir barnanna
neðan af götunni virtust henni háð eitt
í sinri garð. Hún mintist þess nú, að hún
hefði sjeð Noi’vin Blake leika sjer við
börn.
Það var barið að dyrum, og hún geklc
þreytulega fram að dyrunum til að ljúka
upp, en hrökk saman, er hún sá hver það
var sem kom. Töfrar rökkursins höfðu
fært henni hann, þrátt fyrir ótta hans.
En hann gat engu orði upp komið og gat
tæplega heilsað. Hann horfði undrandi
kringúm sig.
»Hvað er þetta?« spurði hann.
»01iveta fer heim til Sikileyjar. Við
verðum að kveðjast«.
»Og þú?«
»Á morgun — jeg fer í klaustrið«.
»Nei, nei«, hrópaði hann, »þú mátt það
ekki. Jeg hefi barist stundum saman við
sjáífán mig að koma hingað. Elskan mín!
Sendu mig ekki burtu fyr en þú hefir
heyrt alt. Stundum finst mjer, að það
hafa verið mig sem dreymdi, þegar þú
viðurkendir, að þú elskaðir mig, því það
er svo ótrúlegt. Jeg hefi alt af elskað þig
síðan fyrsta daginn á Terranova. Jeg
hefi ekki getað talað fyr. Þú baðst mig
um að taka ekki þátt í morðunum. Jeg
varð að neita þjer. Jeg hefi reynt að
verða maður, ekki mín vegna, ekki vegna
þess hvað almenningur segði, en vegna
þín —«
»En hvað um Myru Nell?«
»Myra Nell er gift!«
Hún horfði á hann full af undrun og
hamingju.
»Já«, endurtók hann, »hún er gift. Hún
hefir verið gift síðan á grímudansleikn-
um. En eg vissi það ekki. Jeg hefi ekki
getað komið til þín fyr, jeg var bundinn
vegna þess hræðilega misskilnings. Og nú
ej- jeg hræddur —«.
»Hvað ertu hræddur við?« heyrði hún
sjálfa sig segja. Hamingja augnabliksins
var svo mikil að hún ljek sjer að henni til
þess að missa einskis af henni. Hún sagði
ekki það, sem lá á vörum henni.
»Getur þú elskað mig þrátt fyrir hug-
leysi mitt við Terranova? Jeg gæti skilið,
að þú ekki gætir gleymt því, en — jeg
elska þig — jeg hefi reynt svo mikið til
að verða þín verðugur jeg gat ekkí
gert það, sem þú baðst mig um um dag-
in, en Guði sje lof að hendur mínar eru
hreinar«.
Hann rjetti fram hendurnar og honum
til undrunar gekk hún til hans og þrýsti
þeim báðum að hjarta sjer og þá fyrst
skildi hann, að hann var bænheyrður.
Raddir barnanna bárust upp til þeirra
í angandi, kyrlátu rökkrinu og þau tóku
alls ekki eftir Olivetu, fyr en hún stóð
hjá þeim.
»Guð veri lofaður!« sagði Oliveta um
leið og hún rjetti þeim hendurnar. »Það
var eitthvað sem sagði mjer, að jeg
mundi ekki fara ein heim til Sikileyjar«.
Endir.