Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Qupperneq 40

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Qupperneq 40
182 NÝJAR KVÖLDVÖKUR samsætum og næturæfintýrum þeirra fé- laga. Snemma mun faðirinn hafa gert Frans að meðeiganda í fyrirtækjum sínum. Að minsta kosti er sýnilegt að Frans hefir haft fjárráð mikil, en alt sem hann græddi, fór um leið í eyðslu. Sagt er að stundum hafi föður hans þótt nóg um, og vandað um við hann og beðið hann að fara gætilegar með fé sitt, því hann lifði eins og aðalsmannssonur, en ekki eins og honum bæri, sem kaupmannsbarni. Þó er sýnilegt að hvorugt foreldra hans hefir á nokkuni hátt lagt neinar verulegar höml- ur á líf hans, og af móður hans er sagt. að þegar vinkonur hennar og grannkonur vorkendu henni ólifnað og ærsl sonarins, þá hafi hún svarað með venjulegri blíðu: »Eg vona nú samt, að hann eigi á sínum tíma eftir að verða Guðsbarn«. Hvergi finst í fornum ritum neitt, sem bendir til þess, að Frans hafi verið það sem kalla má spiltur unglingur. Alt sýn- ist benda til þess gagnstæða, og að alt skrafið um ólifnað hans hafi ekki verið annað en misskilningur á lífsgleði og æskufjöri og venjuleg þröngsýni smárra sálna. í allri umgengni við konur, var hann félögum sínum hreinasta fyrir- mynd. ósiðlegt skraf og ljótt orðbragð var honum viðbjóðslegt. Ef einhver leyfði sér, að honum viðstöddum, að viðhafa ó- sæmileg orð, blót eða klám, setti hann ætíð steinhljóðan. Hann bar altaf djúpa virðingu fyrir konunni, eins og allir þeir gera, sem átt hafa góðar mæður og eru hreinir í hjörtum. f framgöngu allri og dagfari var hann hinn prúðasti og hið eina áhyggjuefni foreldra hans var, hvað föstum tengslum hann var bundinn hinum svokölluðu vin- um sínum. Fyrir þá var ekkert of gott eða of gert. Við fátæklinga var hann einstaklega góður. Eyðslusemi hans náði líka til ölm- usugjafa. Það er siður margra eyðslu- seggja að vera stórtækir á veitingar, þeg- ar vinir eða höfðingjar eiga í hlut, en gefa aldrei fátæklingi. eða þurfandi manni eyrisvirði. Svoleiðis hugsaði Frans ekki. Hann lýsir því sjál'fur hvernig hann hafi hugsað í þessum efnum: »Ef eg er gjöfull og jafnvel eyðslusamur þegar vin- ir mínir eiga í hlut, menn sem kannske þakka fyrir veitingarnar, eða gjalda í sömu mynt, því skyldi eg þá ekki gefa þeim ölmusur sem Guð sjálfur hefir lof- að að borga alt að hundraðfalt fyrir«. Þetta var skoðun miðaldakynslóðarinn- ar, hinn bókstaflegi og barnslegi skiln- ingur í orðum frelsarans: »Svo framar- lega sem þér hafið gert þetta einum þess- ara minna minstu bræðra, þá hafið þér gert mér það«, þessi fasta vissa, að svala- drykkur gefinn þyrstum, yrði aldrei ó- launaður af meistaranum mikla. Frans var alinn upp við hjálpsemi við fátæka. Sérstaklega var móðir hans at- hvarf bágstaddra. En brjóstgæðin voru honum meðfædd. Einu sinni þegar ann- ríki var í búðinni, kom betlari og baðst ölmusu. Frans hafði mikið að gera, og hálfrak mannaumingjann út, og gaf hon- um ekkert. En þá kom samviskan, og hann sagði við sjálfan sig: »Ef maður þessi hefði komið frá einhverjum vina minna, A. greifa eða B. baróni, þá hefði hann vissulega fengið það sem hann bað um. En nú kom hann frá konungi kon- unganna og Drottni herskaranna og fór tómhentur, fékk jafnvel . ónot«. Síðan hljóp Frans á eftir honum, og gaf honum það sem hann hafði beðið um. Lofaði Frans þá sjálfum sér, að gefa framvegis öllum þeim, sem bæðu hann »í Guðs nafni«. Er það enn í dag siður ítalskra betlara að biðja þannig (per l’amor di Dio). Betlararnir í Assisi sýndu líka Frans bæði ást og virðingu. Svo er sagt af ein-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.