Búskapur hins opinbera 1992-1993 - 01.04.1994, Page 18

Búskapur hins opinbera 1992-1993 - 01.04.1994, Page 18
I Tekjur hins opinbera eru að mestu leyti skatttekjur, eða um 92% þeirra. Vaxtatekjur standa fyrir mestum liluta af því sem á vantar. Séu skatttekjur skoðaðar nánar kemur í ljós, að óbeinir skattar eru um þrír fimmtu hlutar heildarskatttekna á árinu 1993. Þetta hlutfall hefur lækkað allnokkuð á síðustu árum og munar þar miklu um hækkun tekjuskatts einstaklinga og niðurfellingu aðstöðugjalds á árinu 1993. Skatttekjum er yfirleitt skipt í annars vegar beina skatta, sem leggjast fyrst og fremst á tekjur og eignir, og hins vegar óbeina skatta, sem leggjast á vöru og þjónustu. I alþjóðasamanburði eru skattar þó oft flokkaðir frekar eftir tegund, eins og fram kemur í töflu 4.13. Þar sést að um helmingur tekna hins opinbera eru skatttekjur af vöru og þjónustu, en þær skila rúmlega 67 milljörðum króna á árinu 1993 eða sem svarar til um 16,9% af landsframleiðslu. Tekjuskattar skila hins vegar ríflega einum fjórða teknanna eða um 38'/2 milljarði króna. Hlutfall heildartekna af landsframleiðslu hefur farið vaxandi meðal annars vegna samdráttar í landsframleiðslu, en á síðasta ári lækkaði hlutfallið talsvert eins og áður segir. 5. Útgjöld hins opinbera. Heildarúttgjöld hins opinbera 1993 eru áætluð um 151 milljarður króna án afskrifta eða rúmlega 37,9% af landsframleiðslu, sem er umtalsvert lægra hlutfall en árið 1992. Að raungildi lækka útgjöldin um 2% milli áranna. Lækkunin er mest í tilfærsluliðum, svo sem til landbúnaðarmála. Samneyslan, sem er langveigamesti útgjaldaliður hins opinbera eða ríflega helmingur útgjaldanna, hækkaði um 4*/2% í krónum talið. En samneyslan er kaup á vöru og þjónustu til samtímanota. Hlutfall samneyslunnar af landsframleiðslu mældist 20,8% sem er lítilsháttar hækkun frá árinu 1992. Tafla 5.1 Tegundaflokkun útgjalda hins opinbera 1990-1993. I milljónum króna Brt. Hlutfall af VLF 1990 1991 1992 1993 1990 1991 1992 1993 1. Samneysla 68.854 76.918 78.930 82.592 19,43 20,03 20,59 20,79 - þar af afskriftir 2.029 2.319 2.454 2.600 0,57 0,60 0,64 0,65 2. Vaxtagjöld 12.903 14.716 14.508 14.500 3,64 3,83 3,79 3,65 3. Framleiðslustyrkri 10.958 10.272 11.134 8.275 3,09 2,67 2,90 2,08 4. Tekjutilfærslur 18.947 21.409 22.992 23.860 5,35 5,57 6,00 6,00 5. Fjármunamyndun 14.367 16.223 16.005 16.100 4,05 4,22 4,18 4,05 6. Fjármagnstilfærslur 8.771 10.903 8.742 8.000 2,48 2,84 2,28 2,01 Hcildarútgjöld hins opinbcra * 132.771 148.122 149.857 150.727 37,47 38,57 39,10 37,93 *) Án afskrifta. Flokka má útgjöld hins opinbera eftir tegund í sex meginflokka með tilliti til eðlis þeirra, þ.e. í samneyslu, vaxtagjöld, framleiðslustyrki, tekjutilfærslur, fjármuna- myndun og fjármagnstilfærslur. Tekju- og rekstrartilfærslur til heimila og atvinnuvega taka til sín rúmlega einn fimmta hluta opinberra útgjalda og fjárfestingarútgjöldin um sjötta hluta þeirra. Afgangurinn fer til vaxtagreiðslna eða um tíundi hluti opinberra útgjalda. Hlutdeild vaxtaútgjalda hefur farið vaxandi undanfarin ár. 3 Sjá einnig töflu 3.1í töfluviðauka. 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Búskapur hins opinbera 1992-1993

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búskapur hins opinbera 1992-1993
https://timarit.is/publication/1005

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.