Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 45
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
187
60. Luxembourg.
Höfuðborg hins litla stórhertogadæmis Lux-
embourg á sér æfagamla sögu. Vegna þess að
landið liggur milli Belgíu, Þýskalands og Frakk-
lands er þar bæði töluð þýska, flæmska og
franska, en síðan heimsstyrjöldin leið þó mest
hið síðastnefnda. Ibúar alls landsins eru 265.
000 í höfuðborginni. Áður fyr voru við borgina
Luxembourg voldugar víggirðingar, sem bygðar
voru af hinum franska verkfræðing Vauban á
17. öld, en nú eru þær lagðar niður og þar sem
þær voru áður er nú búið að byggja skemtigarða
og leggja stræti. — Meðan á heimsstyrjöldinni
stóð, var Luxembourg alsett þýskum hersveitum.
61. Tegucigalpa.
Hún er höfuðborg í Honduras í Mið-Ameríku,
og hefir 35.000 íbúa. —
62. San José.
Höfuðborg' í Costa Rica í Mið-Ameríku og
hefir 20.000 íbúa.
Sex borgir, sem áður hafa verið taldar hjer
að framan, nefnilega: San Salvador, Guatemala,
San José, Pawama, Managua og Tegucigalpa,
eru allar í Mið-Ameríku. Eru jarðskjálftar þar
tíðir mjög og húsin þess vegna lág. Helmingur
eða meir af íbúunum eru Indíánar eða kyn-
blendingar.
63. Reykjavík.
er höfuðstaður Islands. Stendur hún við Faxa-
ilóa sunnanverðan, á Seltjamamesi norðanverðu.
í upphafi bygðist bærinn milli tveggja hæða á
Sandeyri milli sjávarins og Tjamarinnar. En
bænum óx fiskur um hrygg og stækkaði mikið,
varð stór um sig að tiltölu við fólksfjölda og
flutti sig þá út á alla vegu. Húsin voru lítil,
úr timbri og steini (grásteini), þar til nú á síð-
ari árum, að risið hafa upp steinbyggingar, og
sumar þeirra all-stórar, úr steinsteypu, sem nú
er orðið aðalbyggingarefni, þegar hús eru reist
I Reykjavík.
í miðjum bænum er Austurvöllur. Er það fer-
hymdur grasflötur, og á honum miðjum er
standmynd úr eir af myndhöggvaranum Thor-
valdsen, gefin hingað af Kaupmannahafnarbæ á
þúsundára-afmæli landsins 1874. Rétt hjá Aust-
urvelli er dómkirkjan úr múrsteini, bygð 1847.
1 henni ,er skírnarfontur úr marmara eftir
Thorvaldsen, hið mesta listaverk. Til vinstri
handar kirkjunni, þegar inn er gengið, er minn-
ismerki úr steini yfir sálmaskáldið Hallgrím
Pétursson, en til hægri líkan úr eir á stein-
stöpli af Jóni biskup Vídalín. — Rétt hjá dóm-
kirkjunni er Alþingishúsið. Er það stór bygg-
ing úr höggnum grásteini. Af öðrum opinberum
byggingum má nefna Safnhúsið, sem er stór
og mikil bygging úr steini, stendur það við
Hverfisgötu rétt fyrir ofan Arnarhól. Þar er
Landsbókasafnið með 116,000 prentaðra bóka og
7500 handrit, Náttúrugripasafnið, Fornmenja-
safnið og Þjóðskjalasafnið. Er nú hús þetta að
verða helzt til lítið fyrír þessi söfn öll, því þau
hafa vaxið mjög á síðustu árum. — Málverka-
safn það, er landið á, er í Alþingishúsinu. — Þá
má nefna Landsspítalann og Bamaskólann nýja,
sem nú er langt komið að byggja. Standa bæði
þessi hús í Skólavörðu-holtinu, annað sunnan og
austan, hitt norðan og austan í því. Barnaskól-
inn er líklega stærsta bygging landsins, og kost-
ar um 1 milj. kr. — Stjómarráðshúsið er frem-
ur lág bygging úr steini, stendur það milli
Hverfisgötu og Laugavegs. Fyrir framan það
eru standmyndir úr eir af Jóni Sigurðssyni og
Kristjáni konungi 9. Einnig er Landsbanki Is-
lands mikil og stór steinbygging og Latínu-
skólinn (Mentaskólinn) stór bygging úr timbri.
— Af stórbyggingum einstakra manna og fje-
laga má nefna hús Þorsteins Schevings lyfsala
á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti,
Eimskipafjelgashúsið, hús Sambands ísl. Sam-
vinnufjelaga, Laugavegsapotek, hið nýja hótel
Jóhannesar Jósefssonar, hús danska sendiherr-
ans o. m. fl.
Reykjavík er elsta bygð landsins, sem menn
hafa sögur af, því að Ingólfur Amarson, fyrsti
landnámsmaður á Islandi, reisti þar bæ sinn