Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Qupperneq 43
NÝJAR KVÖLDVÖKiUR
185
og það, sem hann sér, lítur hann með
samúð og skilningi höfundarins.
Þriðja og síðasta sagan, »Mannleg
náttúra«, er skemtisaga — en um leið
talsvert meira en venjulega er skilið við
skemtisögu. Hún lýsir, eins og reyndar
alt, sem Hagalín ritar, hinni djúpu sam-
úð hans með og skilningi á einmitt mann-
legri náttúru, hún er leikur hraustleik-
ans á takmörkum lífs og dauða. Allar
lýsingar hennar eru ágætar, samtöl öll
eðlileg, en hæfilega dregið úr, og skiln-
ingurínn á sálarlífi hvers einstaks
manns, sem frá er sagt, er glöggur og
samræmisfullur. — Það eru ósviknir
vestfirzkir sjómenn, og eg býst við að
hver og einn, sem einhver kynni hefir af
þeim haft, kannist við þá, enda er það
óhætt, því enginn þarf að bera kinnroða
fyrir þá. —
Þótt Guðmundur Hagalín enn sé ungur
sem rithöfundur og sem maður, þá eru
sögur hans orðnar æði margar og hafa
aflað honum vinsælda að verðleikum.
Styrkur hans hefir aðallega verið — og
er enn — í smásögunni. En þegar á alt
er litið, mun hann aldrei hafa náð betri
tökum á efnum sínum en einmitt í þess-
ari nýju bók, það mun því vera alveg ó-
hætt að telja hana hans beztu, enn sem
komið er.
F. Á. B.
Frá bókamarkaðinum.
Nýjar bækur eru nú óðum að berast á
markaðinn. Þar á meðal allmargar ljóða-
bækur. Ný kvæði eru út komin eftir
Davíð Stefánsson, en ekki hafa N.-Kv.
fengið þau enn þá. En af því, sem N.-Kv.
hefir verið sent, kveður mest að nýrri
Ijóðabók eftir Jón Magnússon, er nefnist
Hjarðir. Áður hefir komið út eftir þenn-
an höfund ljóðabókin Bláskógar. Jón
Magnússon kveður flest vel og er á
framfaraskeiði. í bókmentayfirliti þ. á.,
er birtast mun í byrjun næsta árg. N.-
Kv., verður ritað nánar um þessa bók
hans. Nýjar sögur eru og komnar á
markaðinn eftir Jakob Thorarensen, er
nefnast Fleygar stundir. Á þær verður
og minst nánar seinna.
Stafrofskver eftir Egil kennara Þor-
láksson er nýútkomið. Er það með mörg-
um myndum, nál. 60 að tölu. Letrið er
mjög stórt, miklu stærra en á öðrum staf-
rofskverum. Myndafjöldinn og stærð let-
ursins hefir mikið að segja, Til þess að
auðvelt sé að kenna börnum að lesa. Er
kverið að öllu hið álitlegasta og líklegt til
að ná miklum vinsældum.
Þá eru og að koma á markaðinn Rit-
reglur eftir Freystein Gunnarsson, mjög
skýrar og ítarlegar. Verða þær að sjálf-
sögðu teknar fyrir kenslubók í alla skóla.
En líka verða þær nauðsynleg handbók.
Freysteinn hefir og í smíðum nýja Staf-
setningarorðabók, sem á að koma út í vet-
ur, enda er nú orðin brýn þörf fyrir slíka
bók. í þessum mánuði á að byrja að
prenta æfisögu Snæbjarnar í Hergilsey,
eftir sjálfan hann. Verður sú bók áreið-
anlega eftirsótt af öllum lesandi mönn-
um, því hún er viðburðarík og hefir að
geyma mikinn þjóðlegan fróðleik.
24