Búskapur hins opinbera 1992-1993 - 01.04.1994, Page 23

Búskapur hins opinbera 1992-1993 - 01.04.1994, Page 23
vegar börn, svo sem með rekstri bamaheimila, og hins vegar aldraðra, eins og með rekstri elliheimila. Samneysla ríkissjóðs á þessu sviði var að mestu þjónusta við fatlaða. Afgangurinn var samneysla almannatrygginga. Ríflega tveir þriðju hlutar af heildarsamneyslu hins opinbera í velferðarmálum er launakostnaður. Fjárfesting hins opinbera í velferðarmálum varð um 11/2 milljarður króna á árinu 1993. Þar af var fjárfesting sveitarfélaga um þrír ijórðu hlutar hennar, en þar taka dagvistunarheimili bama og heimili aldraðra stærsta hlutann. Fjárfesting eða Qármagnstilfærslur ríkisins fara að mestu til stofnana fatlaðra, en aðstaða aldraðra fær einnig sinn skerf. í töflu 6.3 í töfluviðauka er að finna fleiri upplýsingar um útgjöld til almanna- trygginga og velferðarmála. Þar má meðal annars lesa að útgjöld hins opinbera til þessa málaflokks voru ríflega 109 þúsund krónur (verðlag 1993) á mann árið 1993, og höfðu aukist jafnt og þétt frá fyrri árunum. Kostnaður vegna elli-, örorku- og ekkjulífeyris var um 55 þúsund krónur á mann á því ári og vegna atvinnuleysisbóta 10 þúsund krónur. 6. Skuldir og lánastarfsemi hins opinbera. Hið opinbera er umsvifamikill lántakandi og lánveitandi í hagkerfinu, sömuleiðis ábyrgist það í ríkum mæli lán ýmissa aðila. Það getur því með lánastefnu sinni haft margþætt áhrif á starfsemi hagkerfisins, svo sem á sparnað og ráðstöfun sparnaðar þjóðarbúsins, uppbyggingu atvinnulífsins, vexti og starfsemi lánamarkaðarins almennt. Það er því mikilvægt að gera sér grein fyrir umfangi þessa þáttar. Rétt er þó að benda á, að lántaka eða lánveiting getur haft mismunandi áhrif á hagkerfið efitir því hvemig fénu er varið. Á árinu 1993 var hrein lánsfjárþörf hins opinbera rúmlega 14'/2 milljarður króna eða 3,7% af vergri landsframleiðslu, og kröfu- og hlutafjáraukningin 1,7 milljarðar króna eða um 0,4% af VLF. Hér er um nettóstærðir að ræða þannig að umsvif hins opinbera á lánamarkaðnum eru umtalsverð. Tafla 6.1 Lánastarfsemi hins opinbera 1991-1993._______________________________ í milljónum króna Brt. Hlutfall af tekjum Hlutfall afVLF 1990 1991 1993 1991 1992 1993 1991 1992 1993 Tekjuafgangur/halli -11.624 -11.221 -12.936 -8,52 -8,09 -9,39 -3,03 -2,93 -3,26 Kröfu- og hlutafjárútgjöld 5.982 -1.425 1.706 4,38 -1,03 1,23 1,56 -0,37 0,43 Hrein lánsfjárþörf 17.606 9.796 14.642 12,90 7,07 10,63 4,58 2,56 3,68 Á mynd 6.18 kemur fram að vergar skuldir hins opinbera hafa vaxið hröðum skrefum síðustu árin. í árslok 1993 er talið að þær hafi numið ríflega 200 milljörðum króna eða um 51,2% af landsframleiðslu og eru þá hvorki Iífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs né sveitarfélaga taldar með, en lífeyrisskuldbindingar A-hluta ríkissjóðs náum um 58 milljörðum króna í árslok 1992. Af skuldum hins opinbera eru um 52% frá erlendum aðilum. Þá kemur fram á myndinni að útistandandi kröfur hins opinbera hafa staðið í stað eða minnkað á liðnum árum. I árslok 1993 voru þær ríflega 22% af landsframleiðslu. Hreinar skuldir hins opinbera hafa því margfaldast allra síðustu árin, 8 Sjá einnig töflu 7.1 í töfluviðauka. 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Búskapur hins opinbera 1992-1993

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búskapur hins opinbera 1992-1993
https://timarit.is/publication/1005

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.